Þjónusta við fjölskyldur í Garðabæ er mér hjartans mál Stella Stefánsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 11:31 Þjónusta við fjölskyldur og velsæld barna og ungmenna er mér hjartans mál. Ég á fjórar dætur á aldrinum 15 til 23 ára sem hafa gengið í leik- og grunnskóla í Garðabær og stundað íþróttir- og frístundir í bænum. Ég þekki og skil þær áskoranir sem foreldrar barna og ungmenna standa frammi fyrir í amstri dagsins. Minnstu frávik í þjónustu geta flækt líf fólks. Áreiðanleg þjónusta við fjölskyldur Þjónusta við fjölskyldur á að vera í forgangi í Garðabæ. Fólk reiðir sig á heilstæða góða þjónustu leik- og grunnskóla, frístundaheimila og frístundabíls. Samþætting skóla og frístunda skiptir máli. Áreiðanleiki þjónustu er lykilatriði og hún þarf að vera aðgengileg, einföld og skilvirk. Það þarf að leggja kapp á að 1 árs börn komist inn á leikskóla nálægt heimili og að systkini hafi forgang í sama leikskóla. Tryggja þarf framsýni og fyrirsjáanleika við uppbyggingu og aðlögun grunnþjónustu í nýjum og vaxandi hverfum. Framsæknir skólar og leikskólar Ég tel mikilvægt að bjóða framsækna leik- og grunnskóla í Garðabæ sem laða að hæft starfsfólk. Það þarf að leita leiða til að efla starfsumhverfi skóla og leikskóla. Vellíðan nemenda og starfsfólks skiptir höfuðmáli. Skólakerfið og stuðningur á að efla nemendur til að hafa sjálfstraust í sínum verkefnum og til að takast á við framtíðina með áherslu á nýsköpun. Fjölbreytt íþrótta- og frístundastarf Garðabær á áfram að leggja metnað í að byggja upp góða íþróttaaðstöðu. Styrkja þarf áframhaldandi samstarf Garðabæjar við frjáls félagasamtök um skipulagt íþrótta- og frístundastarf. Það þarf að standa vörð um jafnrétti kynja og fylgja því markvisst eftir þegar stuðningur er veittur. Tryggja þarf framboð að fjölbreyttu íþrótta- og frístundastarfi. Brottfall er algengt hjá unglingum og það finna sig ekki öll börn í hefðbundnu íþrótta- og frístundastarfi. Leita þarf leiða til að grípa þessi ungmenni og styðja þau til virkni og félagslegrar samveru. Einnig þarf að leggja kapp á að að yngri börn geti stundað algengar íþróttagreinar og vinsælt frístundastarf að einhverju marki nálægt heimili sínu og að umfang íþróttamannvirkja vaxi í takt við fólksfjölgun. Gæðastundir í nærumhverfinu - Ég læt verkin tala Það er fátt yndislegra en gæðastundir með fjölskyldunni. Ég tel mikilvægt að fjölskyldur í Garðabæ getið upplifað menningu, útivist og bæjarbrag í nærumhverfinu. Það þarf að efla Garðatorg, hverfiskjarna, opin svæði og tækifæri til gæðastunda fjölskyldna innan Garðabæjar. Ég tel að við eigum að fá börn og ungmenni að skipulagninu á nærumhverfinu. Sem formaður stjórnar Hönnunarsafnsins á þessu kjörtímabili hef ég sýnt í verki að mér í annt um börn og ungmenni og er reiðubúin að láta til mín taka með hagsmuni barna að leiðarljósi. Það hefur verið lögð rík áhersla á að gera safnið áhugavert fyrir börn. Safnfræðsla hefur verið stórefld og Hönnunarskóli Íslands var settur á laggirnar fyrir ungmenni. Ég hef talað fyrir því að hvatningasjóður ungra listamanna verði útvikkaður þannig að ungir hönnuðir séu jafnframt gjaldgengir við úthlutun. Þetta var samþykkt í síðustu viku. Höfundur er varabæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Stella Stefánsdóttir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Þjónusta við fjölskyldur og velsæld barna og ungmenna er mér hjartans mál. Ég á fjórar dætur á aldrinum 15 til 23 ára sem hafa gengið í leik- og grunnskóla í Garðabær og stundað íþróttir- og frístundir í bænum. Ég þekki og skil þær áskoranir sem foreldrar barna og ungmenna standa frammi fyrir í amstri dagsins. Minnstu frávik í þjónustu geta flækt líf fólks. Áreiðanleg þjónusta við fjölskyldur Þjónusta við fjölskyldur á að vera í forgangi í Garðabæ. Fólk reiðir sig á heilstæða góða þjónustu leik- og grunnskóla, frístundaheimila og frístundabíls. Samþætting skóla og frístunda skiptir máli. Áreiðanleiki þjónustu er lykilatriði og hún þarf að vera aðgengileg, einföld og skilvirk. Það þarf að leggja kapp á að 1 árs börn komist inn á leikskóla nálægt heimili og að systkini hafi forgang í sama leikskóla. Tryggja þarf framsýni og fyrirsjáanleika við uppbyggingu og aðlögun grunnþjónustu í nýjum og vaxandi hverfum. Framsæknir skólar og leikskólar Ég tel mikilvægt að bjóða framsækna leik- og grunnskóla í Garðabæ sem laða að hæft starfsfólk. Það þarf að leita leiða til að efla starfsumhverfi skóla og leikskóla. Vellíðan nemenda og starfsfólks skiptir höfuðmáli. Skólakerfið og stuðningur á að efla nemendur til að hafa sjálfstraust í sínum verkefnum og til að takast á við framtíðina með áherslu á nýsköpun. Fjölbreytt íþrótta- og frístundastarf Garðabær á áfram að leggja metnað í að byggja upp góða íþróttaaðstöðu. Styrkja þarf áframhaldandi samstarf Garðabæjar við frjáls félagasamtök um skipulagt íþrótta- og frístundastarf. Það þarf að standa vörð um jafnrétti kynja og fylgja því markvisst eftir þegar stuðningur er veittur. Tryggja þarf framboð að fjölbreyttu íþrótta- og frístundastarfi. Brottfall er algengt hjá unglingum og það finna sig ekki öll börn í hefðbundnu íþrótta- og frístundastarfi. Leita þarf leiða til að grípa þessi ungmenni og styðja þau til virkni og félagslegrar samveru. Einnig þarf að leggja kapp á að að yngri börn geti stundað algengar íþróttagreinar og vinsælt frístundastarf að einhverju marki nálægt heimili sínu og að umfang íþróttamannvirkja vaxi í takt við fólksfjölgun. Gæðastundir í nærumhverfinu - Ég læt verkin tala Það er fátt yndislegra en gæðastundir með fjölskyldunni. Ég tel mikilvægt að fjölskyldur í Garðabæ getið upplifað menningu, útivist og bæjarbrag í nærumhverfinu. Það þarf að efla Garðatorg, hverfiskjarna, opin svæði og tækifæri til gæðastunda fjölskyldna innan Garðabæjar. Ég tel að við eigum að fá börn og ungmenni að skipulagninu á nærumhverfinu. Sem formaður stjórnar Hönnunarsafnsins á þessu kjörtímabili hef ég sýnt í verki að mér í annt um börn og ungmenni og er reiðubúin að láta til mín taka með hagsmuni barna að leiðarljósi. Það hefur verið lögð rík áhersla á að gera safnið áhugavert fyrir börn. Safnfræðsla hefur verið stórefld og Hönnunarskóli Íslands var settur á laggirnar fyrir ungmenni. Ég hef talað fyrir því að hvatningasjóður ungra listamanna verði útvikkaður þannig að ungir hönnuðir séu jafnframt gjaldgengir við úthlutun. Þetta var samþykkt í síðustu viku. Höfundur er varabæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar