Íslenski boltinn

Efstu deildirnar heita Besta deildin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Merki Bestu deildarinnar.
Merki Bestu deildarinnar. ítf

Besta deildin er nýtt nafn á efstu deildum karla og kvenna í fótbolta. Þetta kom fram á kynningarfundi Íslensks toppfótbolta í Bæjarbíói í dag.

Á fundinum var nýtt vörumerki efstu deildanna í fótbolta kynnt. Þær bera nafnið Besta deildin frá og með næsta tímabili.

Efstu deildirnar verða því ekki lengur tengdar við ákveðið vörumerki eins og síðustu ár. Í stað eins aðalstyrktaraðila verða þrír styrktaraðilar fyrir Bestu deildina. Það eru Eitt sett, Steypustöðin og Lengjan. 

Keppni í Bestu deild karla og kvenna hefst í apríl. Leikið verður með breyttu fyrirkomulagi í efstu deild karla í sumar en eftir 22 umferðir verður deildinni skipt upp í tvennt og sex efstu og sex neðstu liðin leika einfalda umferð í umspili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×