Víða truflanir á rafmagni vegna veðurs Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. febrúar 2022 21:35 Vísir/Vilhelm Veðrið sem nú gengur yfir landið hefur haft áhrif á rafmagn víða en að því er kemur fram á heimasíðu Landsnets var rafmagnslaust á Vestfjörðum, Hrútafirði, Ólafsvík, Snæfellsnesi og í Borgarfjarðarsveit á tímabili. Rafmagn er nú komið aftur á alls staðar nema í Ólafsvík. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir í samtali við fréttastofu að búið sé að keyra upp varafla á þeim stöðum þar sem rafmagn fór út. Hrútatungalína 1 leysti út tvisvar í kvöld sem olli rafmagnsleysi á Snæfellsnesi og í Borgarfjarðarsveit en línan komst aftur í rekstur skömmu síðar. Glerárskógalína leysti síðan út sem olli rafmagnsleysi á Vestfjörðum en varaflastöð var keyrð upp í Bolungarvík skömmu síðar. Klukkan níu leysti síðan Laxársvatnslína 1 út sem olli rafmagnsleysi á tímabili á Hrútafirði en rafmagn er nú komið aftur á. Í Ólafsvík kom upp bilun í tengivirki sem er nú unnið að því að laga. Rafmagn flöktir á höfuðborgarsvæðinu Á höfuðborgarsvæðinu hefur fólk einnig orðið vart við truflanir á rafmagni en þó hefur ekki orðið rafmagnslaust. „Það hefur ekki verið rafmagnslaust hér en það er búið að vera svolítið blikk á ljósum og blikkið á höfuðborgarsvæðinu var út af því að við misstum Sultartangalínu 3 og Búrfellslínu 3,“ segir Steinunn en við það kom spennuhögg á kerfið sem olli blikkinu. „Við höfum líka heyrt talað um að fólk hafi verið að upplifa blikk í kringum Akranes og Vestamannaeyjar og það er sama ástæða þar, við misstum fyrr í kvöld út línu sem heitir Vatnshamralína 1, sem hafði áhrif á Akranesi. Í Vestmannaeyjum var það Hvolsvallarlína 1 sem að olli blikkinu,“ segir Steinunn. Alls eru nú þrjár línur úti, það eru Sultartangalína, Hvolsvallarlína og Þorlákshafnarlína. Aðspurð um hvort höfuðborgarbúar eða aðrir á landinu megi búast við áframhaldandi röskunum segir Steinunn það erfitt að segja. „Við vitum aldrei hverju við eigum von á en við erum bara vel undirbúin. Við erum vel mönnuð, búin að manna tengivirki hérna í kringum höfuðborgina til að bregðast við ef eitthvað væri, og það eru aukavaktir í stjórnstöðinni hjá okkur og við erum bara tilbúin til að takast á við þau verkefni sem að kvöldið og nóttin býður okkur upp á,“ segir Steinunn. Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Þingkona í Borgarbyggð í baráttu við storminn Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins er ein þeirra sem hefur fengið að kynnast storminum sem nú gengur yfir landið frá fyrstu hendi. Hún rétt brá sér út til að gæta að ruslatunnum við heimili sitt í Borgarbyggð og fékk salíbunu í boði hvassviðrisins. 21. febrúar 2022 21:24 Gera ráð fyrir að allt að hundrað manns sitji fastir í Þrengslunum Margir sitja enn fastir í bílum sínum á Þrengslaveginum en fjöldahjálparstöð hefur nú verið opnuð í Grunnskólanum í Þorlákshöfn og verður fólk flutt þangað. Fyrr í dag voru farþegar í 70 manna rútu fluttir í fjöldahjálparstöð í Hellisheiðavirkjun. 21. febrúar 2022 20:48 Rýma hús á Patreksfirði og lýsa yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði og hafa því átta íbúðarhús verið rýmd á svæðinu. Óvissustig er nú í gildi vegna hættu á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum. 21. febrúar 2022 19:40 Búa sig undir aftakaveður: „Það má segja að við séum í ákveðnu formi“ Björgunarsveitir víða um land búa sig nú undir aftakaveður á öllu landinu en gular og appelsínugular viðvaranir hafa nú tekið gildi á suðvesturhorni landsins. Rauðar viðvaranir taka síðan gildi klukkan 19 á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. 21. febrúar 2022 17:47 Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir í samtali við fréttastofu að búið sé að keyra upp varafla á þeim stöðum þar sem rafmagn fór út. Hrútatungalína 1 leysti út tvisvar í kvöld sem olli rafmagnsleysi á Snæfellsnesi og í Borgarfjarðarsveit en línan komst aftur í rekstur skömmu síðar. Glerárskógalína leysti síðan út sem olli rafmagnsleysi á Vestfjörðum en varaflastöð var keyrð upp í Bolungarvík skömmu síðar. Klukkan níu leysti síðan Laxársvatnslína 1 út sem olli rafmagnsleysi á tímabili á Hrútafirði en rafmagn er nú komið aftur á. Í Ólafsvík kom upp bilun í tengivirki sem er nú unnið að því að laga. Rafmagn flöktir á höfuðborgarsvæðinu Á höfuðborgarsvæðinu hefur fólk einnig orðið vart við truflanir á rafmagni en þó hefur ekki orðið rafmagnslaust. „Það hefur ekki verið rafmagnslaust hér en það er búið að vera svolítið blikk á ljósum og blikkið á höfuðborgarsvæðinu var út af því að við misstum Sultartangalínu 3 og Búrfellslínu 3,“ segir Steinunn en við það kom spennuhögg á kerfið sem olli blikkinu. „Við höfum líka heyrt talað um að fólk hafi verið að upplifa blikk í kringum Akranes og Vestamannaeyjar og það er sama ástæða þar, við misstum fyrr í kvöld út línu sem heitir Vatnshamralína 1, sem hafði áhrif á Akranesi. Í Vestmannaeyjum var það Hvolsvallarlína 1 sem að olli blikkinu,“ segir Steinunn. Alls eru nú þrjár línur úti, það eru Sultartangalína, Hvolsvallarlína og Þorlákshafnarlína. Aðspurð um hvort höfuðborgarbúar eða aðrir á landinu megi búast við áframhaldandi röskunum segir Steinunn það erfitt að segja. „Við vitum aldrei hverju við eigum von á en við erum bara vel undirbúin. Við erum vel mönnuð, búin að manna tengivirki hérna í kringum höfuðborgina til að bregðast við ef eitthvað væri, og það eru aukavaktir í stjórnstöðinni hjá okkur og við erum bara tilbúin til að takast á við þau verkefni sem að kvöldið og nóttin býður okkur upp á,“ segir Steinunn.
Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Þingkona í Borgarbyggð í baráttu við storminn Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins er ein þeirra sem hefur fengið að kynnast storminum sem nú gengur yfir landið frá fyrstu hendi. Hún rétt brá sér út til að gæta að ruslatunnum við heimili sitt í Borgarbyggð og fékk salíbunu í boði hvassviðrisins. 21. febrúar 2022 21:24 Gera ráð fyrir að allt að hundrað manns sitji fastir í Þrengslunum Margir sitja enn fastir í bílum sínum á Þrengslaveginum en fjöldahjálparstöð hefur nú verið opnuð í Grunnskólanum í Þorlákshöfn og verður fólk flutt þangað. Fyrr í dag voru farþegar í 70 manna rútu fluttir í fjöldahjálparstöð í Hellisheiðavirkjun. 21. febrúar 2022 20:48 Rýma hús á Patreksfirði og lýsa yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði og hafa því átta íbúðarhús verið rýmd á svæðinu. Óvissustig er nú í gildi vegna hættu á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum. 21. febrúar 2022 19:40 Búa sig undir aftakaveður: „Það má segja að við séum í ákveðnu formi“ Björgunarsveitir víða um land búa sig nú undir aftakaveður á öllu landinu en gular og appelsínugular viðvaranir hafa nú tekið gildi á suðvesturhorni landsins. Rauðar viðvaranir taka síðan gildi klukkan 19 á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. 21. febrúar 2022 17:47 Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Þingkona í Borgarbyggð í baráttu við storminn Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins er ein þeirra sem hefur fengið að kynnast storminum sem nú gengur yfir landið frá fyrstu hendi. Hún rétt brá sér út til að gæta að ruslatunnum við heimili sitt í Borgarbyggð og fékk salíbunu í boði hvassviðrisins. 21. febrúar 2022 21:24
Gera ráð fyrir að allt að hundrað manns sitji fastir í Þrengslunum Margir sitja enn fastir í bílum sínum á Þrengslaveginum en fjöldahjálparstöð hefur nú verið opnuð í Grunnskólanum í Þorlákshöfn og verður fólk flutt þangað. Fyrr í dag voru farþegar í 70 manna rútu fluttir í fjöldahjálparstöð í Hellisheiðavirkjun. 21. febrúar 2022 20:48
Rýma hús á Patreksfirði og lýsa yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði og hafa því átta íbúðarhús verið rýmd á svæðinu. Óvissustig er nú í gildi vegna hættu á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum. 21. febrúar 2022 19:40
Búa sig undir aftakaveður: „Það má segja að við séum í ákveðnu formi“ Björgunarsveitir víða um land búa sig nú undir aftakaveður á öllu landinu en gular og appelsínugular viðvaranir hafa nú tekið gildi á suðvesturhorni landsins. Rauðar viðvaranir taka síðan gildi klukkan 19 á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. 21. febrúar 2022 17:47
Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34