Verbúðaræðið, nostalgían og myndaflóðið á samfélagsmiðlum Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 27. febrúar 2022 11:00 Lífið tók saman nokkrar skemmtilegar myndir af þekktum einstaklingum frá níunda áratugnum sem rötuðu á samfélagsmiðla í kjölfar íslensku sjónvarpsseríunnar Verbúðin. Fáar sjónvarpsseríur hafa vakið upp eins mikla nostalgíu eins og hin margrómaða Verbúð Vesturports og eiga eflaust margir eftir að sakna þess að bíða spennt á sunnudögum eftir línulegri dagskrá kvöldsins. Tíðarandi níunda áratugarins var svo sannarlega vel fangaður í sjónvarpsseríunni og greinilegt að mikill metnaður var lagður í öll atriði, stór og smá, sem einnkenndi þennan tíma. Sódastreamtækin, bílarnir, tónlistin, mjólkurfernurnar, reykingarnar og að ógleymdri bláu bollunni, sem auðvitað ekkert áfengisbragð var af. Verbúðaræðið tók yfir samfélagsmiðla Fortríðarþráin sem þættirnir virðast hafa vakið upp varð til þess að fólk kepptist við að dusta rykið af gömlum myndaalbúmum þar sem finna má myndir frá verbúðarárunum, túberuðum glimmerskvísum og vel blásnum stælgæjum. Lögin úr myndinni áttu stóran þátt í að ramma inn stemmninguna en miðað við spilanir á streymisveitunni Spotify virðist íslensk eitís tónlist vera með mikla endurkomu. Nostalgían hrinti af stað skemmtilegri bylgju á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #verbúðin en hér fyrir neðan er hægt að sjá myndir af nokkrum þekktum Íslendingum sem Lífið tók saman. Erfitt að toppa þessa mynd Fjölmiðlamaðurinn Gunnlaugur Helgason, eða Gulli Helga eins og hann er oftast kallaður, birti mynd af sér og engri annari en söngkonunni og stórstjörnunni Janet Jackson. Gulli og Janet líta út eins og bestu félagar á þessari rándýru mynd sem var tekin í Los Angeles árið 1987. „Já ok þú vannst þessa umferð“ er eitt af skemmtilegum athugasemdum sem má sjá undir myndinni á Instagramsíðu Gulla. View this post on Instagram A post shared by Gulli Helga (@gullihelga) Linda Pétursdóttir var svo sannarlega ein af drottningum níunda áratugarins en árið 1988 hlaut hún bæði titilinn Ungfrú Ísland og Miss World og skaust hratt upp á stjörnuhimininn. Stelpur og strákar veggfóðruðu herbergin sín með plaggötum af Lindu Pé og þegar Linda klippti hár sitt stutt vildu allar stelpur og konur fá Lindu-klippinguna. Myndin sem Linda birti er tekin um fjórum árum áður en frægðin bankaði upp á en þá var hún í Framhaldsskólanum á Laugum. Hárið í vængi, sportsokkar, joggingdress og allt eins og það á að vera. View this post on Instagram A post shared by LI D PE TURSDO TTIR (@lindape) „67 kíló af svala“ Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason birti mynd af sér frá 1985 þar sem hann stillir sér upp, eins og alvöru þenkjandi skáldi sæmir, á vinnustofu sinni í Boston. Hrósunum rigndi yfir kappann í athugasemdunum og hrósaði Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Hallgrími sérstaklega fyrir hárið, „Hair to die for“ á meðan Bubbi skellir í setninguna „67 kíló af svala.“ Enginn fiskur bara fiðla Fiðluleikarinn Sigrún Eðvaldsdóttir var ein skærasta tónlistarstjarna Íslands á þessum tíma. Í eftirminnilegum Hemma Gunn þætti Verbúðarinnar fékk hún, ásamt fiðlunni umtöluðu sitt pláss. Á myndinni sem Sigrún birti á Instagramsíðu sinni er hún vel í stíl og skartar eldrauðum varalit, vesti og skóm. Undir myndinni gefur hún þau skilaboð, í myllumerkingu, að hún hafi aldrei haft tíma til að vinna í fiski, því hún hafi alltaf verið að æfa sig á fiðluna. View this post on Instagram A post shared by Sigrun Edvaldsdottir (@sigrunedvalds) Á Instagramsíðu Hreyfingar má finna glæsilega mynd af sjálfum Jane Fonda drottningum Íslands, þeim Ágústu Johnson og Jónínu Ben heitinni. Mikið eróbikk- og líkamsræktaræði var á þessum tíma og voru stöllurnar svo sannarlega frumkvöðlar á sínu sviði og ávalt flottastar. View this post on Instagram A post shared by Hreyfing Heilsulind (@hreyfing) „Þarna erum við í eitís og ágætlega góð með okkur“ Myndlistarhjónin Jón Óskar og Hulda Hákon eru eitursvöl á mynd sem Jón Óskar birti á Facebook síðu sinni. Þegar þetta er ritað hafa tæplega sexhunduð manns líkað við myndina og 74 skrifað við hana athugasemd. Í athugasemdunum er hjónunum hrósað upp í hástert enda er parið eins og klippt út úr tískublaði, sem gæti allt eins verið gefið út í dag. „Á meðan allir voru klæddir eins og lúðar, in the eighties, voruð þið sjúklega cool . Geggjuð mynd af ykkur.“ - Íris Björk Hafsteinsdóttir.„Eins og stilla úr bíómynd með spennandi söguþráð og stjörnuleikurum!“ - Anna Jóelsdóttir. Leikkonan og gleðisprengjan, okkar eina sanna Edda Björgvins birti dásamlega mynd af sér á Facebook. Hér má sjá eitís tískuna í allri sinni dýrð með tilheyrandi túperingu, axlapúðum og gullslegnu dressi. „Ein alvöru eitís“ eins og Edda orðar það sjálf. „Ertu að gera grín að mér helvítið þitt?“ Tvíhöfða dúettinn Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr létu sig að sjálfsögðu ekki vanta í Verbúðar-myndaveisluna og deildu stórkostlegri mynd af sér. Myndin vakti mikla lukku en þegar þetta er skrifað hafa yfir áttahundruð líkað við myndina á Facebook. „Ætíð spekingslegastir,“ skrifar Óttar Proppé undir myndina. „Ég. Dey.“ - Unnur Ösp Stefánsdóttir. „Ertu að gera grín að mér helvítið þitt“ gæti Jón verið að hugsa“ - Ari Egilsson. „Ég var svona mest í að hlaupa á eftir bjöllu“ Rithöfundurinn Illugi Jökulsson birtir mynd af sér frá árinu 1988. Þar keppir hann fyrir hönd Reykjavíkur í spurningaþætti Ómars Ragnarssonar, Hvað heldurðu? Í athugasemdunum kemur fram að lið Illuga hafi að sjálfsögðu borið sigur úr bítum og gerir Illugi sjálfur þó lítið úr sinni eigin frammistöðu. „Það var Ragnheiður Erla Bjarnadóttir sem dró vagninn. Guðjón Friðriksson var líka mjög öflugur. Ég var svona mest í að hlaupa á eftir bjöllu.“ Vildi óska þess að hann hafi fæðst aðeins fyrr Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, birti skemmtilega mynd af sér sem tekin var í Tívolíinu í Hveragerði, fjölskyldu- og barnaparadís þessa tíma. Ásmundur fer ekki leynt með aðdáun sína af Verbúðinni og segist bölva því að hafa ekki fæðst örlítið fyrr. „Besti dómurinn er sú staðreynd að maður hafi beðið eftir nýjum þætti hvern sunnudag og hafi þar með í fyrsta sinn í langan tíma horft á heila sjónvarpsseríu í línulegri dagskrá.“ „Mamma, er íscola-ið búið?“ Gísli Örn Garðarsson einn aðalleikara, leikstjóra, handritshöfunda og framleiðenda Verbúðarinnar, birti skemmtilega mynd af sér frá árinu 1990. Vasareiknirinn og stílabókin eiga alla hans athygli og stærfræðidæmin vafalaust tengd veiðiheimildum og kvótabraski, en ekki hvað? „Ef veiðiheimildin er 300.000 tonn á ári. Og ég á X mikið í því. Hm…hvenær kemur sinclair spectrum 246k á markað sem getur reiknað það…mamma er íscólaið búið?“ Forseti Íslands með sítt að aftan Forsetafrúin Eliza Reid deildi skemmtilegum myndum af þeim hjónum frá níunda áratugnum. Myndin af Elizu er úr veiðiferð þar sem hún segir að hún „náði þeim stærsta“ en við hliðina er mynd af eiginmanninum þar sem hann skartar klippingu áratugarins, sítt að aftan. „Svo er fólk að kalla sig áhrifavalda“ Blaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson birtir grjótharða mynd af sér og félaga sínum, leikaranum Steini Ármanni Magnússyni. „Okkur var skítsama,“ skrifar Jakob við myndina sem hlaut mikla athygli á Facebook. Ef rýnt er í athugasemdirnar undir myndinni, sem eru nú yfir þrjátíu talsins, má þar finna nokkur gullkorn. „Hinir ómótstæðilegu“- Ari Eldjárn. „Þú vannst“ - Kolbeinn Óttarsson Proppé. „Menn eiga ekki sjens í þessa í dag“ - Ari Magg„Svo er fólk að kalla sig áhrifavalda“ - Thorsteinn Stephensen.„Myndin um allt sem er bannað. Dýraleður, sígó og þriðjudagsbjórinn.“ - Kristinn Helgi Guðjónsson. Parísardaman Helga Braga Hin ástsæla leikkona og gleðigjafi, Helga Braga Jónsdóttir, birti tvær eitís myndir af sér á Instagram síðu sinni. Á þeirri fyrri skartar hún hinum fræga þunna eitís hártopp en á þeirri seinni, sem er tekin í París 1984, er hún eins og frönsk kvikmyndastjarna á kaffihúsi. Það virðist einhvern veginn allt fara Helgu Brögu vel. View this post on Instagram A post shared by Helga Braga Jónsdóttir (@helgabragajonsd) View this post on Instagram A post shared by Helga Braga Jónsdóttir (@helgabragajonsd) „Ræpuskakkur“ í Stínu Spessi Ljósmyndari birti mynd af sér frá árinu 1979. Myndin er svarthvít portrait mynd og tekin í Kristjaníu í Danmörku. Í anda stemmningarinnar í Stínu á þessum tíma slá fylgjendur Spessa á létta strengi í athugasemdum: „Ræpuskakkur!“ View this post on Instagram A post shared by Spessi Hallbjornsson (@spessi_com) Don Cano gallinn góði og eitís vængirnir Þorgerður Katrín þingkona og formaður Viðreisnar skartaði hinum íkoníska Don Cano galla á mynd sem tekin var árið 1985 þar sem hún er í fríi með foreldrum sínum. Á seinni myndinni er Þorgerður komin með klippinguna og greiðsluna sem flestar konur þráðu á þessum tíma. View this post on Instagram A post shared by Þorgerður Katri n (@thorgerdurk) Svandís Svavarsdóttir mætvælaráðherra, birti fallega mynd af sér síðan 1989 og þakkar hún Vesturporti fyrir frábæra skemmtun. View this post on Instagram A post shared by Svandi s Svavarsdo ttir (@svandissvavarsdottir) Eins og Calvin Klein fyrirsæta Mynd frá árinu 1985, sem gæti alveg eins verið Calvin Klein auglýsing, er af leikaranum ástsæla Þorsteini Bachmann. Á myndinni sem tekin er í Flórída splæsir Þorsteinn í faglega fyrirsætutakta og fær mikið lof fyrir í athugasemdum. Undir myndinni má meðal annars sjá athugasemd frá leikkonunni Ilmi Kristjánsdóttur. „Vó!! Get out hvað þú ert töff“ View this post on Instagram A post shared by Thorsteinn Bachmann (@thorsteinnbachmann) Hin eina sanna og síunga Solla Eiríks birti að sjálfsögðu mynd af sér með svuntu í eldhúsinu. Myndin var tekin árið 1985/6 í eldhúsinu í Kerlingafjöllum. Enga herðapúða takk! Ingibjörg Sólrún Gísladóttir birti skemmtilega mynd á Facebook síðu sinni sem tekin var í Kaupmannahöfn árið 1980. Á myndinni láta þær vinkonurnar fara vel um sig og gefur Ingibjörg lítið fyrir áhuga hippanna á eitístískunni. „Við hipparnir vorum ekki með uppblásið hár eða herðapúða - ekki að ræða það“ Grínistinn Sigurður Sólmundsson birti krúttlega mynd af sér og bróður sínum, Sóla Hólm þar sem þeir eru vel gelaðir og auðvitað í stíl. Eitís þríeykið sem allir elskuðu Helga Möller söngkona var vafalaust ein af vinsælustu poppstjörnum níunda áratugarins á Íslandi. Vinsælasta þríeyki þess tíma var svo auðvitað ICY flokkurinn, skipaður þeim Helgu Möller, Pálma Gunnars og Eíríki Haukssyni. Það er fátt sem er eins mikið eitís eins og framlag Helgu í Verbúðar nostalgíuna. Á myndinni má sjá þau Eirík, Helgu og Pálma peppa sig upp fyrir flutning Gleðibankans sem var framlag Íslands í Eurovision árið 1986. Auðvitað voru allir handvissir um að lagið myndi vinna og einhverjir ennþá að jafna sig eftir sjokkið með sætið sextánda. Rannsóknarblaðamaðurinn Jóhannes Kr Kristjánsson er ekki þekktur fyrir annað en að kafa djúpt þegar kemur að heitum þjóðfélagsmálum. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan var metnaðurinn greinilega engu minni þegar kom að því að kafa eftir heitustu tískustraumum níunda áratugarins. Tólf stig! „Ég ætlaði að verða þessi gæi þegar ég yrði stór“ Bíókóngur Íslands, Alfreð Ásberg, birti glæsilega mynd af sér frá árinu 1984 þar sem hann stendur vaktina í Bíóhöllinni, vel túberaður og eitursvalur. Vængirnir í hárinu einir og sér lyfta eitísandanum upp í hæstu hæðir en myndin fékk mikil viðbrögð á Facebook. „Veit Limahl af því að þú stalst hárinu hans?“ - Heiðar Austmann. „Mjög skemmtilegur tími. Ég man sérstaklega eftir 1-2 hárlakk spray brúsum sem fengu að fjúka fyrir kvöldið og hárblásurum sem brunnu yfir.“ - Björn Valdimar Hall. „Fálkaorðuna strax á meðlimi Vesturports“ Nína Dögg Filippusdóttir er sannarlega ein af stjörnum Verbúðarinnar í hlutverki Vestfjarðarnornarinnar Hörpu Sigurðardóttur. Nína birti tvær eitís myndir af sér á Facebook og eins og sjá má var það ekki í fyrsta skipti í Verbúðinni sem Nína stígur inn í fiskvinnsluna. „Eintóm snilld! Fálkaorðuna strax á meðlimi Vesturports“ - Gunnar Svanberg Skúlason. Dagur B. Eggertsson aus lofi yfir Verbúðina í texta sem hann skrifaði undir mynd af sér frá hinni margrómuðu áttu. Það lítur út fyrir að Dagur hafi ekki látið hina dramatísku eitís tísku hafa mikil áhrif á stíl sinn en á myndinni má sjá að krullurnar frægu urðu ekki fyrir barðinu á brjálaða túberingarburstanum og eitruðu hárspreyinu. Heyrði tónlistina, fann lyktina og bragðið Katrín Júlíusdóttir þakkar fyrir sig og birtir hálfgert ástarbréf til Verbúðarinnar við myndaframlag sitt á Facebook. „Takk fyrir Verbúðina snillingar! Finn lyktina, heyri tónlistina og finn bragðið af ananaslegnu svínakjötinu.“ Þeir komu ekki til að sofa Ef einhverjir voru með meistaragráðu í hárblæstri á þessum tíma voru það meðlimir hljómsveitarinnar Greifanna. Á Facebooksíðu hljómsveitarinnar má sjá óborganlega hljómsveitarmynd sem tekin var á hápunkti eitís, því herrans ári 1986. „Hvítklæddir, óhræddir og vonandi að skemmta sér vel“ pósuðu hlómsveitarmeðlimir á myndinni sem aldrei fyrr og fékk myndin mikil viðbrögð á samfélgasmiðlum. „Var þetta þegar öll hljómsveitin fór í kokkanám á sama tíma?“ - Áslaug Högnadóttir. Það er ekkert upp á hann að klaga Mynd Guðmundar Inga Skúlasonar slökkviliðsmanns vakti mikla kátínu á Facebook en á myndinni má sjá Guðmund í hlutverki sínu í hinni ódauðlegu Stuðmannamynd, Með allt á hreinu. „Það er ekkert upp á hann að klaga“ - Klara Hallgrímsdóttir.„Farðu og segðu halló við pabba, Halló - Elska þetta atriði!“ - Kári Þráinsson Lífið er lag Söngkonan Eva Ásrún Albertsdóttir birti stórkostlega mynd frá árinu 1987 af hljómsveitinni Model. Bandið, sem var hálfgert afsprengi Mezzoforte, naut mikilla vinsælda á þessum tíma en var hljómsveitin þó skammlíf. Eins og sjá má á myndinni var engu til sparað í hárlakkið og búninga og voru vel æfð danssporin þar engin undantekning. Lögin Ástarbréf merkt X og Lífið er lag eru án efa tvö vinsælustu lög hljómsveitarinnar en það síðarnefnda hafnaði eftirminnilega í 2. sæti undankeppninnar í Eurovision árið 1987. Tvö þjóðardjásn Það er erfitt að toppa myndaframlag leikkonunnar Önnu Svövu Knútsdóttur, sem sló svo eftirminnilega í gegn sem Ella Stína í Verbúðinni. Á myndinni má sjá Önnu Svövu með fegurðardrottningunni Hólmfríði Karlsdóttur sem hlaut titilinn Miss World árið 1985. „Jæja, nú getum við hætt þessum leik - ekki hægt að toppa þessa“ - Otto Tynes. „Tvö þjóðardjásn“ - Lísa Björg Ingvarsdóttir. „Hvor ert þú?“ -Hildur Traustadóttir. Hvort að eitís áhrif Verbúðarinnar muni hafa einhver áhrif á götutískuna á Íslandi verður svo að fá að koma í ljós en ekki kæmi á óvart ef Verbúðar þemapartý yrðu vinsæl þetta árið. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Samfélagsmiðlar Einu sinni var... Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Sjá meira
Tíðarandi níunda áratugarins var svo sannarlega vel fangaður í sjónvarpsseríunni og greinilegt að mikill metnaður var lagður í öll atriði, stór og smá, sem einnkenndi þennan tíma. Sódastreamtækin, bílarnir, tónlistin, mjólkurfernurnar, reykingarnar og að ógleymdri bláu bollunni, sem auðvitað ekkert áfengisbragð var af. Verbúðaræðið tók yfir samfélagsmiðla Fortríðarþráin sem þættirnir virðast hafa vakið upp varð til þess að fólk kepptist við að dusta rykið af gömlum myndaalbúmum þar sem finna má myndir frá verbúðarárunum, túberuðum glimmerskvísum og vel blásnum stælgæjum. Lögin úr myndinni áttu stóran þátt í að ramma inn stemmninguna en miðað við spilanir á streymisveitunni Spotify virðist íslensk eitís tónlist vera með mikla endurkomu. Nostalgían hrinti af stað skemmtilegri bylgju á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #verbúðin en hér fyrir neðan er hægt að sjá myndir af nokkrum þekktum Íslendingum sem Lífið tók saman. Erfitt að toppa þessa mynd Fjölmiðlamaðurinn Gunnlaugur Helgason, eða Gulli Helga eins og hann er oftast kallaður, birti mynd af sér og engri annari en söngkonunni og stórstjörnunni Janet Jackson. Gulli og Janet líta út eins og bestu félagar á þessari rándýru mynd sem var tekin í Los Angeles árið 1987. „Já ok þú vannst þessa umferð“ er eitt af skemmtilegum athugasemdum sem má sjá undir myndinni á Instagramsíðu Gulla. View this post on Instagram A post shared by Gulli Helga (@gullihelga) Linda Pétursdóttir var svo sannarlega ein af drottningum níunda áratugarins en árið 1988 hlaut hún bæði titilinn Ungfrú Ísland og Miss World og skaust hratt upp á stjörnuhimininn. Stelpur og strákar veggfóðruðu herbergin sín með plaggötum af Lindu Pé og þegar Linda klippti hár sitt stutt vildu allar stelpur og konur fá Lindu-klippinguna. Myndin sem Linda birti er tekin um fjórum árum áður en frægðin bankaði upp á en þá var hún í Framhaldsskólanum á Laugum. Hárið í vængi, sportsokkar, joggingdress og allt eins og það á að vera. View this post on Instagram A post shared by LI D PE TURSDO TTIR (@lindape) „67 kíló af svala“ Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason birti mynd af sér frá 1985 þar sem hann stillir sér upp, eins og alvöru þenkjandi skáldi sæmir, á vinnustofu sinni í Boston. Hrósunum rigndi yfir kappann í athugasemdunum og hrósaði Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Hallgrími sérstaklega fyrir hárið, „Hair to die for“ á meðan Bubbi skellir í setninguna „67 kíló af svala.“ Enginn fiskur bara fiðla Fiðluleikarinn Sigrún Eðvaldsdóttir var ein skærasta tónlistarstjarna Íslands á þessum tíma. Í eftirminnilegum Hemma Gunn þætti Verbúðarinnar fékk hún, ásamt fiðlunni umtöluðu sitt pláss. Á myndinni sem Sigrún birti á Instagramsíðu sinni er hún vel í stíl og skartar eldrauðum varalit, vesti og skóm. Undir myndinni gefur hún þau skilaboð, í myllumerkingu, að hún hafi aldrei haft tíma til að vinna í fiski, því hún hafi alltaf verið að æfa sig á fiðluna. View this post on Instagram A post shared by Sigrun Edvaldsdottir (@sigrunedvalds) Á Instagramsíðu Hreyfingar má finna glæsilega mynd af sjálfum Jane Fonda drottningum Íslands, þeim Ágústu Johnson og Jónínu Ben heitinni. Mikið eróbikk- og líkamsræktaræði var á þessum tíma og voru stöllurnar svo sannarlega frumkvöðlar á sínu sviði og ávalt flottastar. View this post on Instagram A post shared by Hreyfing Heilsulind (@hreyfing) „Þarna erum við í eitís og ágætlega góð með okkur“ Myndlistarhjónin Jón Óskar og Hulda Hákon eru eitursvöl á mynd sem Jón Óskar birti á Facebook síðu sinni. Þegar þetta er ritað hafa tæplega sexhunduð manns líkað við myndina og 74 skrifað við hana athugasemd. Í athugasemdunum er hjónunum hrósað upp í hástert enda er parið eins og klippt út úr tískublaði, sem gæti allt eins verið gefið út í dag. „Á meðan allir voru klæddir eins og lúðar, in the eighties, voruð þið sjúklega cool . Geggjuð mynd af ykkur.“ - Íris Björk Hafsteinsdóttir.„Eins og stilla úr bíómynd með spennandi söguþráð og stjörnuleikurum!“ - Anna Jóelsdóttir. Leikkonan og gleðisprengjan, okkar eina sanna Edda Björgvins birti dásamlega mynd af sér á Facebook. Hér má sjá eitís tískuna í allri sinni dýrð með tilheyrandi túperingu, axlapúðum og gullslegnu dressi. „Ein alvöru eitís“ eins og Edda orðar það sjálf. „Ertu að gera grín að mér helvítið þitt?“ Tvíhöfða dúettinn Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr létu sig að sjálfsögðu ekki vanta í Verbúðar-myndaveisluna og deildu stórkostlegri mynd af sér. Myndin vakti mikla lukku en þegar þetta er skrifað hafa yfir áttahundruð líkað við myndina á Facebook. „Ætíð spekingslegastir,“ skrifar Óttar Proppé undir myndina. „Ég. Dey.“ - Unnur Ösp Stefánsdóttir. „Ertu að gera grín að mér helvítið þitt“ gæti Jón verið að hugsa“ - Ari Egilsson. „Ég var svona mest í að hlaupa á eftir bjöllu“ Rithöfundurinn Illugi Jökulsson birtir mynd af sér frá árinu 1988. Þar keppir hann fyrir hönd Reykjavíkur í spurningaþætti Ómars Ragnarssonar, Hvað heldurðu? Í athugasemdunum kemur fram að lið Illuga hafi að sjálfsögðu borið sigur úr bítum og gerir Illugi sjálfur þó lítið úr sinni eigin frammistöðu. „Það var Ragnheiður Erla Bjarnadóttir sem dró vagninn. Guðjón Friðriksson var líka mjög öflugur. Ég var svona mest í að hlaupa á eftir bjöllu.“ Vildi óska þess að hann hafi fæðst aðeins fyrr Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, birti skemmtilega mynd af sér sem tekin var í Tívolíinu í Hveragerði, fjölskyldu- og barnaparadís þessa tíma. Ásmundur fer ekki leynt með aðdáun sína af Verbúðinni og segist bölva því að hafa ekki fæðst örlítið fyrr. „Besti dómurinn er sú staðreynd að maður hafi beðið eftir nýjum þætti hvern sunnudag og hafi þar með í fyrsta sinn í langan tíma horft á heila sjónvarpsseríu í línulegri dagskrá.“ „Mamma, er íscola-ið búið?“ Gísli Örn Garðarsson einn aðalleikara, leikstjóra, handritshöfunda og framleiðenda Verbúðarinnar, birti skemmtilega mynd af sér frá árinu 1990. Vasareiknirinn og stílabókin eiga alla hans athygli og stærfræðidæmin vafalaust tengd veiðiheimildum og kvótabraski, en ekki hvað? „Ef veiðiheimildin er 300.000 tonn á ári. Og ég á X mikið í því. Hm…hvenær kemur sinclair spectrum 246k á markað sem getur reiknað það…mamma er íscólaið búið?“ Forseti Íslands með sítt að aftan Forsetafrúin Eliza Reid deildi skemmtilegum myndum af þeim hjónum frá níunda áratugnum. Myndin af Elizu er úr veiðiferð þar sem hún segir að hún „náði þeim stærsta“ en við hliðina er mynd af eiginmanninum þar sem hann skartar klippingu áratugarins, sítt að aftan. „Svo er fólk að kalla sig áhrifavalda“ Blaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson birtir grjótharða mynd af sér og félaga sínum, leikaranum Steini Ármanni Magnússyni. „Okkur var skítsama,“ skrifar Jakob við myndina sem hlaut mikla athygli á Facebook. Ef rýnt er í athugasemdirnar undir myndinni, sem eru nú yfir þrjátíu talsins, má þar finna nokkur gullkorn. „Hinir ómótstæðilegu“- Ari Eldjárn. „Þú vannst“ - Kolbeinn Óttarsson Proppé. „Menn eiga ekki sjens í þessa í dag“ - Ari Magg„Svo er fólk að kalla sig áhrifavalda“ - Thorsteinn Stephensen.„Myndin um allt sem er bannað. Dýraleður, sígó og þriðjudagsbjórinn.“ - Kristinn Helgi Guðjónsson. Parísardaman Helga Braga Hin ástsæla leikkona og gleðigjafi, Helga Braga Jónsdóttir, birti tvær eitís myndir af sér á Instagram síðu sinni. Á þeirri fyrri skartar hún hinum fræga þunna eitís hártopp en á þeirri seinni, sem er tekin í París 1984, er hún eins og frönsk kvikmyndastjarna á kaffihúsi. Það virðist einhvern veginn allt fara Helgu Brögu vel. View this post on Instagram A post shared by Helga Braga Jónsdóttir (@helgabragajonsd) View this post on Instagram A post shared by Helga Braga Jónsdóttir (@helgabragajonsd) „Ræpuskakkur“ í Stínu Spessi Ljósmyndari birti mynd af sér frá árinu 1979. Myndin er svarthvít portrait mynd og tekin í Kristjaníu í Danmörku. Í anda stemmningarinnar í Stínu á þessum tíma slá fylgjendur Spessa á létta strengi í athugasemdum: „Ræpuskakkur!“ View this post on Instagram A post shared by Spessi Hallbjornsson (@spessi_com) Don Cano gallinn góði og eitís vængirnir Þorgerður Katrín þingkona og formaður Viðreisnar skartaði hinum íkoníska Don Cano galla á mynd sem tekin var árið 1985 þar sem hún er í fríi með foreldrum sínum. Á seinni myndinni er Þorgerður komin með klippinguna og greiðsluna sem flestar konur þráðu á þessum tíma. View this post on Instagram A post shared by Þorgerður Katri n (@thorgerdurk) Svandís Svavarsdóttir mætvælaráðherra, birti fallega mynd af sér síðan 1989 og þakkar hún Vesturporti fyrir frábæra skemmtun. View this post on Instagram A post shared by Svandi s Svavarsdo ttir (@svandissvavarsdottir) Eins og Calvin Klein fyrirsæta Mynd frá árinu 1985, sem gæti alveg eins verið Calvin Klein auglýsing, er af leikaranum ástsæla Þorsteini Bachmann. Á myndinni sem tekin er í Flórída splæsir Þorsteinn í faglega fyrirsætutakta og fær mikið lof fyrir í athugasemdum. Undir myndinni má meðal annars sjá athugasemd frá leikkonunni Ilmi Kristjánsdóttur. „Vó!! Get out hvað þú ert töff“ View this post on Instagram A post shared by Thorsteinn Bachmann (@thorsteinnbachmann) Hin eina sanna og síunga Solla Eiríks birti að sjálfsögðu mynd af sér með svuntu í eldhúsinu. Myndin var tekin árið 1985/6 í eldhúsinu í Kerlingafjöllum. Enga herðapúða takk! Ingibjörg Sólrún Gísladóttir birti skemmtilega mynd á Facebook síðu sinni sem tekin var í Kaupmannahöfn árið 1980. Á myndinni láta þær vinkonurnar fara vel um sig og gefur Ingibjörg lítið fyrir áhuga hippanna á eitístískunni. „Við hipparnir vorum ekki með uppblásið hár eða herðapúða - ekki að ræða það“ Grínistinn Sigurður Sólmundsson birti krúttlega mynd af sér og bróður sínum, Sóla Hólm þar sem þeir eru vel gelaðir og auðvitað í stíl. Eitís þríeykið sem allir elskuðu Helga Möller söngkona var vafalaust ein af vinsælustu poppstjörnum níunda áratugarins á Íslandi. Vinsælasta þríeyki þess tíma var svo auðvitað ICY flokkurinn, skipaður þeim Helgu Möller, Pálma Gunnars og Eíríki Haukssyni. Það er fátt sem er eins mikið eitís eins og framlag Helgu í Verbúðar nostalgíuna. Á myndinni má sjá þau Eirík, Helgu og Pálma peppa sig upp fyrir flutning Gleðibankans sem var framlag Íslands í Eurovision árið 1986. Auðvitað voru allir handvissir um að lagið myndi vinna og einhverjir ennþá að jafna sig eftir sjokkið með sætið sextánda. Rannsóknarblaðamaðurinn Jóhannes Kr Kristjánsson er ekki þekktur fyrir annað en að kafa djúpt þegar kemur að heitum þjóðfélagsmálum. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan var metnaðurinn greinilega engu minni þegar kom að því að kafa eftir heitustu tískustraumum níunda áratugarins. Tólf stig! „Ég ætlaði að verða þessi gæi þegar ég yrði stór“ Bíókóngur Íslands, Alfreð Ásberg, birti glæsilega mynd af sér frá árinu 1984 þar sem hann stendur vaktina í Bíóhöllinni, vel túberaður og eitursvalur. Vængirnir í hárinu einir og sér lyfta eitísandanum upp í hæstu hæðir en myndin fékk mikil viðbrögð á Facebook. „Veit Limahl af því að þú stalst hárinu hans?“ - Heiðar Austmann. „Mjög skemmtilegur tími. Ég man sérstaklega eftir 1-2 hárlakk spray brúsum sem fengu að fjúka fyrir kvöldið og hárblásurum sem brunnu yfir.“ - Björn Valdimar Hall. „Fálkaorðuna strax á meðlimi Vesturports“ Nína Dögg Filippusdóttir er sannarlega ein af stjörnum Verbúðarinnar í hlutverki Vestfjarðarnornarinnar Hörpu Sigurðardóttur. Nína birti tvær eitís myndir af sér á Facebook og eins og sjá má var það ekki í fyrsta skipti í Verbúðinni sem Nína stígur inn í fiskvinnsluna. „Eintóm snilld! Fálkaorðuna strax á meðlimi Vesturports“ - Gunnar Svanberg Skúlason. Dagur B. Eggertsson aus lofi yfir Verbúðina í texta sem hann skrifaði undir mynd af sér frá hinni margrómuðu áttu. Það lítur út fyrir að Dagur hafi ekki látið hina dramatísku eitís tísku hafa mikil áhrif á stíl sinn en á myndinni má sjá að krullurnar frægu urðu ekki fyrir barðinu á brjálaða túberingarburstanum og eitruðu hárspreyinu. Heyrði tónlistina, fann lyktina og bragðið Katrín Júlíusdóttir þakkar fyrir sig og birtir hálfgert ástarbréf til Verbúðarinnar við myndaframlag sitt á Facebook. „Takk fyrir Verbúðina snillingar! Finn lyktina, heyri tónlistina og finn bragðið af ananaslegnu svínakjötinu.“ Þeir komu ekki til að sofa Ef einhverjir voru með meistaragráðu í hárblæstri á þessum tíma voru það meðlimir hljómsveitarinnar Greifanna. Á Facebooksíðu hljómsveitarinnar má sjá óborganlega hljómsveitarmynd sem tekin var á hápunkti eitís, því herrans ári 1986. „Hvítklæddir, óhræddir og vonandi að skemmta sér vel“ pósuðu hlómsveitarmeðlimir á myndinni sem aldrei fyrr og fékk myndin mikil viðbrögð á samfélgasmiðlum. „Var þetta þegar öll hljómsveitin fór í kokkanám á sama tíma?“ - Áslaug Högnadóttir. Það er ekkert upp á hann að klaga Mynd Guðmundar Inga Skúlasonar slökkviliðsmanns vakti mikla kátínu á Facebook en á myndinni má sjá Guðmund í hlutverki sínu í hinni ódauðlegu Stuðmannamynd, Með allt á hreinu. „Það er ekkert upp á hann að klaga“ - Klara Hallgrímsdóttir.„Farðu og segðu halló við pabba, Halló - Elska þetta atriði!“ - Kári Þráinsson Lífið er lag Söngkonan Eva Ásrún Albertsdóttir birti stórkostlega mynd frá árinu 1987 af hljómsveitinni Model. Bandið, sem var hálfgert afsprengi Mezzoforte, naut mikilla vinsælda á þessum tíma en var hljómsveitin þó skammlíf. Eins og sjá má á myndinni var engu til sparað í hárlakkið og búninga og voru vel æfð danssporin þar engin undantekning. Lögin Ástarbréf merkt X og Lífið er lag eru án efa tvö vinsælustu lög hljómsveitarinnar en það síðarnefnda hafnaði eftirminnilega í 2. sæti undankeppninnar í Eurovision árið 1987. Tvö þjóðardjásn Það er erfitt að toppa myndaframlag leikkonunnar Önnu Svövu Knútsdóttur, sem sló svo eftirminnilega í gegn sem Ella Stína í Verbúðinni. Á myndinni má sjá Önnu Svövu með fegurðardrottningunni Hólmfríði Karlsdóttur sem hlaut titilinn Miss World árið 1985. „Jæja, nú getum við hætt þessum leik - ekki hægt að toppa þessa“ - Otto Tynes. „Tvö þjóðardjásn“ - Lísa Björg Ingvarsdóttir. „Hvor ert þú?“ -Hildur Traustadóttir. Hvort að eitís áhrif Verbúðarinnar muni hafa einhver áhrif á götutískuna á Íslandi verður svo að fá að koma í ljós en ekki kæmi á óvart ef Verbúðar þemapartý yrðu vinsæl þetta árið.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Samfélagsmiðlar Einu sinni var... Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Sjá meira