Aðeins snjóbílar ráða við aðstæður í kolvitlausu veðri á Vatnajökli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. febrúar 2022 13:04 Snjóbíll Björgunarfélags Árborgar er á leið á vettvang. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarmenn á tveimur öflugum snjóbílum eru nú á leið að þeim stað þar sem talið er að tveir erlendir fjallgöngumenn hafi grafið sig í fönn á Vatnajökli, við Hermannaskarð. Um er að ræða vana gönguskíðamenn frá Tékklandi sem hafa þverað Ísland að vetri til áður en þó aldrei farið yfir jökul. Neyðarkall frá neyðarsendi barst björgunaraðilum í nótt og var fjölmennt lið björgunarsveita kallað út til að halda á jökulinn, nánar tiltekið í Hermannaskarð, sem er á milli Vatnajökuls og Öræfajökuls. Samkvæmt upplýsingum frá Guðbrandi Erni Arnarssyni, verkefnastjóra aðgerða hjá Landsbjörgu, er minnst annar mannanna mjög vanur íslenskum vetrarferðum, en þeir voru að skíða á jöklinum. Hafa björgunarsveitarmenn verið í samskiptum við menninna. Búnir að grafa sig í fönn „Það hefur í sjálfu sér ekkert amað neitt að þeim þarna uppi. Það er blautt og kalt, það er kolvitlaust veður,“ segir Guðbrandur í samtali við Vísi. Vegna veðursins hefur gengið hægt að komast áleiðis til mannanna og snúa hefur við þurft björgunarsveitamönnum á tækjum sem ekki ráða við aðstæður. Öflugir snjóbílar eru nú á leiðinni í átt að mönnnunum tveimur. Öræfajökull. Hermannaskarð er milli Vatnajökuls og Öræfajökuls.Vísir/Vilhelm „Í raun og veru er staðan þannig að það eru engin tæki sem ráða við þessar aðstæður önnur en snjóbílar. Við eru þarna með tvo af öflugustu snjóbílum á landinu sem eru komnir á jökulinn,“ segir hann. Ferðamennirnir tveir geta lítið annað gert en að bíða átekta eftir aðstoð. Frá aðgerðum BjörgunarfélagsHornafjarðar í dag.Björgunarfélag Hornafjarðar „Þeir eru að gera allt rétt í viðbrögðum við ástandinu. Þeir eru búnir að grafa sig í fönn og eru komnir ofan í poka,“ segir Guðbrandur sem vonast til þess að veðrið fari batnandi. „Það er búið að vera niður í þriggja metra skyggni, snjóbylur og mikil ofankoma en vindurinn er aðeins að ganga niður. Það er von til þess að það sé að létta til.“ Vanir Tékkar Friðrik Friðriksson, formaður svæðisstjórnar hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar, segir allar upplýsingar liggja fyrir um hverjir mennirnir séu og hvernig leiðangurinn átti að vera. „Þeir hafa verið á Íslandi áður og þverað Ísland tvisvar, en þó ekki jökul,“ segir Friðrik. Í bæði skiptin hafi þeir verið á gönguskíðum að vetri til. Um sé að ræða reynda kappa. Verið að flytja snjóbílinn áleiðis á jökulinn.Björgunarfélag Hornafjarðar „Við náum sambandi við þá í gegnum neyðarsendinn með skilaboðum. Síðustu skilaboð sem við sendum voru klukkan tólf þegar við óskuðum eftir því að þeir kveiktu á snjóflóðaýlunum,“ segir Friðrik. Klukkan var um 13:30 þegar þegar fréttastofa náði tali af Friðriki. Þá sagði hann áhyggjur vera að Tékkarnir væru fentir í kaf því ofankoman væri gríðarleg. Veður væri þó að skána. „Fullt af tækjum eru komin upp á jökul. Sleðar og snjóbílar eiga svona 12-14 kílómetra í punktinn,“ segir Friðrik. Hraði farartækjanna sé um 14 kílómetrar á klukkustund svo vonir standi til að vera komnir á staðinn eftir um klukkustund. Frá aðgerðum björgunarsveitarinnar.Björgunarfélag Hornafjarðar Á jöklinum.Björgunarfélag Hornafjarðar Fjallamennska Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Tengdar fréttir Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Neyðarkall frá neyðarsendi barst björgunaraðilum í nótt og var fjölmennt lið björgunarsveita kallað út til að halda á jökulinn, nánar tiltekið í Hermannaskarð, sem er á milli Vatnajökuls og Öræfajökuls. Samkvæmt upplýsingum frá Guðbrandi Erni Arnarssyni, verkefnastjóra aðgerða hjá Landsbjörgu, er minnst annar mannanna mjög vanur íslenskum vetrarferðum, en þeir voru að skíða á jöklinum. Hafa björgunarsveitarmenn verið í samskiptum við menninna. Búnir að grafa sig í fönn „Það hefur í sjálfu sér ekkert amað neitt að þeim þarna uppi. Það er blautt og kalt, það er kolvitlaust veður,“ segir Guðbrandur í samtali við Vísi. Vegna veðursins hefur gengið hægt að komast áleiðis til mannanna og snúa hefur við þurft björgunarsveitamönnum á tækjum sem ekki ráða við aðstæður. Öflugir snjóbílar eru nú á leiðinni í átt að mönnnunum tveimur. Öræfajökull. Hermannaskarð er milli Vatnajökuls og Öræfajökuls.Vísir/Vilhelm „Í raun og veru er staðan þannig að það eru engin tæki sem ráða við þessar aðstæður önnur en snjóbílar. Við eru þarna með tvo af öflugustu snjóbílum á landinu sem eru komnir á jökulinn,“ segir hann. Ferðamennirnir tveir geta lítið annað gert en að bíða átekta eftir aðstoð. Frá aðgerðum BjörgunarfélagsHornafjarðar í dag.Björgunarfélag Hornafjarðar „Þeir eru að gera allt rétt í viðbrögðum við ástandinu. Þeir eru búnir að grafa sig í fönn og eru komnir ofan í poka,“ segir Guðbrandur sem vonast til þess að veðrið fari batnandi. „Það er búið að vera niður í þriggja metra skyggni, snjóbylur og mikil ofankoma en vindurinn er aðeins að ganga niður. Það er von til þess að það sé að létta til.“ Vanir Tékkar Friðrik Friðriksson, formaður svæðisstjórnar hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar, segir allar upplýsingar liggja fyrir um hverjir mennirnir séu og hvernig leiðangurinn átti að vera. „Þeir hafa verið á Íslandi áður og þverað Ísland tvisvar, en þó ekki jökul,“ segir Friðrik. Í bæði skiptin hafi þeir verið á gönguskíðum að vetri til. Um sé að ræða reynda kappa. Verið að flytja snjóbílinn áleiðis á jökulinn.Björgunarfélag Hornafjarðar „Við náum sambandi við þá í gegnum neyðarsendinn með skilaboðum. Síðustu skilaboð sem við sendum voru klukkan tólf þegar við óskuðum eftir því að þeir kveiktu á snjóflóðaýlunum,“ segir Friðrik. Klukkan var um 13:30 þegar þegar fréttastofa náði tali af Friðriki. Þá sagði hann áhyggjur vera að Tékkarnir væru fentir í kaf því ofankoman væri gríðarleg. Veður væri þó að skána. „Fullt af tækjum eru komin upp á jökul. Sleðar og snjóbílar eiga svona 12-14 kílómetra í punktinn,“ segir Friðrik. Hraði farartækjanna sé um 14 kílómetrar á klukkustund svo vonir standi til að vera komnir á staðinn eftir um klukkustund. Frá aðgerðum björgunarsveitarinnar.Björgunarfélag Hornafjarðar Á jöklinum.Björgunarfélag Hornafjarðar
Fjallamennska Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Tengdar fréttir Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Tugir leita erlends gönguskíðafólks á Vatnajökli Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 15. febrúar 2022 11:17