Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. mars 2025 07:05 Hafdísi Huld Björnsdóttur framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins RATA, tekur fjöllin með sér inn í fundarherbergið og deilir því með okkur í dag hvernig og hvers vegna. Hafdís segir alla geta búið sér til sín eigin ævintýri, ekki þurfi tveggja vikna heimsreisu eða Balíferð til að finna sinn innri styrk. Vísir/einkasafn, Vilhelm Það er oft hlegið í samtalinu við Hafdísi Huld Björnsdóttur framkvæmdastjóra og stofnanda ráðgjafafyrirtækisins RATA. Sem meðal annars hjálpar fyrirtækjum að færa fjöllin inn í fundarherbergið. Og að þora að hugsa um það ómögulega því að já: Það má gera svo margt og við þurfum ekki alltaf að gera hlutina eins og þeir hafa alltaf verið gerðir. „Má það? var meira að segja spurningin sem ég fékk oft fyrst þegar ég sagði frá tjaldútilegunum,“ segir Hafdís síðar í samtalinu. Og vísar þar til þess að í 53 mánuði í röð hefur hún farið í tjaldútilegu í að minnsta kosti eina nótt. Meira að segja nýkomin heim úr einni útilegu á Svalbarða. En við skulum heyra meira um ævintýri Hafdísar, sem sjálf segist hafa verið sófakartafla fyrir nokkrum árum síðan. Og læra aðeins um það, hvernig Hafdís hefur nýtt sér fyrri áföll og reynsluna af útivist til að nýta orkuna enn betur úr náttúrunni þannig að meira að segja fjöllin mæta í fundarherbergið. Við þurfum ekkert öll að fara alla leið til Balí til að finna okkur sjálf eða innri styrkinn okkar. Ég fer í útilegu á föstudegi og er komin heim um hádegi á laugardegi. Þetta þarf ekkert að vera flókið.“ Hafdís leggur áherslu á það með sínum viðskiptavinum að hlutirnir séu gerðir einfaldir og skemmtilegir. Nóg sé af ruglinu alls staðar. Að sama skapi segir hún mánaðarlegu útilegurnar sínar ekkert flóknar: Þær séu oft ein nótt og það þurfi ekkert endilega að fara langt. Fjöllin og fundarherbergið Það er ekkert að undra þótt Hafdís sæki orku til náttúrunnar því lungað af æskunni ólst hún upp á Siglufirði. Með hafið og fjöllin allt um kring. Og þótt hún hafi svo sem ekki mikið verið að spá í það sem barn eða ung kona, telur hún eftir á að það að fá orku úr náttúrunni hafi alla tíð verið partur af henni. Margir kannast svo sem við þessa tilfinningu: Að upplifa það einhvern veginn eins og náttúran gefi okkur orku. Jafnvel innblástur. Eða kraft. Enda talar Hafdís oft um styrkinn sem náttúran gefur henni. „Þú þarft samt ekkert að fara neitt langt. Aðalmálið er að fara út. Það er hægt að fara upp í Heiðmörk en það er líka hægt að fara út í garð. Að finna styrkinn úr náttúrunni gefst líka með því að átta okkur á því hvað við erum að upplifa þegar við förum út og hvaðan við fáum styrkinn“ segir Hafdís og bætir við: „Hjá mér er það til dæmis vindurinn sem gefur mér mjög mikið; það ósýnilega afl sem hann er.“ Til viðbótar nefnir Hafdís hvernig það að vera markviss í að fara út í náttúruna og upplifa orkuna og styrkinn sem náttúran gefur, kenni okkur líka að upplifa mismunandi árstíðir og hvernig hver árstíð getur verið að gefa okkur eitthvað. En hvað kemur þetta vinnunni okkar við? Jú, það er nefnilega svona sem Hafdís nýtir orkuna úr náttúrunni til að núllstilla sig og átta sig betur á sínum eigin styrkleikum. „Útivistin hefur líka kennt mér það að hugsa betur í lausnum. Því ef þú ferð í útilegu og fattar þegar þú ert komin á staðinn að þú hefur gleymt einhverju, þá verður þú einfaldlega að leysa úr því einhvern veginn.“ Að sama skapi segir Hafdís að í ráðgjafaverkefnunum sínum nýti hún það að tala um hvernig við getum myndrænt fært fjöllin og náttúruna inn í fundarherbergið til að hjálpa okkur að núllstilla okkur. „Það er svo mikilvægt að núllstilla okkur og spyrja síðan spurninga eins og: Hvert erum við að fara? Hvers vegna viljum við fara þangað og hvaðan erum við að koma? Því það að núllstilla okkur ekki býður þeirri hættu heim að við séum ekki að staldra við og svara spurningunum sem þurfa að vera með skýr svör,“ segir Hafdís og bætir við: „Þetta á ekki síst við stjórnendur sem eru svo önnum kafnir í vinnu að þeir varla hafa tíma til að hugsa.“ Hafdís upplifði sitt aha móment þegar hún vann í óheilbrigðu vinnuumhverfi og var hætt að hafa nokkra trú á sjálfri sér. Að núllstilla sig er nauðsynlegt og það segir Hafdís gott að gera með því að fara út; upplifa vindinn, kuldann, fara á fjöll eða út í garð, upplifa mismunandi árstíðir og svo framvegis: Að staldra við.Vísir/Vilhelm Mómentið sem breytti öllu Hafdís er viðskiptafræðingur að mennt með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM). Verkefnin sem hún hefur unnið að eru mörg hver mjög flott. Sem dæmi má nefna aðgerðaráætlun Ferðamálstefnu Íslands 2030, uppbyggingaráætlun Sjómannadagsráðs, Hrafnistu og DAS íbúða til 2040. „Ég hef líka mikið unnið að atvinnustefnum sveitarfélaga, uppbyggingu á heilbrigðri vinnustaðamenningu, til dæmis með Menningar- og Íþróttasviði Reykjavíkurborgar og tryggja yfirsýn og skilvirk samskipti innan teyma með skrifstofu fjármála og rekstrar hjá Dómsmálaráðuneytinu,“ nefnir Hafdís sem dæmi. Öll þessi verkefni eiga þó eitt sameiginlegt: Oft er verið að vinna að einhverju sem ekki hefur verið gert áður. Og verkefnin því dæmi um að fara ótroðnar slóðir. Sem aftur leiðir okkur þá að því hvernig Hafdís nýtir sér náttúruna til að sækja sinn innri styrk. „Mitt aha móment var árið 2019. Þá var ég að vinna í mjög óheilbrigðu vinnuumhverfi og orðin frekar brotin, með litla sem enga trú á sjálfri mér.“ Hafdís lýsir sér sem dæmigerðri sófakartöflu á þessum tíma. Sem vissi ekkert um göngur. Hvað þá að hún ætti búnað fyrir tjaldútilegur allan ársins hring. „En í göngu upp á Vífilsfelli og nokkuð langa göngutúra á Úlfarsfelli áttaði ég mig allt í einu á því hvað ég gæti miklu meira en ég hefði sjálf trú á. Ég náði einhvern veginn að núllstilla mig og finna minn eigin innri styrk,“ segir Hafdís. Sem í kjölfarið sagði upp starfinu og stofnaði RATA ekkert of löngu síðar; Ráðgjafafyrirtæki sem hún á og rekur með Svövu Björk Ólafsdóttur, sérfræðing í nýsköpun. „Ég myndi alveg segja að RATA hafi svolítið orðið til í kjölfar þess að ég vann út úr því áfalli sem ég varð fyrir í vinnunni. Að sumu leyti þó líka Covid því þá var ég þegar farin að stunda mánaðarlegar tjaldútilegur. Meira að segja eina með dóttur mína úti í garði þegar hún var í einangrun því við máttum ekki fara neitt,“ segir Hafdís og skellihlær. Árið 2019 var Hafdís dæmigerð sófakartafla að eigin sögn og vissi ekkert um útivist. En nú er hún búin að átta sig á því hversu megnug hún er en Hafdís segir útivist byggja á sömu elementum og nauðsynleg eru í rekstri: Þú þarft að treysta á sjálfan þig og teymið til að ná árangri og leysa úr málum. „Þetta get ég“ Eitt af því sem Hafdís segist alltaf nota sem rauðan þráð í sinni vinnu er að leggja áherslu á að unnið sé að málum þannig að þau séu skemmtileg og einföld. „Enda nógu mikið af rugli í gangi alls staðar.“ Vissulega geri hún ekki ráð fyrir að fólk sem hún vinni með, fari allt í einu að stunda mánaðarlegar tjaldútilegur alla daga ársins, en svo sannarlega nýti hún sér það í ráðgjafastarfinu að tala út frá því hvernig það að fara út og upplifa náttúruna og orkuna sem hún færi okkur, geti hjálpað okkur sem verkfæri til að núllstilla okkur og svara síðan þessum mikilvægu spurningum: Hvert er ég að fara? Og hvers vegna er ég að fara þangað? „Ég lærði hugleiðslu hjá góðri vinkonu og fór þá sjálf að ímynda mér fjöllin inn í fundarherbergi. Þessa sögu nota ég síðan oft til að hjálpa fólki að staldra aðeins við. Því í dag gerist allt svo hratt að við erum oft ekki með yfirsýn yfir það í raun hvaðan við erum að koma og hvert við erum að fara,“ segir Hafdís og bætir við: „Ég viðurkenni alveg að ég hef líka gaman af því að ögra því venjulega og vinna í einhverju sem ekki hefur verið gert áður. En þá segi ég líka oft frá fjallasögunum mínum því ævintýrin mín geta líka nýst vel við það að opna huga fólks: Það er svo gott fyrir okkur að átta okkur á því hvað við erum í rauninni sterk.“ Sem dæmi nefnir Hafdís. „Ég hafði til dæmis enga fjallgöngureynslu en þegar ég var rétt byrjuð stakk vinkona mín upp á því að við myndum ganga Hvanndalshnjúk. Sem ég sagðist svo sannarlega vera til í að gera,“ segir Hafdís og skellihlær. „Maðurinn minn spurði mig síðan hvort ég vissi eitthvað hvað ég væri að fara að gera. Sem ég svo sannarlega vissi ekki því ég gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því að Hvanndalshnjúkur væri hæsti tindur Íslands,“ segir Hafdís og enn er mikið hlegið. En upp á Hvanndalshnjúk gekk hún og síðar þveraði hún Vatnajökul í hópi sem Vilborg Anna leiddi. Þannig að í þessum fjallgöngum hef ég oft upplifað: Þetta get ég. Alveg eins og var þegar ég gekk upp á Vífilfell og fann þetta svo sterkt í fyrsta sinn. Þá kom svona móment þar sem ég ekki aðeins hugsaði: Þetta get ég, heldur líka: Fyrst ég get þetta, get ég líka staðið með sjálfri mér.“ Sem aftur leiddi til þess að Hafdís sagði upp starfi sínu og fór sjálf í rekstur. Hafdís segir amstrið svo mikið að oft nái fólk ekki að hugsa hvert það sé að fara eða afhverju það sé að fara þangað. Þetta eigi ekki síst við stjórnendur sem varla hafa tíma til að hugsa. Hafdís núllstillir sig í útilegunum sínum, nú síðast á Svalbarða þar sem þessar myndir voru teknar. Hið ófyrirséða Hafdís segir ævintýrin sem við getum skapað okkur sjálfum vera góða leið til að færa okkur út fyrir þægindarammann og efla okkur í styrkleikanum. Ekki síst því að átta okkur á því hvers megnug við erum. „Auðvitað hef ég alveg líka upplifað það að fara ein í útilegu yfir nótt og orðið alveg dauðhrædd. En síðan vaknað morguninn eftir og áttað mig á því að ég hafði ekkert að hræðast því það var ekkert í umhverfinu sem mér stafaði ógn af,“ segir Hafdís og bætir við: „En ég hef þá líka lært af því og margt annað lærir maður líka í útivistinni sem nýtist manni vel í vinnu og daglegu lífi. Til dæmis það að leysa úr málum og verða enn betri í að vera lausnamiðaður.“ Hafdís tekur skemmtileg dæmi: „Ef þú ferð í útilegu getur ýmislegt gerst. Þú getur til dæmis lent í því að gleyma einhverju og þá er ekkert við því að gera annað en að leysa úr því einhvern veginn. Um daginn lenti ég líka í því að vera komin á Svalbarða í útilegu og pissa þá á snjógallann minn og báðar hendurnar líka,“ segir Hafdís og skellihlær. „En hvað á maður þá annað að gera en að redda sér!“ Og hvert er samhengið í þessu og vinnunni okkar: „Ég hef ekki heyrt um neitt verkefni né vinnu þar sem allt gengur það snurðulaust upp að hið ófyrirséða komi ekki upp líka,“ segir Hafdís og eflaust fáir sem mögulega gætu mótmælt þeirri staðhæfingu. „Þannig að með því að færa fjöllin inn í fundarherbergið er ég líka að hjálpa viðskiptavinunum mínum að vera með hreinan haus. Að staldra við. Að núllstilla sig. Fá fjallaorkuna í sig og vinna síðan þaðan áfram,“ segir Hafdís og bætir við: Þetta eru í rauninni sömu elementin í rekstri og í útivistinni. Við þurfum að treysta á okkur sjálf og treysta á teymið. Þess vegna er líka svo mikilvægt að finna styrkleikana okkar, því þannig erum við betri í því að móta okkur skýra sýn og finna lausnir á málum.“ Eiginmaður Hafdísar er Bjarni Eyfjörð Friðriksson en dæturnar þeirra heita Agla (f.2016) og Elísa (f.2012). Þótt enginn myndi velta fyrir sér stöðunni heima fyrir ef Hafdís ynni reglulega á næturvakt hefur hún oft verið spurð að því hvað sé þá með börnin eða eiginmanninn þegar hún fer útilegurnar sínar. Sem oftast eru án þeirra þó stundum komi þau auðvitað með. Góðu ráðin og ævintýrin Hafdís segir tengslamyndun úti í náttúrunni alveg frábæra og jafnvel hvergi betri. Stundum taki hún því upp á því að funda með viðskiptavinum sínum úti. Til dæmis á göngu eða í heita pottinum. Hafdís vitnar líka í gönguhópinn Fjallabandalagið sem hún er í og hefur mörg viðskiptatengslin myndað. „Ævintýri þurfa ekki alltaf að vera mjög stór. Þau geta meira að segja verið ör-ævintýri,“ segir Hafdís og bætir við: „Í fyrstu tók það mig líka um þrjár klukkustundir að pakka fyrir hverja útilegu. Núna myndi ég segja að það taki mig svona tólf mínútur.“ Það sem Hafdís passi þó upp á er að bóka allar útilegurnar snemma í dagatalið. „Ég passa mig alltaf á að taka frá tíma fyrir útilegurnar áður en aðrir fara að taka minn tíma. Ef það kemur síðan eitthvað upp, þá vinn ég í kringum það. Get til dæmis ekki mætt á viðburð ef hann hittir á sama tíma eða læt vita að ég fari snemma vegna þess að ég sé að fara í útilegu.“ Því hvað sem gengur á, er útilegan heilög. „Margir spurðu mig fyrst spurninga eins og: Hvað með börnin þín? Eða hvað með manninn þinn?“ segir Hafdís og skellihlær. Enda gift og tveggja dætra móðir. Sem enginn myndi þó spyrja svona spurninga ef til dæmis vinnan kallaði á að hún þyrfti að vera á næturvakt eða í fjarvinnu yfir eina nótt mánaðarlega. En ferðu þá í útilegu sama hvernig viðrar, með lítið tjald í poka, prímus og svo framvegis? „Já,“ svarar Hafdís að bragði og bætir við: „En ég er ekkert endilega alltaf að elda eitthvað á prímus. Oft gríp ég bara eitthvað með mér. Til dæmis sushi og borða það.“ Því já; Boðskapurinn er líka…. Höfum þetta einfalt og skemmtilegt. „En þetta er alltaf upplifun. Að upplifa lyktina af sushi í útilegu. Eða norðurljósin. Eða stjörnurnar. Hvort sem ég er ein eða með vinkonum eða öðrum. Hver útilega er viss áskorun og með því að upplifa áskorun finnum við oft styrkinn okkar.“ Að finna styrkinn okkar gefur okkur síðan getuna til að gera svo margt. „Við lærum betur hvað við viljum. Sjálfsímyndin okkar styrkist því við lærum að við getum þetta. Við lærum líka betur að þora að gera eitthvað og svo framvegis,“ segir Hafdís en bætir síðan við. „Nú hef ég gert þetta í fjögur ár og fimm mánuði og ætla ekki að fara að segja að hver einasta útilega sé að færa mér einhverja upplifun sem í hvert sinn breytir lífi mínu. En svo sannarlega gerði gangan það á Vífilfell á sínum tíma og ég hef því haldið áfram að rækta sjálfan mig með því að gera þetta svona,“ segir Hafdís og bætir við: „Og má það? Já, það má. Ég má alveg gera þetta eins og ég vill. Það er enginn til að banna mér það. Sama getur átt við fleiri sem ná að núllstilla sig og ná hausnum sem getur verið fastur í amstrinu eða jafnvel á botninum í þvottakörfunni. Þetta má og algjör óþarfi fyrir fólk að plana tveggja vikna heimsreisu til að finna innri frið. Því það þarf ekkert að vera svo flókið.“ Hafdís segir að til þess að þora að gera hlutina öðruvísi þurfi samt mögulega að læra fyrst að staldra aðeins við. Hvernig á til dæmis stjórnandi að geta séð fyrir sér framtíðina ef hann fær aldrei rými til að hugsa til framtíðar og velta fyrir sér hverju þarf að breyta eða hvað þarf að gera til að komast þangað? spyr Hafdís.Vísir/Vilhelm „Ég hafði það markmið í fyrstu að mæta að minnsta kosti á bílastæðið. Því ef ég þó mætti á bílastæðið endaði það auðvitað með því að ég dreif mig út úr bílnum og fór í gönguna. Fyrsta skrefið í öllu sem við gerum er hins vegar að trúa því að við getum gert hlutina. Og oft hefst það með því einfaldlega að fara út, finna út úr því hvað veitir okkur styrk: Sjórinn, fjöllin, vindurinn, fjöruferðin, að labba í kringum vatn eða hvað sem er,“ segir Hafdís. Hafdís segir útivistina hjálpa sér mikið í því starfi að fá fólk út fyrir boxið. „Það þarf oft að hjálpa fólki út fyrir boxið og í það að þora að gera hlutina öðruvísi. En við lærum kannski að þora meira ef við byrjum á því að staldra aðeins við fyrst. Hvernig á til dæmis stjórnandi að geta séð fyrir sér framtíðina ef hann fær aldrei rými til að hugsa til framtíðar og velta fyrir sér hverju þarf að breyta eða hvað þarf að gera til að komast þangað? Starfsframi Vinnustaðamenning Geðheilbrigði Tengdar fréttir 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ „Ég var lengi á biðlista að fá að bera út Moggann og fékk það starf loksins tólf ára,“ segir Hrafnhildur Jónsdóttir, betur þekkt sem Krumma. Að minnsta kosti af Frökkunum því í Frakklandi hefur hún búið í þrjátíu ár. 24. febrúar 2025 07:04 Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ „Það hafa margir haldið að við værum frá verðlagseftirliti ASÍ!“ segja hjónin Ingi Torfi Sverrisson og Linda Rakel Jónsdóttir, stofnendur LifeTrack og skella upp úr. Enda oft hlegið í samtalinu við þau, þótt líka kveði á alvarlegri undirtón. 12. febrúar 2025 07:00 „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ „Þegar ég var í háskólanum keypti ég IBM fartölvu sem var risastór kassi og sambærileg að þyngd og saumavél. Þessi tölva var með pínulitlum innbyggðum skjá en fram að þessu hafði ég átt tölvu sem ég tengdi við sjónvarpið því það voru ekki tölvuskjáir,“ segir Þór Hauksson og hlær. 3. febrúar 2025 07:00 „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ „Þú verður mjög háður flugbransanum og það er mjög erfitt að aftengja sig honum. Rétt eins og gildir reyndar um fjölmiðla,“ segir Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play. 20. janúar 2025 07:02 Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Ég borðaði í raun allt sem ég komst í. Sem var ekkert endilega auðvelt fyrir einstæða móður. Að vera með svona holdanaut á heimilinu,“ segir Júlían J.K. Jóhannsson, heimsmeistari í kraftlyftingum og fasteignasali. 16. desember 2024 07:01 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira
Sem meðal annars hjálpar fyrirtækjum að færa fjöllin inn í fundarherbergið. Og að þora að hugsa um það ómögulega því að já: Það má gera svo margt og við þurfum ekki alltaf að gera hlutina eins og þeir hafa alltaf verið gerðir. „Má það? var meira að segja spurningin sem ég fékk oft fyrst þegar ég sagði frá tjaldútilegunum,“ segir Hafdís síðar í samtalinu. Og vísar þar til þess að í 53 mánuði í röð hefur hún farið í tjaldútilegu í að minnsta kosti eina nótt. Meira að segja nýkomin heim úr einni útilegu á Svalbarða. En við skulum heyra meira um ævintýri Hafdísar, sem sjálf segist hafa verið sófakartafla fyrir nokkrum árum síðan. Og læra aðeins um það, hvernig Hafdís hefur nýtt sér fyrri áföll og reynsluna af útivist til að nýta orkuna enn betur úr náttúrunni þannig að meira að segja fjöllin mæta í fundarherbergið. Við þurfum ekkert öll að fara alla leið til Balí til að finna okkur sjálf eða innri styrkinn okkar. Ég fer í útilegu á föstudegi og er komin heim um hádegi á laugardegi. Þetta þarf ekkert að vera flókið.“ Hafdís leggur áherslu á það með sínum viðskiptavinum að hlutirnir séu gerðir einfaldir og skemmtilegir. Nóg sé af ruglinu alls staðar. Að sama skapi segir hún mánaðarlegu útilegurnar sínar ekkert flóknar: Þær séu oft ein nótt og það þurfi ekkert endilega að fara langt. Fjöllin og fundarherbergið Það er ekkert að undra þótt Hafdís sæki orku til náttúrunnar því lungað af æskunni ólst hún upp á Siglufirði. Með hafið og fjöllin allt um kring. Og þótt hún hafi svo sem ekki mikið verið að spá í það sem barn eða ung kona, telur hún eftir á að það að fá orku úr náttúrunni hafi alla tíð verið partur af henni. Margir kannast svo sem við þessa tilfinningu: Að upplifa það einhvern veginn eins og náttúran gefi okkur orku. Jafnvel innblástur. Eða kraft. Enda talar Hafdís oft um styrkinn sem náttúran gefur henni. „Þú þarft samt ekkert að fara neitt langt. Aðalmálið er að fara út. Það er hægt að fara upp í Heiðmörk en það er líka hægt að fara út í garð. Að finna styrkinn úr náttúrunni gefst líka með því að átta okkur á því hvað við erum að upplifa þegar við förum út og hvaðan við fáum styrkinn“ segir Hafdís og bætir við: „Hjá mér er það til dæmis vindurinn sem gefur mér mjög mikið; það ósýnilega afl sem hann er.“ Til viðbótar nefnir Hafdís hvernig það að vera markviss í að fara út í náttúruna og upplifa orkuna og styrkinn sem náttúran gefur, kenni okkur líka að upplifa mismunandi árstíðir og hvernig hver árstíð getur verið að gefa okkur eitthvað. En hvað kemur þetta vinnunni okkar við? Jú, það er nefnilega svona sem Hafdís nýtir orkuna úr náttúrunni til að núllstilla sig og átta sig betur á sínum eigin styrkleikum. „Útivistin hefur líka kennt mér það að hugsa betur í lausnum. Því ef þú ferð í útilegu og fattar þegar þú ert komin á staðinn að þú hefur gleymt einhverju, þá verður þú einfaldlega að leysa úr því einhvern veginn.“ Að sama skapi segir Hafdís að í ráðgjafaverkefnunum sínum nýti hún það að tala um hvernig við getum myndrænt fært fjöllin og náttúruna inn í fundarherbergið til að hjálpa okkur að núllstilla okkur. „Það er svo mikilvægt að núllstilla okkur og spyrja síðan spurninga eins og: Hvert erum við að fara? Hvers vegna viljum við fara þangað og hvaðan erum við að koma? Því það að núllstilla okkur ekki býður þeirri hættu heim að við séum ekki að staldra við og svara spurningunum sem þurfa að vera með skýr svör,“ segir Hafdís og bætir við: „Þetta á ekki síst við stjórnendur sem eru svo önnum kafnir í vinnu að þeir varla hafa tíma til að hugsa.“ Hafdís upplifði sitt aha móment þegar hún vann í óheilbrigðu vinnuumhverfi og var hætt að hafa nokkra trú á sjálfri sér. Að núllstilla sig er nauðsynlegt og það segir Hafdís gott að gera með því að fara út; upplifa vindinn, kuldann, fara á fjöll eða út í garð, upplifa mismunandi árstíðir og svo framvegis: Að staldra við.Vísir/Vilhelm Mómentið sem breytti öllu Hafdís er viðskiptafræðingur að mennt með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM). Verkefnin sem hún hefur unnið að eru mörg hver mjög flott. Sem dæmi má nefna aðgerðaráætlun Ferðamálstefnu Íslands 2030, uppbyggingaráætlun Sjómannadagsráðs, Hrafnistu og DAS íbúða til 2040. „Ég hef líka mikið unnið að atvinnustefnum sveitarfélaga, uppbyggingu á heilbrigðri vinnustaðamenningu, til dæmis með Menningar- og Íþróttasviði Reykjavíkurborgar og tryggja yfirsýn og skilvirk samskipti innan teyma með skrifstofu fjármála og rekstrar hjá Dómsmálaráðuneytinu,“ nefnir Hafdís sem dæmi. Öll þessi verkefni eiga þó eitt sameiginlegt: Oft er verið að vinna að einhverju sem ekki hefur verið gert áður. Og verkefnin því dæmi um að fara ótroðnar slóðir. Sem aftur leiðir okkur þá að því hvernig Hafdís nýtir sér náttúruna til að sækja sinn innri styrk. „Mitt aha móment var árið 2019. Þá var ég að vinna í mjög óheilbrigðu vinnuumhverfi og orðin frekar brotin, með litla sem enga trú á sjálfri mér.“ Hafdís lýsir sér sem dæmigerðri sófakartöflu á þessum tíma. Sem vissi ekkert um göngur. Hvað þá að hún ætti búnað fyrir tjaldútilegur allan ársins hring. „En í göngu upp á Vífilsfelli og nokkuð langa göngutúra á Úlfarsfelli áttaði ég mig allt í einu á því hvað ég gæti miklu meira en ég hefði sjálf trú á. Ég náði einhvern veginn að núllstilla mig og finna minn eigin innri styrk,“ segir Hafdís. Sem í kjölfarið sagði upp starfinu og stofnaði RATA ekkert of löngu síðar; Ráðgjafafyrirtæki sem hún á og rekur með Svövu Björk Ólafsdóttur, sérfræðing í nýsköpun. „Ég myndi alveg segja að RATA hafi svolítið orðið til í kjölfar þess að ég vann út úr því áfalli sem ég varð fyrir í vinnunni. Að sumu leyti þó líka Covid því þá var ég þegar farin að stunda mánaðarlegar tjaldútilegur. Meira að segja eina með dóttur mína úti í garði þegar hún var í einangrun því við máttum ekki fara neitt,“ segir Hafdís og skellihlær. Árið 2019 var Hafdís dæmigerð sófakartafla að eigin sögn og vissi ekkert um útivist. En nú er hún búin að átta sig á því hversu megnug hún er en Hafdís segir útivist byggja á sömu elementum og nauðsynleg eru í rekstri: Þú þarft að treysta á sjálfan þig og teymið til að ná árangri og leysa úr málum. „Þetta get ég“ Eitt af því sem Hafdís segist alltaf nota sem rauðan þráð í sinni vinnu er að leggja áherslu á að unnið sé að málum þannig að þau séu skemmtileg og einföld. „Enda nógu mikið af rugli í gangi alls staðar.“ Vissulega geri hún ekki ráð fyrir að fólk sem hún vinni með, fari allt í einu að stunda mánaðarlegar tjaldútilegur alla daga ársins, en svo sannarlega nýti hún sér það í ráðgjafastarfinu að tala út frá því hvernig það að fara út og upplifa náttúruna og orkuna sem hún færi okkur, geti hjálpað okkur sem verkfæri til að núllstilla okkur og svara síðan þessum mikilvægu spurningum: Hvert er ég að fara? Og hvers vegna er ég að fara þangað? „Ég lærði hugleiðslu hjá góðri vinkonu og fór þá sjálf að ímynda mér fjöllin inn í fundarherbergi. Þessa sögu nota ég síðan oft til að hjálpa fólki að staldra aðeins við. Því í dag gerist allt svo hratt að við erum oft ekki með yfirsýn yfir það í raun hvaðan við erum að koma og hvert við erum að fara,“ segir Hafdís og bætir við: „Ég viðurkenni alveg að ég hef líka gaman af því að ögra því venjulega og vinna í einhverju sem ekki hefur verið gert áður. En þá segi ég líka oft frá fjallasögunum mínum því ævintýrin mín geta líka nýst vel við það að opna huga fólks: Það er svo gott fyrir okkur að átta okkur á því hvað við erum í rauninni sterk.“ Sem dæmi nefnir Hafdís. „Ég hafði til dæmis enga fjallgöngureynslu en þegar ég var rétt byrjuð stakk vinkona mín upp á því að við myndum ganga Hvanndalshnjúk. Sem ég sagðist svo sannarlega vera til í að gera,“ segir Hafdís og skellihlær. „Maðurinn minn spurði mig síðan hvort ég vissi eitthvað hvað ég væri að fara að gera. Sem ég svo sannarlega vissi ekki því ég gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því að Hvanndalshnjúkur væri hæsti tindur Íslands,“ segir Hafdís og enn er mikið hlegið. En upp á Hvanndalshnjúk gekk hún og síðar þveraði hún Vatnajökul í hópi sem Vilborg Anna leiddi. Þannig að í þessum fjallgöngum hef ég oft upplifað: Þetta get ég. Alveg eins og var þegar ég gekk upp á Vífilfell og fann þetta svo sterkt í fyrsta sinn. Þá kom svona móment þar sem ég ekki aðeins hugsaði: Þetta get ég, heldur líka: Fyrst ég get þetta, get ég líka staðið með sjálfri mér.“ Sem aftur leiddi til þess að Hafdís sagði upp starfi sínu og fór sjálf í rekstur. Hafdís segir amstrið svo mikið að oft nái fólk ekki að hugsa hvert það sé að fara eða afhverju það sé að fara þangað. Þetta eigi ekki síst við stjórnendur sem varla hafa tíma til að hugsa. Hafdís núllstillir sig í útilegunum sínum, nú síðast á Svalbarða þar sem þessar myndir voru teknar. Hið ófyrirséða Hafdís segir ævintýrin sem við getum skapað okkur sjálfum vera góða leið til að færa okkur út fyrir þægindarammann og efla okkur í styrkleikanum. Ekki síst því að átta okkur á því hvers megnug við erum. „Auðvitað hef ég alveg líka upplifað það að fara ein í útilegu yfir nótt og orðið alveg dauðhrædd. En síðan vaknað morguninn eftir og áttað mig á því að ég hafði ekkert að hræðast því það var ekkert í umhverfinu sem mér stafaði ógn af,“ segir Hafdís og bætir við: „En ég hef þá líka lært af því og margt annað lærir maður líka í útivistinni sem nýtist manni vel í vinnu og daglegu lífi. Til dæmis það að leysa úr málum og verða enn betri í að vera lausnamiðaður.“ Hafdís tekur skemmtileg dæmi: „Ef þú ferð í útilegu getur ýmislegt gerst. Þú getur til dæmis lent í því að gleyma einhverju og þá er ekkert við því að gera annað en að leysa úr því einhvern veginn. Um daginn lenti ég líka í því að vera komin á Svalbarða í útilegu og pissa þá á snjógallann minn og báðar hendurnar líka,“ segir Hafdís og skellihlær. „En hvað á maður þá annað að gera en að redda sér!“ Og hvert er samhengið í þessu og vinnunni okkar: „Ég hef ekki heyrt um neitt verkefni né vinnu þar sem allt gengur það snurðulaust upp að hið ófyrirséða komi ekki upp líka,“ segir Hafdís og eflaust fáir sem mögulega gætu mótmælt þeirri staðhæfingu. „Þannig að með því að færa fjöllin inn í fundarherbergið er ég líka að hjálpa viðskiptavinunum mínum að vera með hreinan haus. Að staldra við. Að núllstilla sig. Fá fjallaorkuna í sig og vinna síðan þaðan áfram,“ segir Hafdís og bætir við: Þetta eru í rauninni sömu elementin í rekstri og í útivistinni. Við þurfum að treysta á okkur sjálf og treysta á teymið. Þess vegna er líka svo mikilvægt að finna styrkleikana okkar, því þannig erum við betri í því að móta okkur skýra sýn og finna lausnir á málum.“ Eiginmaður Hafdísar er Bjarni Eyfjörð Friðriksson en dæturnar þeirra heita Agla (f.2016) og Elísa (f.2012). Þótt enginn myndi velta fyrir sér stöðunni heima fyrir ef Hafdís ynni reglulega á næturvakt hefur hún oft verið spurð að því hvað sé þá með börnin eða eiginmanninn þegar hún fer útilegurnar sínar. Sem oftast eru án þeirra þó stundum komi þau auðvitað með. Góðu ráðin og ævintýrin Hafdís segir tengslamyndun úti í náttúrunni alveg frábæra og jafnvel hvergi betri. Stundum taki hún því upp á því að funda með viðskiptavinum sínum úti. Til dæmis á göngu eða í heita pottinum. Hafdís vitnar líka í gönguhópinn Fjallabandalagið sem hún er í og hefur mörg viðskiptatengslin myndað. „Ævintýri þurfa ekki alltaf að vera mjög stór. Þau geta meira að segja verið ör-ævintýri,“ segir Hafdís og bætir við: „Í fyrstu tók það mig líka um þrjár klukkustundir að pakka fyrir hverja útilegu. Núna myndi ég segja að það taki mig svona tólf mínútur.“ Það sem Hafdís passi þó upp á er að bóka allar útilegurnar snemma í dagatalið. „Ég passa mig alltaf á að taka frá tíma fyrir útilegurnar áður en aðrir fara að taka minn tíma. Ef það kemur síðan eitthvað upp, þá vinn ég í kringum það. Get til dæmis ekki mætt á viðburð ef hann hittir á sama tíma eða læt vita að ég fari snemma vegna þess að ég sé að fara í útilegu.“ Því hvað sem gengur á, er útilegan heilög. „Margir spurðu mig fyrst spurninga eins og: Hvað með börnin þín? Eða hvað með manninn þinn?“ segir Hafdís og skellihlær. Enda gift og tveggja dætra móðir. Sem enginn myndi þó spyrja svona spurninga ef til dæmis vinnan kallaði á að hún þyrfti að vera á næturvakt eða í fjarvinnu yfir eina nótt mánaðarlega. En ferðu þá í útilegu sama hvernig viðrar, með lítið tjald í poka, prímus og svo framvegis? „Já,“ svarar Hafdís að bragði og bætir við: „En ég er ekkert endilega alltaf að elda eitthvað á prímus. Oft gríp ég bara eitthvað með mér. Til dæmis sushi og borða það.“ Því já; Boðskapurinn er líka…. Höfum þetta einfalt og skemmtilegt. „En þetta er alltaf upplifun. Að upplifa lyktina af sushi í útilegu. Eða norðurljósin. Eða stjörnurnar. Hvort sem ég er ein eða með vinkonum eða öðrum. Hver útilega er viss áskorun og með því að upplifa áskorun finnum við oft styrkinn okkar.“ Að finna styrkinn okkar gefur okkur síðan getuna til að gera svo margt. „Við lærum betur hvað við viljum. Sjálfsímyndin okkar styrkist því við lærum að við getum þetta. Við lærum líka betur að þora að gera eitthvað og svo framvegis,“ segir Hafdís en bætir síðan við. „Nú hef ég gert þetta í fjögur ár og fimm mánuði og ætla ekki að fara að segja að hver einasta útilega sé að færa mér einhverja upplifun sem í hvert sinn breytir lífi mínu. En svo sannarlega gerði gangan það á Vífilfell á sínum tíma og ég hef því haldið áfram að rækta sjálfan mig með því að gera þetta svona,“ segir Hafdís og bætir við: „Og má það? Já, það má. Ég má alveg gera þetta eins og ég vill. Það er enginn til að banna mér það. Sama getur átt við fleiri sem ná að núllstilla sig og ná hausnum sem getur verið fastur í amstrinu eða jafnvel á botninum í þvottakörfunni. Þetta má og algjör óþarfi fyrir fólk að plana tveggja vikna heimsreisu til að finna innri frið. Því það þarf ekkert að vera svo flókið.“ Hafdís segir að til þess að þora að gera hlutina öðruvísi þurfi samt mögulega að læra fyrst að staldra aðeins við. Hvernig á til dæmis stjórnandi að geta séð fyrir sér framtíðina ef hann fær aldrei rými til að hugsa til framtíðar og velta fyrir sér hverju þarf að breyta eða hvað þarf að gera til að komast þangað? spyr Hafdís.Vísir/Vilhelm „Ég hafði það markmið í fyrstu að mæta að minnsta kosti á bílastæðið. Því ef ég þó mætti á bílastæðið endaði það auðvitað með því að ég dreif mig út úr bílnum og fór í gönguna. Fyrsta skrefið í öllu sem við gerum er hins vegar að trúa því að við getum gert hlutina. Og oft hefst það með því einfaldlega að fara út, finna út úr því hvað veitir okkur styrk: Sjórinn, fjöllin, vindurinn, fjöruferðin, að labba í kringum vatn eða hvað sem er,“ segir Hafdís. Hafdís segir útivistina hjálpa sér mikið í því starfi að fá fólk út fyrir boxið. „Það þarf oft að hjálpa fólki út fyrir boxið og í það að þora að gera hlutina öðruvísi. En við lærum kannski að þora meira ef við byrjum á því að staldra aðeins við fyrst. Hvernig á til dæmis stjórnandi að geta séð fyrir sér framtíðina ef hann fær aldrei rými til að hugsa til framtíðar og velta fyrir sér hverju þarf að breyta eða hvað þarf að gera til að komast þangað?
Starfsframi Vinnustaðamenning Geðheilbrigði Tengdar fréttir 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ „Ég var lengi á biðlista að fá að bera út Moggann og fékk það starf loksins tólf ára,“ segir Hrafnhildur Jónsdóttir, betur þekkt sem Krumma. Að minnsta kosti af Frökkunum því í Frakklandi hefur hún búið í þrjátíu ár. 24. febrúar 2025 07:04 Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ „Það hafa margir haldið að við værum frá verðlagseftirliti ASÍ!“ segja hjónin Ingi Torfi Sverrisson og Linda Rakel Jónsdóttir, stofnendur LifeTrack og skella upp úr. Enda oft hlegið í samtalinu við þau, þótt líka kveði á alvarlegri undirtón. 12. febrúar 2025 07:00 „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ „Þegar ég var í háskólanum keypti ég IBM fartölvu sem var risastór kassi og sambærileg að þyngd og saumavél. Þessi tölva var með pínulitlum innbyggðum skjá en fram að þessu hafði ég átt tölvu sem ég tengdi við sjónvarpið því það voru ekki tölvuskjáir,“ segir Þór Hauksson og hlær. 3. febrúar 2025 07:00 „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ „Þú verður mjög háður flugbransanum og það er mjög erfitt að aftengja sig honum. Rétt eins og gildir reyndar um fjölmiðla,“ segir Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play. 20. janúar 2025 07:02 Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Ég borðaði í raun allt sem ég komst í. Sem var ekkert endilega auðvelt fyrir einstæða móður. Að vera með svona holdanaut á heimilinu,“ segir Júlían J.K. Jóhannsson, heimsmeistari í kraftlyftingum og fasteignasali. 16. desember 2024 07:01 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira
30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ „Ég var lengi á biðlista að fá að bera út Moggann og fékk það starf loksins tólf ára,“ segir Hrafnhildur Jónsdóttir, betur þekkt sem Krumma. Að minnsta kosti af Frökkunum því í Frakklandi hefur hún búið í þrjátíu ár. 24. febrúar 2025 07:04
Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ „Það hafa margir haldið að við værum frá verðlagseftirliti ASÍ!“ segja hjónin Ingi Torfi Sverrisson og Linda Rakel Jónsdóttir, stofnendur LifeTrack og skella upp úr. Enda oft hlegið í samtalinu við þau, þótt líka kveði á alvarlegri undirtón. 12. febrúar 2025 07:00
„Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ „Þegar ég var í háskólanum keypti ég IBM fartölvu sem var risastór kassi og sambærileg að þyngd og saumavél. Þessi tölva var með pínulitlum innbyggðum skjá en fram að þessu hafði ég átt tölvu sem ég tengdi við sjónvarpið því það voru ekki tölvuskjáir,“ segir Þór Hauksson og hlær. 3. febrúar 2025 07:00
„Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ „Þú verður mjög háður flugbransanum og það er mjög erfitt að aftengja sig honum. Rétt eins og gildir reyndar um fjölmiðla,“ segir Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play. 20. janúar 2025 07:02
Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Ég borðaði í raun allt sem ég komst í. Sem var ekkert endilega auðvelt fyrir einstæða móður. Að vera með svona holdanaut á heimilinu,“ segir Júlían J.K. Jóhannsson, heimsmeistari í kraftlyftingum og fasteignasali. 16. desember 2024 07:01