Innlent

Birna sækist eftir 2.-3. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Birna Hafstein
Birna Hafstein Aðsend

Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum, sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Prófkjörið verður haldið í mars.

„Þessi ákvörðun er tekin á grundvelli þeirrar sannfæringar að reynsla mín, þekking og sýn henti vel til að mæta þeim áskorunum sem Reykjavíkurborg stendur frammi fyrir,“ segir Birna í tilkynningu þar sem hún greinir frá framboðinu.

Hún segir heilbrigðan fjárhag vera grunnforsendu blómlegrar borgar.

„Grunnforsenda blómlegrar borgar, þar sem einstaklingar og fyrirtæki fá að vaxa og dafnaán íþyngjandi boða og banna, er heilbrigður fjárhagur og sýn til framtíðar sem þjónar þörfum fólksins í Reykjavík. Minnka þarf yfirbyggingu borgarinnar en styrkja innviði og grunnþjónustu. Einfalda þarf kerfi fyrir einstaklinga og fyrirtæki með skilvirkum hætti og jákvæðum hvötum til uppbyggingar á betra samfélagi þar sem lýðheilsa og umhverfisvitund eru leiðarstef.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×