Innlent

Jarð­skjálfti að stærð 3,0 fannst í Grinda­vík

Eiður Þór Árnason skrifar
Skjálftinn fannst í Grindavík.
Skjálftinn fannst í Grindavík. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálfti að stærð 3,0 varð 2,5 kílómetra norður af Grindavík klukkan 17:27 í dag. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Tilkynningar bárust Veðurstofu Íslands um að skjálftinn hefði fundist í Grindavík. 

Veðurstofan greinir frá þessu en þetta er annar skjálftinn sem mælist yfir 3,0 síðasta sólarhringinn. Skömmu fyrir miðnætti mældist skjálfti að stærðinni 3,1 skammt frá Skálafelli á Hellisheiði.

Tilkynningar bárust um að skjálftinn hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu, í Hveragerði og á Ölfusi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×