Innlent

Aukafréttatími í hádeginu vegna innrásar í Úkraínu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri segir nýjustu tíðindi af stöðu mála í Úkraínu þegar klukkan slær tólf.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri segir nýjustu tíðindi af stöðu mála í Úkraínu þegar klukkan slær tólf. Vísir

Rússneski herinn gerði í morgun innrás í Úkraínu að skipan Vladimír Pútín forseta Rússlands. Sprengjum hefur rignt yfir nokkrar borgir Úkraínu, innrás úr norðri, austri og suðri en fólksflótti er frá höfuðborginni Kiev í vestur.

Fjallað verður ítarlega um stöðu mála í aukafréttatíma í hádeginu á Stöð 2, Stöð 2 Vísi og Bylgjunni. Fréttatíminn hefst klukkan 12.

Farið verður yfir málið með sérfræðingum, atburðarásin dregin saman, nýtt myndefni frá Úkraínu sýnt og rætt við Íslendinga á staðnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×