Fótbolti

Hópslagsmál í portúgölsku deildinni

Atli Arason skrifar
Pepe í portúgölsku landsliðstreyjunni
Pepe í portúgölsku landsliðstreyjunni NordcPhotos/GettyImages

Porto og Sporting Lisabon skyldu jöfn í toppslag portúgölsku deildarinnar á föstudaginn, 2-2. Porto heldur því sex stiga forskoti sínu á toppi deildarinnar. Leikurinn fór fram á Estádio do Dragão, heimavelli Porto, en gestirnir frá Lisabon komust tveimur mörkum yfir áður en að heimamenn jöfnuðu. Alls fóru fimm rauð spjöld á loft í leiknum.

Eftir tíu mínútna uppbótatíma sauð allt upp úr þegar dómarinn flautaði leikinn af. Út brutust slagsmál þar sem vandræðagemlingurinn Pepe var í hringamiðjunni en Pepe var ósáttur að hafa ekki fengið dæmda vítaspyrnu rétt fyrir leikslok þegar hann taldi að brotið hefði verið á sér.

Allir leikmenn beggja liða, þjálfarar, starfsmenn og meira að segja boltastrákar virðast hafa tekið einhvern þátt í uppátækinu en dómari leiksins þurfti alls að veifa rauða spjaldinu fjórum sinnum, eftir að leikurinn hefði verið flautaður af. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×