Shaq gaf ellefu manna fjölskyldu tvo bíla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2022 13:30 Shaquille O'Neal er vinsæll ekki bara af því að hann var frábær leikmaður og er mjög skemmtilegur maður. Hann er líka með hjartað á réttum stað. AP/Mark Von Holden Bandaríska körfuboltagoðsögnin Shaquille O'Neal er þekktur fyrir manngæsku sína og rausnarskap og enn eitt dæmi um það er nú komið fram í dagsljósið. Shaq er ekki aðeins risastór heldur er hann einnig með risastórt hjarta. Hann aflaði mikilla tekna á körfuboltaferlinum og hefur tekist að ávaxta þá vel eftir að ferlinum lauk þar sem honum gengið vel í fjárfestingum sínum. Shaq hefur því vissulega efni á því að gefa frá sér en það er annað að gera það. Ellefu manna fjölskylda komst að hjartahlýju kappans á dögunum og móðir níu barna átti varla orð til að lýsa því sem O'Neal gerði fyrir þau. O'Neal er einn af 75 bestu leikmönnum NBA deildarinnar frá upphafi og var verðlaunaður þess vegna á Stjörnuleikshelginni á dögunum. Hann átti nítján ára feril í NBA-deildinni, varð fjórum sinnum meistari og einu sinni valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) „Ég á eiginlega engin orð til. Í dag blessaði Shaq okkur eins og enginn annar hefur gert áður,“ skrifaði Karissa Collings. Hún á níu börn frá eins árs til tólf ára eða þau Anissu, Andrae, Annistan, Anjalie, Andersyn, Aynjel, Ansyr, Ancho og Anthym. „Í gær fengum við óvænta heimsókn frá Shaq. Hann fór með okkur út að borða eins og ein stór fjölskylda. Það var svo gaman að fá að eyða tíma með honum og borða saman. Í dag byrjaði hann síðan á því að fara með okkur á Mercedes bílasölu og gaf okkur fimmtán farþega fjölskyldubíl,“ skrifaði Karissa. „Það var ekki lengur almennilegt pláss fyrir okkur í gamla bílnum og loftræstingin var heldur ekki alltaf að standa sig. Þetta er svo stórkostleg blessun. Þeir áttu ekki slíkan bíl þannig að við fengum að panta bíl eftir okkar óskum og hann kemur væntanlega í júlí,“ skrifaði Karissa. „Hann fór síðan aftur með okkur út að borða og gaf síðan þjónustustúlkunni þúsund dollara þjórfé eftir að hann frétti af því að bíllinn hefði bilað fyrr um daginn. Svo sá hann bíl eiginmannsins sem hafði verið með bilaða loftræstingu og bilað hitakerfi í nokkurn tíma og fór þá með okkur á Ford bílasölu og gaf okkur annan bíl,“ skrifaði Karissa. „Hann var líka svo duglegur að hvetja okkur áfram og sýndi börnunum okkur svo mikla ástúð og athygli. Einhver verður að vekja mig því ég trúi ekki öðru en að ég sé að dreyma þetta,“ skrifaði Karissa. View this post on Instagram A post shared by The Collins Kids (@thecollinskids) NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Sjá meira
Shaq er ekki aðeins risastór heldur er hann einnig með risastórt hjarta. Hann aflaði mikilla tekna á körfuboltaferlinum og hefur tekist að ávaxta þá vel eftir að ferlinum lauk þar sem honum gengið vel í fjárfestingum sínum. Shaq hefur því vissulega efni á því að gefa frá sér en það er annað að gera það. Ellefu manna fjölskylda komst að hjartahlýju kappans á dögunum og móðir níu barna átti varla orð til að lýsa því sem O'Neal gerði fyrir þau. O'Neal er einn af 75 bestu leikmönnum NBA deildarinnar frá upphafi og var verðlaunaður þess vegna á Stjörnuleikshelginni á dögunum. Hann átti nítján ára feril í NBA-deildinni, varð fjórum sinnum meistari og einu sinni valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) „Ég á eiginlega engin orð til. Í dag blessaði Shaq okkur eins og enginn annar hefur gert áður,“ skrifaði Karissa Collings. Hún á níu börn frá eins árs til tólf ára eða þau Anissu, Andrae, Annistan, Anjalie, Andersyn, Aynjel, Ansyr, Ancho og Anthym. „Í gær fengum við óvænta heimsókn frá Shaq. Hann fór með okkur út að borða eins og ein stór fjölskylda. Það var svo gaman að fá að eyða tíma með honum og borða saman. Í dag byrjaði hann síðan á því að fara með okkur á Mercedes bílasölu og gaf okkur fimmtán farþega fjölskyldubíl,“ skrifaði Karissa. „Það var ekki lengur almennilegt pláss fyrir okkur í gamla bílnum og loftræstingin var heldur ekki alltaf að standa sig. Þetta er svo stórkostleg blessun. Þeir áttu ekki slíkan bíl þannig að við fengum að panta bíl eftir okkar óskum og hann kemur væntanlega í júlí,“ skrifaði Karissa. „Hann fór síðan aftur með okkur út að borða og gaf síðan þjónustustúlkunni þúsund dollara þjórfé eftir að hann frétti af því að bíllinn hefði bilað fyrr um daginn. Svo sá hann bíl eiginmannsins sem hafði verið með bilaða loftræstingu og bilað hitakerfi í nokkurn tíma og fór þá með okkur á Ford bílasölu og gaf okkur annan bíl,“ skrifaði Karissa. „Hann var líka svo duglegur að hvetja okkur áfram og sýndi börnunum okkur svo mikla ástúð og athygli. Einhver verður að vekja mig því ég trúi ekki öðru en að ég sé að dreyma þetta,“ skrifaði Karissa. View this post on Instagram A post shared by The Collins Kids (@thecollinskids)
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Sjá meira