Mikki Mús veitir íslenskum miðlum harða samkeppni Eiður Þór Árnason skrifar 25. febrúar 2022 11:11 Disney-veldið byrjaði með hinum hógværa Mikka Mús en hefur nú vaxið í eitt stærsta afþreyingarfyrirtæki heims. Getty/Kim Kulish 43,1% íslenskra heimila er með áskrift að streymisveitunni Disney+ og hefur fjöldinn hátt í tvöfaldast á einu ári. Þetta sýna nýjar niðurstöður Maskínu sem rýndi í áhorfsvenjur Íslendinga. Í fyrra sögðu 24,0% svarenda að einhver á heimilinu væri með aðgang að Disney+. Samkvæmt niðurstöðunum fjölgar íslenskum áskrifendum hjá nær öllum sjónvarps- og streymisþjónustum milli ára og eru sífellt færri heimili ekki með neinn aðgang að slíkri þjónustu. Netflix er sem fyrr langstærsti aðilinn á íslenskum markaði og eru 77,8% heimila með áskrift að bandaríska afþreyingarrisanum, samanborið við 76,0% í fyrri könnun Maskínu. Maskína Stöð 2 bætir við sig áskrifendum milli ára og fer hlutfall íslenskra heimila með áskrift úr 27,0% í 31,1%. Sömuleiðis fjölgar þeim sem eru með áskrift að efnisveitunni Stöð 2+ úr 23,0% í 28,3% milli ára en allir áskrifendur Stöðvar 2 fá um leið aðgang að Stöð 2+. Ef horft er til þess segjast 38,4% svarenda vera með aðgang að efnisveitunni, samkvæmt greiningu Maskínu. Viaplay tekur hástökk Streymisveitan Sjónvarp Símans Premium stendur nokkurn veginn í stað milli ára og fer úr 44,0% í 43,2%. Eins segjast 25,2% nú vera með áskrift að Síminn Sport, samanborið við 25,0% í fyrra. Á sama tíma fjölgaði heimilum með aðgang að Stöð 2 Sport úr 14,0% í 15,7% milli ára. Áskrifendum að skandinavísku streymisveitunni Viaplay fjölgar úr 14,0% í 19,9% frá fyrra ári og heimili með aðgang að Amazon Prime Video fara úr 13,0% í 14,8%. Maskína Spurningin var lögð fyrir í Þjóðgátt Maskínu sem samanstendur af hópi fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Könnunin fór fram dagana 14. til 19. janúar 2022 og voru svarendur 952. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu. Vísir og Stöð 2 eru í eigu Sýnar hf. Bíó og sjónvarp Tækni Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðunum fjölgar íslenskum áskrifendum hjá nær öllum sjónvarps- og streymisþjónustum milli ára og eru sífellt færri heimili ekki með neinn aðgang að slíkri þjónustu. Netflix er sem fyrr langstærsti aðilinn á íslenskum markaði og eru 77,8% heimila með áskrift að bandaríska afþreyingarrisanum, samanborið við 76,0% í fyrri könnun Maskínu. Maskína Stöð 2 bætir við sig áskrifendum milli ára og fer hlutfall íslenskra heimila með áskrift úr 27,0% í 31,1%. Sömuleiðis fjölgar þeim sem eru með áskrift að efnisveitunni Stöð 2+ úr 23,0% í 28,3% milli ára en allir áskrifendur Stöðvar 2 fá um leið aðgang að Stöð 2+. Ef horft er til þess segjast 38,4% svarenda vera með aðgang að efnisveitunni, samkvæmt greiningu Maskínu. Viaplay tekur hástökk Streymisveitan Sjónvarp Símans Premium stendur nokkurn veginn í stað milli ára og fer úr 44,0% í 43,2%. Eins segjast 25,2% nú vera með áskrift að Síminn Sport, samanborið við 25,0% í fyrra. Á sama tíma fjölgaði heimilum með aðgang að Stöð 2 Sport úr 14,0% í 15,7% milli ára. Áskrifendum að skandinavísku streymisveitunni Viaplay fjölgar úr 14,0% í 19,9% frá fyrra ári og heimili með aðgang að Amazon Prime Video fara úr 13,0% í 14,8%. Maskína Spurningin var lögð fyrir í Þjóðgátt Maskínu sem samanstendur af hópi fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Könnunin fór fram dagana 14. til 19. janúar 2022 og voru svarendur 952. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu. Vísir og Stöð 2 eru í eigu Sýnar hf.
Bíó og sjónvarp Tækni Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira