Neytendur

Úrvals hákarl kallaður inn vegna skorts á framleiðsluleyfi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Úrvals hákarl hefur verið kallaður inn þar sem innpökkunaraðili hafði ekki tilskilin leyfi.
Úrvals hákarl hefur verið kallaður inn þar sem innpökkunaraðili hafði ekki tilskilin leyfi. Vísir

Framleiðandi sem pakkað hefur hákarl fyrir ÓJ&K ehf., undir vörumerki Úrvals Hákarl, hafði ekki tilskilin framleiðsluleyfi fyrir framleiðslu á afurðinni. Hún hefur því verið kölluð inn.

Um er að ræða hákarl í 100 gramma dósum með eftirfarandi best fyrir dagsetningum: 13.12.2022, 17.12.2022, 31.12.2022, 01.01.2023, 03.01.2023, 14.01.2023 og 18.01.2023.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÓJ&K. Þar segir að verið sé að vinna að öflun framleiðsluleyfa hjá verktakanum en ÓJ&K, sem er dreifingaraðili hákarlsins, sé nú að innkalla vöruna sem er á markaði frá viðkomandi aðila. 

Segir í tilkynningunni að allir viðkomandi aðilar harmi mistökin og muni varan því vera innkölluð af markaði.  

Upplýsingar um vöruna:

  • Vörheiti: Úrvals Hákarl 100gr
  • Nettómagn: 100g
  • Best fyrir dags. : 13.12.2023, 17.12.2023, 31.12.2022, 01.01.2023 , 03.01.2023 , 14.01.2023 og 18.01.2023
  • Strikamerki: 5 694230 087303
  • Dreifing: Krónan, Hagkaup, Orkan , Hraðbúðin Hellissandi, Kostur, BL ehf., Kaupfélag V-Húnvetninga, 10-11, Extra og Plúsmarkaðurinn.

Neytendur sem hafa keypt vöruna eru beðnir um að farga henni eða skila í næstu verslun eða til Ó. Johnson & Kaaber ehf, Tunguhálsi 1, 110 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Ó. Johnson & Kaaber í síma 535 4000 eða í tölvupósti ojk@ojk.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×