Þingkona í Borgarbyggð í baráttu við storminn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2022 21:24 Lilja rennur á ísilagðri götunni í Borgarbyggð. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins er ein þeirra sem hefur fengið að kynnast storminum sem nú gengur yfir landið frá fyrstu hendi. Hún rétt brá sér út til að gæta að ruslatunnum við heimili sitt í Borgarbyggð og fékk salíbunu í boði hvassviðrisins. „Vissuð þið að það er rok úti?“ skrifar Lilja Rannveig á Facebook-síðu sína í kvöld. Með færslunni birtir hún myndband sem hefur vakið verðskuldaða athygli. Vinir og kunningjar Lilju hafa eðlilega áhyggjur af myndbandinu þar sem hún sést renna stjórnlaust eftir klakkaborinni götunni. „Ég stökk út til að athuga hvort að ruslaföturnar væru ekki öruggar. Óli náði þessu myndbandi af mér á bakaleiðinni,“ segir Lilja Rannveig í svörum við fyrirspurnum sem rignir yfir þingkonuna. Hún slapp með skrekkinn en segist ætla að halda sig inni núna eftir að hafa tekið eftir því að bílarnir fóru að færast til í hálkunni. Reyndar virðist Ólafur Daði Birgisson, eiginmaður Lilju Rannveigar, ekki hafa náð dramatískasta hluta útiveru konu sinnar á myndband. Sem betur fer að hennar sögn. Hún útskýrir hvernig hún kom sér aftur inn. „Gat nokkurn veginn gengið á snjónum þar til ég var komin fyrir framan íbúðarhúsið. Þar var smá skjól þannig að ég gat komið mér að húsinu. Mjög þakklát fyrir það að Óli hafi ekki náð myndbandi af þeim hluta.“ Því er slegið upp í gríni að eiginmaðurinn Ólafur Daði hafi gripið til símans en ekki reynt að hjálpa sinni heittelskuðu. Ekki stendur á svörum við því gríni. „Ég var að sjálfsögðu inni að hugsa um börnin,“ segir Ólafur Daði á léttum nótum. Fréttastofa hvetur landsmenn til að senda myndir eða myndbönd sem tengjast óveðrinu á ritstjorn@visir.is. Farið þó að öllu með gát í óveðrinu sem gengur yfir. Borgarbyggð Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
„Vissuð þið að það er rok úti?“ skrifar Lilja Rannveig á Facebook-síðu sína í kvöld. Með færslunni birtir hún myndband sem hefur vakið verðskuldaða athygli. Vinir og kunningjar Lilju hafa eðlilega áhyggjur af myndbandinu þar sem hún sést renna stjórnlaust eftir klakkaborinni götunni. „Ég stökk út til að athuga hvort að ruslaföturnar væru ekki öruggar. Óli náði þessu myndbandi af mér á bakaleiðinni,“ segir Lilja Rannveig í svörum við fyrirspurnum sem rignir yfir þingkonuna. Hún slapp með skrekkinn en segist ætla að halda sig inni núna eftir að hafa tekið eftir því að bílarnir fóru að færast til í hálkunni. Reyndar virðist Ólafur Daði Birgisson, eiginmaður Lilju Rannveigar, ekki hafa náð dramatískasta hluta útiveru konu sinnar á myndband. Sem betur fer að hennar sögn. Hún útskýrir hvernig hún kom sér aftur inn. „Gat nokkurn veginn gengið á snjónum þar til ég var komin fyrir framan íbúðarhúsið. Þar var smá skjól þannig að ég gat komið mér að húsinu. Mjög þakklát fyrir það að Óli hafi ekki náð myndbandi af þeim hluta.“ Því er slegið upp í gríni að eiginmaðurinn Ólafur Daði hafi gripið til símans en ekki reynt að hjálpa sinni heittelskuðu. Ekki stendur á svörum við því gríni. „Ég var að sjálfsögðu inni að hugsa um börnin,“ segir Ólafur Daði á léttum nótum. Fréttastofa hvetur landsmenn til að senda myndir eða myndbönd sem tengjast óveðrinu á ritstjorn@visir.is. Farið þó að öllu með gát í óveðrinu sem gengur yfir.
Borgarbyggð Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21. febrúar 2022 14:34