Handbolti

Valur lagði Fram með minnsta mun

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Lovísa var öflug í kvöld.
Lovísa var öflug í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Það var boðið upp á æsispennandi viðureign að Hlíðarenda í kvöld þegar Valskonur fengu Fram í heimsókn í Olís deildinni í handbolta.

Framkonur mættu ákveðnar til leiks og náðu yfirhöndinni á upphafsmínútunum. Valur vann sig inn í leikinn þegar leið á fyrri hálfleik og var staðan hnífjöfn í leikhléi, 13-13.

Síðari hálfleikur var áfram jafn og æsispennandi þar sem liðin skiptust á að leiða.

Fór að lokum svo að Valur vann sigur með minnsta mögulega mun, 25-24.

Lovísa Thompson fór fyrir sóknarleik Vals og gerði sjö mörk en Perla Ruth Albertsdóttir var atkvæðamest gestanna með sex mörk.

Markmenn liðanna, þær Sara Sif Helgadóttir hjá Val og Hafdís Renötudóttir hjá Fram áttu báðar stórleik með vel á annan tug skota varið.

Með sigrinum minnkaði Valur forystu toppliðs Fram niður í eitt stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×