Íslenski boltinn

Andri missir aftur út tímabil vegna meiðsla

Sindri Sverrisson skrifar
Andri Adolphsson á ferðinni gegn Dinamo Zagreb síðasta sumar.
Andri Adolphsson á ferðinni gegn Dinamo Zagreb síðasta sumar. vísir/bára

Valsarinn Andri Adolphsson meiddist í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins og nú er orðið ljóst að hann er með slitið krossband í hné.

Andri staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net en þetta þýðir að afar ólíklegt er að hann komi nokkuð við sögu með Val á þessu ári.

Andri segist strax hafa fundið að eitthvað alvarlegt hefði gerst en hann meiddist þegar Valur vann KR-4-1 á Origo-vellinum fyrir rúmri viku, í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins.

Andri hefur verið afar óheppinn með meiðsli en hann missti af nánast öllu tímabilinu árið 2020 vegna höfuðmeiðsla og var einnig að glíma við meiðsli á síðustu leiktíð en spilaði þá átta deildarleiki og skoraði eitt mark.

Andri, sem er 29 ára og uppalinn Skagamaður, kveðst alveg hafa náð sér af höfuðmeiðslunum og ætli sér nú að takast á við það verkefni að komast í gegnum krossbandsslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×