Viðskipti innlent

Kristín Hildur hjá Fortuna Invest til Ís­lands­banka

Atli Ísleifsson skrifar
Kristín Hildur Ragnarsdóttir.
Kristín Hildur Ragnarsdóttir. Vísir/Vilhelm

Kristín Hildur Ragnarsdóttir, eina af meðlimum Fortuna Invest, hefur verið ráðin til starfa hjá Íslandsbanka og þar sem hún mun leiða vöruþróun fyrir ungt fólk og fjárfestingar.

Í tilkynningu segir að um sé að ræða nýtt starf á Einstaklingsviði bankans.

„Kristín Hildur hefur starfað á sviði Viðskiptalausna hjá Deloitte frá árinu 2018, en áður starfaði hún í fjárstýringu hjá Eimskip. Hún hefur lokið BSc gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og stundar nú MSc nám í fjármálahagfræði við sama skóla.

Þá er Kristín Hildur ein af meðlimum Fortuna Invest, sem er fræðsluvettvangur myndaður af hópi kvenna sem hafa lagt áherslu á fjölbreytileika á fjármálamarkaði með fræðslu. Hún er jafnframt ein höfunda bókarinnar Fjárfestingar sem kom út árið 2021, sem fjallar um fjármál og fjárfestingar fyrir byrjendur og lengra komna.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×