Innlent

Búið að loka Hellis­heiði og Þrengslum og reikna með frekari lokunum

Atli Ísleifsson skrifar
Stöðugt hefur bætt í vind á Suðvesturlandi í nótt og í morgun.
Stöðugt hefur bætt í vind á Suðvesturlandi í nótt og í morgun. Vísir/Vilhelm

Búið er að loka Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði, en stöðugt hefur bætt í vind á þeim slóðum. Von er á miklu óveðri á landinu í dag og má því fastlega reikna með að fleiri vegum verið lokað í dag.

Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Suðvesturlandi en eitthvað er um snjóþekju. Þá Krýsuvíkurvegur er ófær.

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að gular- og appelsínugular viðvaranir séu í gildi um allt land í dag og megi búast við að færð spillist og vegir geti lokast. Lítið sem ekkert ferðaveður verði á meðan viðvörunin sé í gildi.

Að neðan má sjá yfirlitskort yfir helstu vegi landsins sem flestir eru á óvissustigi og má því reikna með lokunum víða í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×