Sýnum frumkvæði Jódís Skúladóttir skrifar 13. febrúar 2022 18:30 Fjöldi skotárása í Bandarískum háskólum og á götum úti hefur vakið mikla umræðu um skotvopnaeign almennings undanfarin ár. Fréttir af skotvopnaárásum hafa færst nær og nær og nánast orðið daglegt brauð að skotárásir verði í dönskum og sænskum borgum. Árásin í Útey breytti líka heimsmynd okkar norðurlandabúa og vakti okkur hressilega til umhugsunar. Hér hefur skotárásum fjölgað ískyggilega síðustu misseri, Rauðagerðismálið, skotárás á Egilsstöðum og tvær skotárásir í Reykjavík síðustu vikuna vekja okkur ugg. Nú er það svo að sjálf er undirrituð skotvopnaeigandi, stundar sjálfbærar skotveiðar og er alin upp við að umgangast skotvopn af virðingu. Skotvopn eru í eðli sínu ekki hættuleg frekar en bifreiðar eða hnífapör. Það er almennt mannanna verk ef skaði hlýst af meðferð þeirra. Það er mér mikið kappsmál að Ísland sýni frumkvæði í því að tryggja öryggi borgaranna og hef ég aldrei haft trú á að vopnvæðing lögreglu sé svar við auknu ofbeldi á landinu. Það að lögregla og glæpaklíkur fari í vígbúnaðarkapphlaup er einfaldlega ekki til þess fallið að draga úr ofbeldi eða auka öryggi landsmanna. Eitt af mínum fyrstu verkum eftir að ég settist á þing var að hefja undirbúning að frumvarpi um endurskoðun skotvopnalaga. Það hefur verið mín tilfinning lengi að mikið sé af óskráðum skotvopnum í landinu en áhugavert er að ekki ber saman skoðun lögreglu og almennings um hversu algengt sé að skotvopn séu óskráð í landinu. Ástæður óskráðar skotvopna geta verið ólíkar, andvaraleysi aðstandenda við fráfall skráðs eiganda, smygl og þjófnaður svo eitthvað sé nefnt. Í undirbúningsvinnu minni við frumvarpið kynnti ég mér löggjöf nágrannalanda. Borið hefur á því á Norðurlöndum að svokölluð „óvirk skotvopn“ séu keypt frá Austur Evrópu en þá er hægt að komast hjá hefðbundnu ferli um kaup á skotvopnum. Það þarf hins vegar litla þekkingu til þess að breyta vopnunum með einföldum hætti til þess að gera þau virk. Árið 2017 bauðst Áströlum að skila inn óskráðum og ólöglegum skotvopnum án eftirmála en þetta var í annað sinn sem slíkt átak var gert í Ástralíu og skiluðu sér alls um 57.000 skotvopn inn til yfirvalda. Eftir hryðjuverkaárás í Nýja-Sjálandi árið 2019 þar sem rúmlega 50 voru myrt í skotárásum bauðst fólki að skila inn ákveðnum tegundum skotvopna gegn greiðslu eftir að lögum var breytt og þau hert. Einnig gafst fólki kostur á að skila inn óskráðum vopnum án yfirheyrslu og voru yfir 50.000 skotvopnum þannig skilað inn til lögreglu. Sambærilegt átak var í Svíþjóð árið 2014 og skilaði það yfir 15.000 skotvopnum til yfirvalda. Eftir gott samtal við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ákvað ég að leggja ekki fram frumvarpið þar sem stjórnarfrumvarp um endurskoðun skotvopnalaga er í farvatninu. Ég mun hins vegar halda málinu vakandi og fylgja því eftir inni á þingi þar sem alvarleiki málsins er með þeim hætti að við getum ekki og megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi. Það verður aldrei hægt að koma að fullu í veg fyrir skotárásir en með ábyrgri löggjöf á átaki í eftirliti og umsýslu má hins vegar draga úr líkum á misnotkun skotvopna og þannig bjarga mannslífum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Alþingi Vinstri græn Skotvopn Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Fjöldi skotárása í Bandarískum háskólum og á götum úti hefur vakið mikla umræðu um skotvopnaeign almennings undanfarin ár. Fréttir af skotvopnaárásum hafa færst nær og nær og nánast orðið daglegt brauð að skotárásir verði í dönskum og sænskum borgum. Árásin í Útey breytti líka heimsmynd okkar norðurlandabúa og vakti okkur hressilega til umhugsunar. Hér hefur skotárásum fjölgað ískyggilega síðustu misseri, Rauðagerðismálið, skotárás á Egilsstöðum og tvær skotárásir í Reykjavík síðustu vikuna vekja okkur ugg. Nú er það svo að sjálf er undirrituð skotvopnaeigandi, stundar sjálfbærar skotveiðar og er alin upp við að umgangast skotvopn af virðingu. Skotvopn eru í eðli sínu ekki hættuleg frekar en bifreiðar eða hnífapör. Það er almennt mannanna verk ef skaði hlýst af meðferð þeirra. Það er mér mikið kappsmál að Ísland sýni frumkvæði í því að tryggja öryggi borgaranna og hef ég aldrei haft trú á að vopnvæðing lögreglu sé svar við auknu ofbeldi á landinu. Það að lögregla og glæpaklíkur fari í vígbúnaðarkapphlaup er einfaldlega ekki til þess fallið að draga úr ofbeldi eða auka öryggi landsmanna. Eitt af mínum fyrstu verkum eftir að ég settist á þing var að hefja undirbúning að frumvarpi um endurskoðun skotvopnalaga. Það hefur verið mín tilfinning lengi að mikið sé af óskráðum skotvopnum í landinu en áhugavert er að ekki ber saman skoðun lögreglu og almennings um hversu algengt sé að skotvopn séu óskráð í landinu. Ástæður óskráðar skotvopna geta verið ólíkar, andvaraleysi aðstandenda við fráfall skráðs eiganda, smygl og þjófnaður svo eitthvað sé nefnt. Í undirbúningsvinnu minni við frumvarpið kynnti ég mér löggjöf nágrannalanda. Borið hefur á því á Norðurlöndum að svokölluð „óvirk skotvopn“ séu keypt frá Austur Evrópu en þá er hægt að komast hjá hefðbundnu ferli um kaup á skotvopnum. Það þarf hins vegar litla þekkingu til þess að breyta vopnunum með einföldum hætti til þess að gera þau virk. Árið 2017 bauðst Áströlum að skila inn óskráðum og ólöglegum skotvopnum án eftirmála en þetta var í annað sinn sem slíkt átak var gert í Ástralíu og skiluðu sér alls um 57.000 skotvopn inn til yfirvalda. Eftir hryðjuverkaárás í Nýja-Sjálandi árið 2019 þar sem rúmlega 50 voru myrt í skotárásum bauðst fólki að skila inn ákveðnum tegundum skotvopna gegn greiðslu eftir að lögum var breytt og þau hert. Einnig gafst fólki kostur á að skila inn óskráðum vopnum án yfirheyrslu og voru yfir 50.000 skotvopnum þannig skilað inn til lögreglu. Sambærilegt átak var í Svíþjóð árið 2014 og skilaði það yfir 15.000 skotvopnum til yfirvalda. Eftir gott samtal við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ákvað ég að leggja ekki fram frumvarpið þar sem stjórnarfrumvarp um endurskoðun skotvopnalaga er í farvatninu. Ég mun hins vegar halda málinu vakandi og fylgja því eftir inni á þingi þar sem alvarleiki málsins er með þeim hætti að við getum ekki og megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi. Það verður aldrei hægt að koma að fullu í veg fyrir skotárásir en með ábyrgri löggjöf á átaki í eftirliti og umsýslu má hins vegar draga úr líkum á misnotkun skotvopna og þannig bjarga mannslífum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun