Erlent

Neyðarástandi lýst yfir í Kiev

Smári Jökull Jónsson skrifar
Ástandið í Úkraínu verður eldfimara með hverjum klukkutímanum.
Ástandið í Úkraínu verður eldfimara með hverjum klukkutímanum. Vísir/EPA

Borgarstjórinn í úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni sem tekur gildi á miðnætti.

Í skilaboðum sem borgarstjórinn Vitaly Klitschko birti á Telegram sagði hann að höfuðstöðvar hefðu verið settar upp til að samræma aðgerðir yfirvalda, hersins og lögreglunnar.

Þetta gæti þýtt að sett yrði á útgöngubann í borginni og að komið yrði á sérstökum reglum varðandi umferð inn og út úr borginni og mögulega yrðu settar takmarkanir 

Klitscho bætti við að einnig yrði lögð áhersla á að tryggja vernd almannahagsmuna. Bann yrði sett við fjöldaviðburðum og mótmælum og einnig gegn framleiðslu og dreifingu á hvers kyns efni sem gæti haft neikvæð áhrif á stöðuna.

Tilkynnt var nú fyrir skömmu að aðskilnaðarsinnar í Donetsk og Luhansk hefðu óskað eftir aðstoð rússneska hersins til að bregðast við ágangi Úkraínumanna.

Talsmaður Pentagon í Bandaríkjunum, John Kirby, sagði í kvöld að hersveitir Rússa væru tilbúnar til innrásar á hverri stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×