Segja slæðubann neyða konur til að velja milli trúarinnar og menntunar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2022 14:05 Fjöldi indverskra kvenna hefur mótmælt slæðubanninu. AP Photo/Rafiq Maqbool Ungar konur sem stunda háskólanám í Karnataka héraði á Indlandi mótmæla slæðubanni, sem nokkrir háskólar í héraðinu hafa kynnt, og segja skólayfirvöld neyða sig til að velja milli trúarinnar og menntunar. Þær segja bannið stangast á við stjórnarskrá landsins. „Niðurlægingin sem maður upplifir við að vera rekinn út úr skólastofu fyrir það eitt að bera slæðu er rosaleg,“ segir hin 21 árs gamla Ayesha Imthiaz, háskólanemi og múslimi, í samtali við fréttastofu Reuters. Imthiaz er ein þeirra ungu kvenna sem hefur mótmælt harðlega slæðubanni sem kynnt var af nokkrum háskólum í Karnataka héraði á Indlandi nýlega. „Trú mín hefur verið dregin í efa og ég verið móðguð af stofnun sem ég taldi hof menntunar. Það er eins og verið sé að biðja mig að velja milli trúar minnar og menntunar, sem er í grunninn rangt.“ Mega bera slæðu á almannafæri en ekki í kennslustofum Imthiaz hefur stundað nám við Mahatma Gandhi Memorial háskólann í Udupi sýslu í Karnataka í fimm ár. Hún segir að henni og öðrum ungum konum sem mótmælt hafa banninu hafi verið hótað og þær neyðst til að halda sig innandyra. Háskólayfirvöld hafa sagt að nemendum sé frjálst að bera slæðu á háskólasvæðinu og þeim væri bara gert að taka slæðurnar niður inni í kennslustofum. Udupi er ein þriggja sýslna í Karnataka héraði, sem hefur verið nokkuð trúarlega viðkvæmt í gegn um tíðina. Karnataka er eitt höfuðvíga Bharatiya Janata stjórnmálaflokksins, sem er staðsettur á hægri vængnum, og stjórnað er af Narendra Modi forsætisráðherra. Vilja engar utanaðkomandi athugasemdir Boðun slæðubannsins hefur vakið upp hræðslu og reiði meðal múslima í héraðinu, sem eru í miklum minnihluta, sem segja að stjórnarskráin gefi þeim rétt til að klæðast hverju sem þeir vilja. Múslimar hafa fjölmennt á mótmæli og hundruð komið saman í Kolkata og Chennai í mánuðinum. Í síðustu viku vísað hæstaréttardómari umkvörtunum vegna málsins til sérstakrar nefndar. Múslimar eru ekki einir um að mótmæla banninu en málið hefur vakið mikla athygli víða um heim. Þá sendi Trúfrelsisstofnun Bandaríkjanna út yfirlýsingu á föstudag þar sem hún sagði bannið brjóta á rétti fólks til trúfrelsis og jaðarsetja konur og stúlkur. Utanríkisráðuneyti Indlands sendi í kjölfarið út yfirlýsingu um að athugasemdir frá stofnunum, sem ekki eru indverskar, væru óvelkomnar í umræðuna og að málið væri á borði dómstóla. Indland Trúmál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
„Niðurlægingin sem maður upplifir við að vera rekinn út úr skólastofu fyrir það eitt að bera slæðu er rosaleg,“ segir hin 21 árs gamla Ayesha Imthiaz, háskólanemi og múslimi, í samtali við fréttastofu Reuters. Imthiaz er ein þeirra ungu kvenna sem hefur mótmælt harðlega slæðubanni sem kynnt var af nokkrum háskólum í Karnataka héraði á Indlandi nýlega. „Trú mín hefur verið dregin í efa og ég verið móðguð af stofnun sem ég taldi hof menntunar. Það er eins og verið sé að biðja mig að velja milli trúar minnar og menntunar, sem er í grunninn rangt.“ Mega bera slæðu á almannafæri en ekki í kennslustofum Imthiaz hefur stundað nám við Mahatma Gandhi Memorial háskólann í Udupi sýslu í Karnataka í fimm ár. Hún segir að henni og öðrum ungum konum sem mótmælt hafa banninu hafi verið hótað og þær neyðst til að halda sig innandyra. Háskólayfirvöld hafa sagt að nemendum sé frjálst að bera slæðu á háskólasvæðinu og þeim væri bara gert að taka slæðurnar niður inni í kennslustofum. Udupi er ein þriggja sýslna í Karnataka héraði, sem hefur verið nokkuð trúarlega viðkvæmt í gegn um tíðina. Karnataka er eitt höfuðvíga Bharatiya Janata stjórnmálaflokksins, sem er staðsettur á hægri vængnum, og stjórnað er af Narendra Modi forsætisráðherra. Vilja engar utanaðkomandi athugasemdir Boðun slæðubannsins hefur vakið upp hræðslu og reiði meðal múslima í héraðinu, sem eru í miklum minnihluta, sem segja að stjórnarskráin gefi þeim rétt til að klæðast hverju sem þeir vilja. Múslimar hafa fjölmennt á mótmæli og hundruð komið saman í Kolkata og Chennai í mánuðinum. Í síðustu viku vísað hæstaréttardómari umkvörtunum vegna málsins til sérstakrar nefndar. Múslimar eru ekki einir um að mótmæla banninu en málið hefur vakið mikla athygli víða um heim. Þá sendi Trúfrelsisstofnun Bandaríkjanna út yfirlýsingu á föstudag þar sem hún sagði bannið brjóta á rétti fólks til trúfrelsis og jaðarsetja konur og stúlkur. Utanríkisráðuneyti Indlands sendi í kjölfarið út yfirlýsingu um að athugasemdir frá stofnunum, sem ekki eru indverskar, væru óvelkomnar í umræðuna og að málið væri á borði dómstóla.
Indland Trúmál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira