Innlent

Stefnt að opnun Hellis­heiðar um há­degi

Atli Ísleifsson skrifar
Búið er að opna veginn um Þrengsli.
Búið er að opna veginn um Þrengsli. Vísir/Vilhelm

Vegurinn um Hellisheiði er enn lokaður vegna snjóa og er stefnt að opnun um hádegisbil. Búið er að opna veginn um Þrengsli.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Upphaflega stóð til að opna veginn um Hellisheiði klukkan átta en því varð að fresta.

Eftir snjókomu síðustu daga á höfuðborgarsvæðinu hefur nú hlánað mikið og varar Vegagerðin við stórum pollum sem hafa myndast víða, meðal annars í Ártúnsbrekku og í Engidal í Hafnarfirði.

Vegurinn um Kjalarnes hefur verið opnaður en varað er við því að mjög þröngt sé á köflum, sérstaklega við Esjumela þar sem nú er unnið að mokstri.

Að öðru leyti er vetrarfærð víðast hvar á landinu en nánari upplýsingar er að finna á færðarkorti Vegagerðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×