„Ég er hrædd um að þessi vika verði svolítið skrýtin“ Eiður Þór Árnason skrifar 21. febrúar 2022 15:20 Fjórar deildir eru á leikskólanum. Stykkishólmsbær Leikskólastjóra í Stykkishólmi leist ekki á blikuna í gær þegar tilkynningar um fjarveru starfsmanna byrjuðu að hrannast inn hver af annarri. Alls vantaði 16 af 26 starfsmönnum í morgun en flestir eru ýmist í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu PCR-sýnatöku. Sigrún Þórsteinsdóttir segir að leikskólinn hafi hingað til sloppið vel í faraldrinum og ekki þurft að skerða skólastarf. „Þá kemur þetta bara í þessari rosalegu bylgju. Þetta er greinilega rosalega smitandi og við erum alltaf með börnin í fanginu svo það mátti sennilega búast við þessu.“ „Það eru mikil veikindi hérna, bæði hjá starfsfólki og börnum, en við opnuðum bara og biðlum til fólks að vera heima eins og það getur,“ bætir Sigrún við. Þá var opnunartími skertur lítillega. Foreldrar tóku vel í þessa beiðni og voru einungis fimmtán börn mætt í morgun en þau eru að jafnaði 85 talsins á leikskólanum í Stykkishólmi. Þó nokkuð af börnum er í einangrun vegna Covid-19 en Sigrún segist ekki hafa upplýsingar um hversu mörg þau eru. „Vonandi tekur þetta ekki langan tíma en ég er hrædd um að þessi vika verði svolítið skrýtin.“ Þegar leikskólastjóri er búin að fá 14 fjarveru tilkynningar á sunnudegi, þá má hún leggjast í fósturstellingu með súkkulaði, eru það ekki örugglega reglurnar?— Sigrún Þórsteinsdótt (@Sigrunth) February 20, 2022 Löng bið eftir PCR Sigrún segir að margir starfsmenn bíði eftir því að fá niðurstöðu úr PCR-prófi. Þá hjálpi ekki að löng bið hafi verið eftir niðurstöðum að undanförnu vegna mikils álags við greiningu. „Þetta tekur of langan tíma svo maður stólar einhvern veginn á heimaprófin sem eru auðvitað ekki hundrað prósent.“ „Svo bara sjáum við hvort ég fái fleiri tilkynningar. Við vorum að grínast með það við ætluðum að keppast um hver yrði síðastur að fá Covid hérna. En maður bara vinnur úr þessu eins og allir hafa gert í þessum faraldri, það er ekki annað hægt að gera,“ bætir Sigrún við. Þrátt fyrir að mikið hafi gengið á seinustu daga segist hún aldrei hafa fundið fyrir vonleysi. „Við höfum alltaf einhver ráð. Það harðasta er þá að loka en við auðvitað reynum að gera það ekki. Ekki á meðan við erum þó með þessa starfsmenn í húsinu.“ Sigrún er þakklát fyrir stuðning íbúa í Stykkishólmi.Vísir/Jóhann Enginn til að manna eldhúsið Sigrún er þakklát fyrir stuðning samfélagsins á tímum sem þessum. „Foreldrahópurinn hefur alltaf staðið rosalega vel með okkur og við bara staðið saman alveg sama hvað það er, það hefur aldrei verið neitt vandamál og það er eins með bæinn.“ Í samræmi við það hafi eigendur veitingastaðar í dag boðist til að útbúa hádegismat fyrir skólann en báðir matráðar skólans eru nú fjarverandi. Sigrún bendir réttilega á að hennar leikskóli sé ekki sá eini sem hafi þurft að glíma við veiruna að undanförnu. Starfsemi leikskóla og vinnustaða hefur víða verið skert í einhvern tíma. „Ég hef aldrei lent í neinu svona en við höfum þetta af,“ segir leikskólastjórinn að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stykkishólmur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sigrún Þórsteinsdóttir segir að leikskólinn hafi hingað til sloppið vel í faraldrinum og ekki þurft að skerða skólastarf. „Þá kemur þetta bara í þessari rosalegu bylgju. Þetta er greinilega rosalega smitandi og við erum alltaf með börnin í fanginu svo það mátti sennilega búast við þessu.“ „Það eru mikil veikindi hérna, bæði hjá starfsfólki og börnum, en við opnuðum bara og biðlum til fólks að vera heima eins og það getur,“ bætir Sigrún við. Þá var opnunartími skertur lítillega. Foreldrar tóku vel í þessa beiðni og voru einungis fimmtán börn mætt í morgun en þau eru að jafnaði 85 talsins á leikskólanum í Stykkishólmi. Þó nokkuð af börnum er í einangrun vegna Covid-19 en Sigrún segist ekki hafa upplýsingar um hversu mörg þau eru. „Vonandi tekur þetta ekki langan tíma en ég er hrædd um að þessi vika verði svolítið skrýtin.“ Þegar leikskólastjóri er búin að fá 14 fjarveru tilkynningar á sunnudegi, þá má hún leggjast í fósturstellingu með súkkulaði, eru það ekki örugglega reglurnar?— Sigrún Þórsteinsdótt (@Sigrunth) February 20, 2022 Löng bið eftir PCR Sigrún segir að margir starfsmenn bíði eftir því að fá niðurstöðu úr PCR-prófi. Þá hjálpi ekki að löng bið hafi verið eftir niðurstöðum að undanförnu vegna mikils álags við greiningu. „Þetta tekur of langan tíma svo maður stólar einhvern veginn á heimaprófin sem eru auðvitað ekki hundrað prósent.“ „Svo bara sjáum við hvort ég fái fleiri tilkynningar. Við vorum að grínast með það við ætluðum að keppast um hver yrði síðastur að fá Covid hérna. En maður bara vinnur úr þessu eins og allir hafa gert í þessum faraldri, það er ekki annað hægt að gera,“ bætir Sigrún við. Þrátt fyrir að mikið hafi gengið á seinustu daga segist hún aldrei hafa fundið fyrir vonleysi. „Við höfum alltaf einhver ráð. Það harðasta er þá að loka en við auðvitað reynum að gera það ekki. Ekki á meðan við erum þó með þessa starfsmenn í húsinu.“ Sigrún er þakklát fyrir stuðning íbúa í Stykkishólmi.Vísir/Jóhann Enginn til að manna eldhúsið Sigrún er þakklát fyrir stuðning samfélagsins á tímum sem þessum. „Foreldrahópurinn hefur alltaf staðið rosalega vel með okkur og við bara staðið saman alveg sama hvað það er, það hefur aldrei verið neitt vandamál og það er eins með bæinn.“ Í samræmi við það hafi eigendur veitingastaðar í dag boðist til að útbúa hádegismat fyrir skólann en báðir matráðar skólans eru nú fjarverandi. Sigrún bendir réttilega á að hennar leikskóli sé ekki sá eini sem hafi þurft að glíma við veiruna að undanförnu. Starfsemi leikskóla og vinnustaða hefur víða verið skert í einhvern tíma. „Ég hef aldrei lent í neinu svona en við höfum þetta af,“ segir leikskólastjórinn að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stykkishólmur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira