Fangavarðaskólinn í fjarnámi – 26 nemendur í skólanum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. febrúar 2022 14:06 Tuttugu og sex nemendur eru nú í Fangavarðaskólanum. Námið fer fram í fjarnámi, auk einnar viku í staðarlotu í verklegum æfingum í samstarfi við þjálfara Lögregluskólans.Í dag eru um 135 fangaverðir starfandi í fangelsum landsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tuttugu og sex nemendur eru nú í Fangavarðaskólanum þar sem um þriðjungur þeirra eru konur. Námið fer fram í fjarnámi, auk einnar viku í staðarlotu í verklegum æfingum í samstarfi við þjálfara Lögregluskólans. Fangavörður segir starfið glettilega skemmtilegt og gefandi. Fangavarðaskólinn er í dag eingöngu rekinn sem fjarnámsskóli. Vegna þess hve fangavarðastéttin er fámenn er ekki haldinn skóli á hverju ári, heldur eftir þörfum. Vegna skorts á fangavörðum er skólinn starfræktur um þessar mundir með 26 nemendum en námið hófst 8. nóvember síðastliðinn og stendur til 25. maí í vor. Í skólanum eru eingöngu fangaverðir sem þegar eru í starfi en hafa ekki full réttindi fangavarða. Um 30 prósent af núverandi nemendum eru konur, sem samsvarar hlutfallinu, sem er meðal starfsmanna í fangelsum landsins. En fangavarðastarfið, er það skemmtilegt starf? Garðar Svansson, fangavörður á Kvíabryggju er trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands. „Já, það er nefnilega glettilega skemmtilegt að það er mjög gefandi að sjá þegar við getum sent frá okkur einstaklinga, sem hafa bætt sig og eru jafnvel orðnir fjölskyldumenn í dag, sem voru á mjög slæmum stað þegar þeir komu inn í fangelsin. Okkur þykir mjög vænt um það að sjá það að við erum að skila frá okkur góðri afurð, það má segja það þannig,“ segir Garðar. Eingöngu eru í skólanum fangaverðir sem þegar eru í starfi en hafa ekki full réttindi fangavarða. Full starfsréttindi hljóta starfsmenn að lokinni útskrift frá skólanum. Núna eru 26 fangavarðarnemar við nám.Aðsend Garðar segir störf fangavarða mjög fjölbreytt. „Það er það, mjög skemmtilegt og gefandi, ég er að segja satt. Þú getur talað við hvaða fangavörð sem er því á öllum starfseiningum fangelsiskerfisins er góður starfsandi.“ Helstu greinar sem kenndar eru við Fangavarðaskólann eru: Skýrslugerð og öryggismál; Afbrotafræði; Lögfræði; Fangelsisfræði og siðræn málefni; Sálfræði og félagsráðgjöf; Tölvukerfi og skráningar. Auk áðurnefndra verklegra æfinga sem snúa að tökum, handjárnaæfingum, þvingunarbúnaði og öðru sem stundum þarf að grípa til í samskiptum við erfiða einstaklinga.Guðmundur Gíslason er skólastjóri Fangavarðaskólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Garðar Svansson, fangavörður og trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands, sem mælir 100 prósent með starfi fangavarða, enda sé það skemmtilegt og gefandi starf.Aðsend Fangelsismál Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Fangavarðaskólinn er í dag eingöngu rekinn sem fjarnámsskóli. Vegna þess hve fangavarðastéttin er fámenn er ekki haldinn skóli á hverju ári, heldur eftir þörfum. Vegna skorts á fangavörðum er skólinn starfræktur um þessar mundir með 26 nemendum en námið hófst 8. nóvember síðastliðinn og stendur til 25. maí í vor. Í skólanum eru eingöngu fangaverðir sem þegar eru í starfi en hafa ekki full réttindi fangavarða. Um 30 prósent af núverandi nemendum eru konur, sem samsvarar hlutfallinu, sem er meðal starfsmanna í fangelsum landsins. En fangavarðastarfið, er það skemmtilegt starf? Garðar Svansson, fangavörður á Kvíabryggju er trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands. „Já, það er nefnilega glettilega skemmtilegt að það er mjög gefandi að sjá þegar við getum sent frá okkur einstaklinga, sem hafa bætt sig og eru jafnvel orðnir fjölskyldumenn í dag, sem voru á mjög slæmum stað þegar þeir komu inn í fangelsin. Okkur þykir mjög vænt um það að sjá það að við erum að skila frá okkur góðri afurð, það má segja það þannig,“ segir Garðar. Eingöngu eru í skólanum fangaverðir sem þegar eru í starfi en hafa ekki full réttindi fangavarða. Full starfsréttindi hljóta starfsmenn að lokinni útskrift frá skólanum. Núna eru 26 fangavarðarnemar við nám.Aðsend Garðar segir störf fangavarða mjög fjölbreytt. „Það er það, mjög skemmtilegt og gefandi, ég er að segja satt. Þú getur talað við hvaða fangavörð sem er því á öllum starfseiningum fangelsiskerfisins er góður starfsandi.“ Helstu greinar sem kenndar eru við Fangavarðaskólann eru: Skýrslugerð og öryggismál; Afbrotafræði; Lögfræði; Fangelsisfræði og siðræn málefni; Sálfræði og félagsráðgjöf; Tölvukerfi og skráningar. Auk áðurnefndra verklegra æfinga sem snúa að tökum, handjárnaæfingum, þvingunarbúnaði og öðru sem stundum þarf að grípa til í samskiptum við erfiða einstaklinga.Guðmundur Gíslason er skólastjóri Fangavarðaskólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Garðar Svansson, fangavörður og trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands, sem mælir 100 prósent með starfi fangavarða, enda sé það skemmtilegt og gefandi starf.Aðsend
Fangelsismál Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira