MR fær 1.500 fermetra fyrir ofan verslun 10-11 í Austurstræti Atli Ísleifsson skrifar 25. febrúar 2022 11:22 Austurstræti 17 var byggt fyrir kaupmennina Silla og Valda á árunum 1963-64. Aðsend Samið hefur verið um að Menntaskólinn í Reykjavík fái úthlutað rúmlega 1.500 fermetra húsnæði til afnota fyrir skólann í Austurstræti 17. Framkvæmdasýslan Ríkiseignir og Eik fasteignafélag hafa undirritað leigusamning þessa efnis, en með samningnum er ætlunin að gera bragabót á húsakosti Menntaskólans í Reykjavík. Í tilkynningu frá Framkvæmdasýslunni Ríkiseignum segir að samningurinn sé til átta ára og muni Eik fasteignafélag skila húsnæðinu fullbúnu til kennslu um miðjan ágúst næstkomandi. „Um er að ræða 2.- 6. hæð hússins, en verslun 10-11 er á jarðhæðinni. Alls verða 10 kennslustofur í húsinu auk félagsrýma, opinna vinnurýma, kaffiaðstöðu og veitingasölu. Gert er ráð fyrir að í haust sæki um 230-250 MR-ingar, eða um þriðjungur nemenda, menntun sína í Austurstræti 17.“ Breytir öllu fyrir starfsemi skólans Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri FSRE, og Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags, undirrituðu leigusamninginn í gær. Menntaskólinn í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Haft er eftir Elísabetu Siemsen, rektor Menntaskólans í Reykjavík, að hún sé ánægð með að húsnæði fyrir skólann sé í höfn. „Húsnæðið breytir öllu fyrir starfsemi skólans næstu skólaárin. Eftir að við misstum Casa Cristi hefur verið mjög þröngt á þingi í skólanum. Í Austurstræti verða nútímalegar skólastofur í miklu betra húsnæði en við þurftum að yfirgefa. Það opnar fyrir breytingu á kennsluháttum. Þá fáum við góða aðstöðu fyrir nemendur.“ Byggt fyrir Silla og Valda Um húsnæðið segir að Austurstræti 17 hafi verið byggt fyrir kaupmennina Silla og Valda á árunum 1963-4. „Húsið var tekið í notkun á aðventu 1964 er verslun Silla og Valda opnaði. Var hún með fyrstu sjálfsafgreiðsluverslunum landsins. Á efri hæðum var talsverður fjöldi fyrirtækja; Skipafélagið Jökull, heildverslun Árna Siemsen, útflutningsfirma Magnúsar Z. Sigurðssonar og skrifstofur Einars Sigurðssonar ríka, eins og Þjóðviljinn orðaði það í frétt 5. desember 1964. Svo skemmtilega vill til að faðir Elísabetar rektors MR, Ludwig H. Siemsen, rak heildsölu Árna Siemsen,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Eik fasteignafélag Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Framkvæmdasýslan Ríkiseignir og Eik fasteignafélag hafa undirritað leigusamning þessa efnis, en með samningnum er ætlunin að gera bragabót á húsakosti Menntaskólans í Reykjavík. Í tilkynningu frá Framkvæmdasýslunni Ríkiseignum segir að samningurinn sé til átta ára og muni Eik fasteignafélag skila húsnæðinu fullbúnu til kennslu um miðjan ágúst næstkomandi. „Um er að ræða 2.- 6. hæð hússins, en verslun 10-11 er á jarðhæðinni. Alls verða 10 kennslustofur í húsinu auk félagsrýma, opinna vinnurýma, kaffiaðstöðu og veitingasölu. Gert er ráð fyrir að í haust sæki um 230-250 MR-ingar, eða um þriðjungur nemenda, menntun sína í Austurstræti 17.“ Breytir öllu fyrir starfsemi skólans Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri FSRE, og Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags, undirrituðu leigusamninginn í gær. Menntaskólinn í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Haft er eftir Elísabetu Siemsen, rektor Menntaskólans í Reykjavík, að hún sé ánægð með að húsnæði fyrir skólann sé í höfn. „Húsnæðið breytir öllu fyrir starfsemi skólans næstu skólaárin. Eftir að við misstum Casa Cristi hefur verið mjög þröngt á þingi í skólanum. Í Austurstræti verða nútímalegar skólastofur í miklu betra húsnæði en við þurftum að yfirgefa. Það opnar fyrir breytingu á kennsluháttum. Þá fáum við góða aðstöðu fyrir nemendur.“ Byggt fyrir Silla og Valda Um húsnæðið segir að Austurstræti 17 hafi verið byggt fyrir kaupmennina Silla og Valda á árunum 1963-4. „Húsið var tekið í notkun á aðventu 1964 er verslun Silla og Valda opnaði. Var hún með fyrstu sjálfsafgreiðsluverslunum landsins. Á efri hæðum var talsverður fjöldi fyrirtækja; Skipafélagið Jökull, heildverslun Árna Siemsen, útflutningsfirma Magnúsar Z. Sigurðssonar og skrifstofur Einars Sigurðssonar ríka, eins og Þjóðviljinn orðaði það í frétt 5. desember 1964. Svo skemmtilega vill til að faðir Elísabetar rektors MR, Ludwig H. Siemsen, rak heildsölu Árna Siemsen,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Eik fasteignafélag Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira