„Ég er hrædd um að þessi vika verði svolítið skrýtin“ Eiður Þór Árnason skrifar 21. febrúar 2022 15:20 Fjórar deildir eru á leikskólanum. Stykkishólmsbær Leikskólastjóra í Stykkishólmi leist ekki á blikuna í gær þegar tilkynningar um fjarveru starfsmanna byrjuðu að hrannast inn hver af annarri. Alls vantaði 16 af 26 starfsmönnum í morgun en flestir eru ýmist í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu PCR-sýnatöku. Sigrún Þórsteinsdóttir segir að leikskólinn hafi hingað til sloppið vel í faraldrinum og ekki þurft að skerða skólastarf. „Þá kemur þetta bara í þessari rosalegu bylgju. Þetta er greinilega rosalega smitandi og við erum alltaf með börnin í fanginu svo það mátti sennilega búast við þessu.“ „Það eru mikil veikindi hérna, bæði hjá starfsfólki og börnum, en við opnuðum bara og biðlum til fólks að vera heima eins og það getur,“ bætir Sigrún við. Þá var opnunartími skertur lítillega. Foreldrar tóku vel í þessa beiðni og voru einungis fimmtán börn mætt í morgun en þau eru að jafnaði 85 talsins á leikskólanum í Stykkishólmi. Þó nokkuð af börnum er í einangrun vegna Covid-19 en Sigrún segist ekki hafa upplýsingar um hversu mörg þau eru. „Vonandi tekur þetta ekki langan tíma en ég er hrædd um að þessi vika verði svolítið skrýtin.“ Þegar leikskólastjóri er búin að fá 14 fjarveru tilkynningar á sunnudegi, þá má hún leggjast í fósturstellingu með súkkulaði, eru það ekki örugglega reglurnar?— Sigrún Þórsteinsdótt (@Sigrunth) February 20, 2022 Löng bið eftir PCR Sigrún segir að margir starfsmenn bíði eftir því að fá niðurstöðu úr PCR-prófi. Þá hjálpi ekki að löng bið hafi verið eftir niðurstöðum að undanförnu vegna mikils álags við greiningu. „Þetta tekur of langan tíma svo maður stólar einhvern veginn á heimaprófin sem eru auðvitað ekki hundrað prósent.“ „Svo bara sjáum við hvort ég fái fleiri tilkynningar. Við vorum að grínast með það við ætluðum að keppast um hver yrði síðastur að fá Covid hérna. En maður bara vinnur úr þessu eins og allir hafa gert í þessum faraldri, það er ekki annað hægt að gera,“ bætir Sigrún við. Þrátt fyrir að mikið hafi gengið á seinustu daga segist hún aldrei hafa fundið fyrir vonleysi. „Við höfum alltaf einhver ráð. Það harðasta er þá að loka en við auðvitað reynum að gera það ekki. Ekki á meðan við erum þó með þessa starfsmenn í húsinu.“ Sigrún er þakklát fyrir stuðning íbúa í Stykkishólmi.Vísir/Jóhann Enginn til að manna eldhúsið Sigrún er þakklát fyrir stuðning samfélagsins á tímum sem þessum. „Foreldrahópurinn hefur alltaf staðið rosalega vel með okkur og við bara staðið saman alveg sama hvað það er, það hefur aldrei verið neitt vandamál og það er eins með bæinn.“ Í samræmi við það hafi eigendur veitingastaðar í dag boðist til að útbúa hádegismat fyrir skólann en báðir matráðar skólans eru nú fjarverandi. Sigrún bendir réttilega á að hennar leikskóli sé ekki sá eini sem hafi þurft að glíma við veiruna að undanförnu. Starfsemi leikskóla og vinnustaða hefur víða verið skert í einhvern tíma. „Ég hef aldrei lent í neinu svona en við höfum þetta af,“ segir leikskólastjórinn að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stykkishólmur Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
Sigrún Þórsteinsdóttir segir að leikskólinn hafi hingað til sloppið vel í faraldrinum og ekki þurft að skerða skólastarf. „Þá kemur þetta bara í þessari rosalegu bylgju. Þetta er greinilega rosalega smitandi og við erum alltaf með börnin í fanginu svo það mátti sennilega búast við þessu.“ „Það eru mikil veikindi hérna, bæði hjá starfsfólki og börnum, en við opnuðum bara og biðlum til fólks að vera heima eins og það getur,“ bætir Sigrún við. Þá var opnunartími skertur lítillega. Foreldrar tóku vel í þessa beiðni og voru einungis fimmtán börn mætt í morgun en þau eru að jafnaði 85 talsins á leikskólanum í Stykkishólmi. Þó nokkuð af börnum er í einangrun vegna Covid-19 en Sigrún segist ekki hafa upplýsingar um hversu mörg þau eru. „Vonandi tekur þetta ekki langan tíma en ég er hrædd um að þessi vika verði svolítið skrýtin.“ Þegar leikskólastjóri er búin að fá 14 fjarveru tilkynningar á sunnudegi, þá má hún leggjast í fósturstellingu með súkkulaði, eru það ekki örugglega reglurnar?— Sigrún Þórsteinsdótt (@Sigrunth) February 20, 2022 Löng bið eftir PCR Sigrún segir að margir starfsmenn bíði eftir því að fá niðurstöðu úr PCR-prófi. Þá hjálpi ekki að löng bið hafi verið eftir niðurstöðum að undanförnu vegna mikils álags við greiningu. „Þetta tekur of langan tíma svo maður stólar einhvern veginn á heimaprófin sem eru auðvitað ekki hundrað prósent.“ „Svo bara sjáum við hvort ég fái fleiri tilkynningar. Við vorum að grínast með það við ætluðum að keppast um hver yrði síðastur að fá Covid hérna. En maður bara vinnur úr þessu eins og allir hafa gert í þessum faraldri, það er ekki annað hægt að gera,“ bætir Sigrún við. Þrátt fyrir að mikið hafi gengið á seinustu daga segist hún aldrei hafa fundið fyrir vonleysi. „Við höfum alltaf einhver ráð. Það harðasta er þá að loka en við auðvitað reynum að gera það ekki. Ekki á meðan við erum þó með þessa starfsmenn í húsinu.“ Sigrún er þakklát fyrir stuðning íbúa í Stykkishólmi.Vísir/Jóhann Enginn til að manna eldhúsið Sigrún er þakklát fyrir stuðning samfélagsins á tímum sem þessum. „Foreldrahópurinn hefur alltaf staðið rosalega vel með okkur og við bara staðið saman alveg sama hvað það er, það hefur aldrei verið neitt vandamál og það er eins með bæinn.“ Í samræmi við það hafi eigendur veitingastaðar í dag boðist til að útbúa hádegismat fyrir skólann en báðir matráðar skólans eru nú fjarverandi. Sigrún bendir réttilega á að hennar leikskóli sé ekki sá eini sem hafi þurft að glíma við veiruna að undanförnu. Starfsemi leikskóla og vinnustaða hefur víða verið skert í einhvern tíma. „Ég hef aldrei lent í neinu svona en við höfum þetta af,“ segir leikskólastjórinn að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stykkishólmur Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent