Viðskipti innlent

Fresta er­lendri markaðs­her­ferð vegna á­takanna í Úkraínu

Eiður Þór Árnason skrifar
Sigríður Dögg Guðmundsóttir hjá Íslandsstofu.
Sigríður Dögg Guðmundsóttir hjá Íslandsstofu. Vísir

Íslandsstofa hefur seinkað erlendri markaðsherferð sem til stóð að gangsetja í dag vegna stríðsátakanna við landamæri Úkraínu og Rússlands.

ViðskiptaMogginn greinir frá þessu og hefur eftir Sigríði Dögg Guðmundsdóttur, fagstjóra ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, að í ljósi þeirrar óvissu sem ríki hafi þótt nauðsynlegt að seinka upphafi herferðarinnar um óákveðinn tíma. 

Ákvörðunin var tekin í gær en átakið er hluti af markaðsverkefninu Ísland saman í sókn sem voru tryggðar 550 milljóna króna viðbótarfjármagn í byrjun febrúar.

Sigríður segir í samtali við ViðskiptaMoggann að þrátt fyrir þetta séu hin ýmsu verkefni á döfinni hjá Íslandsstofu. Auglýsingarbirtingar séu sem fyrr í gangi á lykilmörkuðum á borð við Bandaríkin, Bretland og Þýskaland, auk þess sem neytendakönnun verði gerð á helstu mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu á næstu mánuðum. Sérstaklega sé unnið að því að kynna Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöll sem aukagáttir inn í landið.


Tengdar fréttir

Hollendingar aftur byrjaðir að spóka sig á Akureyri

Flugvél á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel lenti á Akureyrarflugvelli í morgun. Vélin kom frá Amsterdam en um er að ræða fyrstu ferð vetrarins. Leiguflug ferðaskrifstofunnar milli höfuðborgar Hollands og Akureyrar hefur legið niðri frá því að heimsfaraldurinn skall á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×