Innlent

Leit að Sigurði ekki enn borið árangur

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Leit að Sigurði stendur enn yfir. 
Leit að Sigurði stendur enn yfir. 

Leit stendur enn yfir að Sigurði Kort Hafsteinssyni, 65 ára gömlum karlmanni sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í dag. Leit fór fram við Kársnesið í dag en sú leit bar ekki árangur. 

Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi staðfestir í samtali við fréttastofu að leit standi enn yfir og segir lítið annað hægt að segja. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði við leitina fyrr í dag en flogið var meðfram strandlengjunni við Kársnesið í um einn og hálfan tíma.

„Leitin var því miður árangurslaus,“ segir Heimir í samtali við fréttastofu en veðurskilyrði erfiða nú leitina til muna.

„Þetta er mjög erfitt núna, við reyndum eins og við gátum meðan veðrið hamlaði okkur ekki en hún hefur ekki skilað árangri þannig við erum enn að, eins og hægt er,“ segir Heimir enn fremur.

Sigurður er sagður klæddur í bláar gallabuxur, dökkbláan jakka og með húfu, sem er hugsanlega rauð. Síðast er vitað um ferðir Sigurðar í vesturbæ Kópavogs snemma á fimmtudagsmorgun, 17. febrúar.

Fólk sem getur gefið upplýsingar um ferðir Sigurðar, eða veit hvar hann er að finna, er beðið um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.


Tengdar fréttir

Lýsa eftir Sigurði Kort

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigurði Kort Hafsteinssyni sem er 65 ára. Hann er 184 sentimetrar á hæð, grannvaxinn og með grásprengt hár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×