Sjáðu sjálfsmarksþrennu nýsjálensku stelpunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 13:00 Meikayla Moore gengur niðurbrotin af velli eftir að hafa verið tekin út af eftir fjörutíu mínútur. AP/Mark J. Terrill Meikayla Moore skoraði þrjú mörk fyrir bandaríska landsliðið á SheBelieves Cup í gær þar af tvö þeirra með innan við tveggja mínútna millibili. Vandamálið var að hún var að spila með Nýja-Sjálandi en ekki því bandaríska. Það er nógu erfitt að mæta bandaríska landsliðinu þó að þú skorir ekki fyrsti þrjú mörkin í leiknum fyrir þær bandarísku. Bandaríska liðið vann leikinn á endanum 5-0 en bandarísku leikmennirnir skoruðu mörkin tvö sem litu dagsins ljós í seinni hálfleik. Liverpool's Meikayla Moore scores a perfect hat-trick of OWN GOALS and is subbed off after 40 minutes https://t.co/goyNKKSKCy— MailOnline Sport (@MailSport) February 21, 2022 Meikayla Moore, sem er 25 ára leikmaður enska liðsins Liverpool, hefur líklega aldrei átt verri dag en í Los Angeles í gær. Þetta var hennar 48. landsleikur fyrir Nýja-Sjáland og það vantaði því ekki reynsluna. Óheppni Meikaylu Moore í gær var aftur á móti algjör. Þrjú sjálfsmörk á einu tímabili væri slæmt en hvað þá í einum hálfleik. Fyrsta markið kom eftir fjórar mínútur og tólf sekúndur. Annað markið kom eftir fimm mínútur og 32 sekúndur. Það liður því nákvæmlega 80 sekúndur á milli sjálfsmark Meikaylu. Hún bar ekki hætt því hún kórónaði þessa sjálfsmarks þrennu á 36. mínútu leiksins. Í fyrsta markinu þá teigði hún sig í fyrirgjöf frá vinstri en stýrði boltanum óvart framhjá markverði sínum. Í öðru markinu skallaði hún óvart fyrirgjöf frá hægri í eigið mark og í þriðja markinu ætlaði Meikayla að sparka boltanum burtu úr markteignum en hann fór af leggnum hennar og í eigið mark. Landsliðsþjálfari Nýja-Sjálands tók Moore af velli eftir fjörutíu mínútna leik eftir að hún var þrisvar sinnum búin að setja boltann í eigið mark. Hér fyrir neðan má sjá þessi þrjú sjálfsmörk hennar. Klippa: Sjálfsmarkaþrenna á SheBelieves Cup Nýja-Sjáland Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
Það er nógu erfitt að mæta bandaríska landsliðinu þó að þú skorir ekki fyrsti þrjú mörkin í leiknum fyrir þær bandarísku. Bandaríska liðið vann leikinn á endanum 5-0 en bandarísku leikmennirnir skoruðu mörkin tvö sem litu dagsins ljós í seinni hálfleik. Liverpool's Meikayla Moore scores a perfect hat-trick of OWN GOALS and is subbed off after 40 minutes https://t.co/goyNKKSKCy— MailOnline Sport (@MailSport) February 21, 2022 Meikayla Moore, sem er 25 ára leikmaður enska liðsins Liverpool, hefur líklega aldrei átt verri dag en í Los Angeles í gær. Þetta var hennar 48. landsleikur fyrir Nýja-Sjáland og það vantaði því ekki reynsluna. Óheppni Meikaylu Moore í gær var aftur á móti algjör. Þrjú sjálfsmörk á einu tímabili væri slæmt en hvað þá í einum hálfleik. Fyrsta markið kom eftir fjórar mínútur og tólf sekúndur. Annað markið kom eftir fimm mínútur og 32 sekúndur. Það liður því nákvæmlega 80 sekúndur á milli sjálfsmark Meikaylu. Hún bar ekki hætt því hún kórónaði þessa sjálfsmarks þrennu á 36. mínútu leiksins. Í fyrsta markinu þá teigði hún sig í fyrirgjöf frá vinstri en stýrði boltanum óvart framhjá markverði sínum. Í öðru markinu skallaði hún óvart fyrirgjöf frá hægri í eigið mark og í þriðja markinu ætlaði Meikayla að sparka boltanum burtu úr markteignum en hann fór af leggnum hennar og í eigið mark. Landsliðsþjálfari Nýja-Sjálands tók Moore af velli eftir fjörutíu mínútna leik eftir að hún var þrisvar sinnum búin að setja boltann í eigið mark. Hér fyrir neðan má sjá þessi þrjú sjálfsmörk hennar. Klippa: Sjálfsmarkaþrenna á SheBelieves Cup
Nýja-Sjáland Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira