Bæjarar björguðu sér fyrir horn á síðustu stundu Arnar Geir Halldórsson skrifar 16. febrúar 2022 22:00 Hart barist í Salzburg í kvöld. vísir/Getty Bayern Munchen komst í hann krappan þegar liðið heimsótti RB Salzburg í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Um var að ræða frumraun austurríska liðsins í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og augljóst frá fyrstu mínútu að þeir myndu leggja allt í sölurnar. Sóknarmenn Salzburg voru mjög sprækir í upphafi leiks og komu varnarmönnum Bayern reglulega í vandræði. Það var því verðskuldað þegar Chukwubuike Adamu kom heimamönnum í forystu á 21.mínútu en hann hafði skömmu áður komið inn af varamannabekknum fyrir Noah Okafor sem meiddist snemma leiks. Bæjurum óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn en þrátt fyrir það voru heimamenn nálægt því að bæta við forystuna og komst Karim Adeyemi næst því þegar um tíu mínútur lifðu leiks en Svein Ulreich sá við honum og í kjölfarið bjargaði Benjamin Pavard marki á síðustu stundu. Kingsley Coman var sprækur í liði Bayern og hann náði að jafna metin á lokamínútu venjulegs leiktíma og skildu liðin því jöfn. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Bayern Munchen komst í hann krappan þegar liðið heimsótti RB Salzburg í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Um var að ræða frumraun austurríska liðsins í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og augljóst frá fyrstu mínútu að þeir myndu leggja allt í sölurnar. Sóknarmenn Salzburg voru mjög sprækir í upphafi leiks og komu varnarmönnum Bayern reglulega í vandræði. Það var því verðskuldað þegar Chukwubuike Adamu kom heimamönnum í forystu á 21.mínútu en hann hafði skömmu áður komið inn af varamannabekknum fyrir Noah Okafor sem meiddist snemma leiks. Bæjurum óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn en þrátt fyrir það voru heimamenn nálægt því að bæta við forystuna og komst Karim Adeyemi næst því þegar um tíu mínútur lifðu leiks en Svein Ulreich sá við honum og í kjölfarið bjargaði Benjamin Pavard marki á síðustu stundu. Kingsley Coman var sprækur í liði Bayern og hann náði að jafna metin á lokamínútu venjulegs leiktíma og skildu liðin því jöfn.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti