Framtíðin er að renna okkur úr greipum Stein Olav Romslo skrifar 12. febrúar 2022 07:31 Við stöndum frammi fyrir risastórri áskorun. Loftslagsvánni. En áskoranir fela líka í sér tækifæri. Tækifæri til að byggja upp borg sem er leiðandi í grænni uppbyggingu, grænum samgöngum og grænum störfum. Græn umskipti eru lykillinn að framtíðinni. Komandi ár eru úrslitaár í baráttu okkar við loftslagsvána. Þau skera úr um hvort við náum að snúa blaðinu við í tæka tíð. Græn umskipti þola enga bið og því verðum við að taka áhrif á loftslagið með í reikninginn við alla stefnumótun og ákvarðanatöku. Megum því ekki líta á loftslagsvána sem einangrað vandamál en hana verður að hafa í huga á öllum stigum og sviðum borgarinnar. Með sameiginlegu átaki þurfum við borgarbúar að breyta neyslu-, matar- og ferðavenjum okkar og verður borgin að sjá til þess að búið sé svo um hnútana að fólk í mismunandi stöðu hafi færi á því. Við verðum að tryggja að einstaklingar úr ólíkum hópum samfélagsins komi að ákvarðanatöku við grænu umskipti borgarinnar. Þátttaka borgarbúa í þessu verkefni – þessari samfélagslegu áskorun sem við stöndum frammi fyrir – er lykilatriði til að ná árangri. Það er að sama skapi ófrávíkjanleg krafa að umskiptin verði ekki síður réttlát. Við þurfum að tryggja að aðgerðir okkar og breytingar í þágu loftslagsins stuðli að jöfnuði og komi í veg það óréttlæti sem loftslagsváin leiðir af sér. Og á meðan ríkisstjórnin boðar áfram gráar aðgerðir í málaflokknum er enn frekari ástæða fyrir Reykjavík að taka forystu í loftslagsmálum. Til að Reykjavíkurborg verði kolefnishlutlaus er allra brýnast að minnka losun en það getum við gert vel með öflugri uppbyggingu sjálfbærra hverfa þar sem þjónusta er í nærumhverfi íbúa, með góðum tengingum milli hverfa, sterku almenningssamgönguneti og þéttingu byggðar m.a. á svæðum Borgarlínu. Þessar áherslur falla vel að stefnunni um 15 mín hverfið! Áherslur sem draga úr losun en stuðla að sama tíma að auknum lífsgæðum og bættri lýðheilsu borgarbúa. Í gær var opinn fundur um græna plan Reykjavíkurborgar. Það er metnaðarfull aðgerðaáætlun borgarinnar til að stuðla að grænni uppbyggingu. Græna planið felur í sér helstu aðgerðir borgarinnar í vegferð sinni að því að verða kolefnishlutlaus árið 2040, að grænum vexti og til að tryggja að græna byltingin byggist á réttlæti og þátttöku. Það er því ljóst að borgin er leiðandi á höfuðborgarsvæðinu í þessum málaflokki. Þar ætti ekki að láta staðar numið – Reykjavík hefur alla burði til þess að vera framúrskarandi græn borg líka á heimsvísu! Áhrif loftslagskrísunnar leggjast þungt á ungt fólk sem þegar er farið að kvíða framtíð sinni. Að sama skapi hefur ungt fólk dregið vagninn þegar kemur að vitundarvakningu og ákalli eftir aðgerðum gegn loftslagsvánni. Það hefur líklega aldrei verið jafnt brýnt og nú að ungt fólk sitji við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar sem hafa bein áhrif á framtíð þeirra. Ég treysti mér til þess að vera verðugur fulltrúi ungs fólks og mun beita mér fyrir því að borgarfulltrúar standi í lappirnar þegar kemur að því að fylgja eftir metnaðarfullum aðgerðaáætlunum um græna borg. Íhaldsflokkar hafa með málflutningi sínum opinberað sofandahátt og getuleysi þegar kemur að þessum gríðarlega mikilvæga málaflokki – ef ekki mikilvægasta málaflokki samtímans – og sýnt að þeir eru ekki tilbúnir að svara kalli vísindafólks og ungs fólks og ráðast í þær aðgerðir og breytingar sem nauðsynlegt er. Þess vegna þarf Samfylkingin að halda áfram á braut metnaðarfullra aðgerða og stíga fast til jarðar við innleiðingu græna plansins. Til að málflutningurinn sé trúverðugur þarf ungan frambjóðanda í efstu sætin. Ég vona að félagar mínir í Samfylkingunni treysti ungu fólki, eins og mér, til forystu. Höfundur er grunnskólakennari og yngsti frambjóðandinn í flokksvali Samfylkingarinnar 12.-13. febrúar og sækist eftir 5.-6. sæti. Heimasíða framboðsins er steinolav.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Loftslagsmál Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Við stöndum frammi fyrir risastórri áskorun. Loftslagsvánni. En áskoranir fela líka í sér tækifæri. Tækifæri til að byggja upp borg sem er leiðandi í grænni uppbyggingu, grænum samgöngum og grænum störfum. Græn umskipti eru lykillinn að framtíðinni. Komandi ár eru úrslitaár í baráttu okkar við loftslagsvána. Þau skera úr um hvort við náum að snúa blaðinu við í tæka tíð. Græn umskipti þola enga bið og því verðum við að taka áhrif á loftslagið með í reikninginn við alla stefnumótun og ákvarðanatöku. Megum því ekki líta á loftslagsvána sem einangrað vandamál en hana verður að hafa í huga á öllum stigum og sviðum borgarinnar. Með sameiginlegu átaki þurfum við borgarbúar að breyta neyslu-, matar- og ferðavenjum okkar og verður borgin að sjá til þess að búið sé svo um hnútana að fólk í mismunandi stöðu hafi færi á því. Við verðum að tryggja að einstaklingar úr ólíkum hópum samfélagsins komi að ákvarðanatöku við grænu umskipti borgarinnar. Þátttaka borgarbúa í þessu verkefni – þessari samfélagslegu áskorun sem við stöndum frammi fyrir – er lykilatriði til að ná árangri. Það er að sama skapi ófrávíkjanleg krafa að umskiptin verði ekki síður réttlát. Við þurfum að tryggja að aðgerðir okkar og breytingar í þágu loftslagsins stuðli að jöfnuði og komi í veg það óréttlæti sem loftslagsváin leiðir af sér. Og á meðan ríkisstjórnin boðar áfram gráar aðgerðir í málaflokknum er enn frekari ástæða fyrir Reykjavík að taka forystu í loftslagsmálum. Til að Reykjavíkurborg verði kolefnishlutlaus er allra brýnast að minnka losun en það getum við gert vel með öflugri uppbyggingu sjálfbærra hverfa þar sem þjónusta er í nærumhverfi íbúa, með góðum tengingum milli hverfa, sterku almenningssamgönguneti og þéttingu byggðar m.a. á svæðum Borgarlínu. Þessar áherslur falla vel að stefnunni um 15 mín hverfið! Áherslur sem draga úr losun en stuðla að sama tíma að auknum lífsgæðum og bættri lýðheilsu borgarbúa. Í gær var opinn fundur um græna plan Reykjavíkurborgar. Það er metnaðarfull aðgerðaáætlun borgarinnar til að stuðla að grænni uppbyggingu. Græna planið felur í sér helstu aðgerðir borgarinnar í vegferð sinni að því að verða kolefnishlutlaus árið 2040, að grænum vexti og til að tryggja að græna byltingin byggist á réttlæti og þátttöku. Það er því ljóst að borgin er leiðandi á höfuðborgarsvæðinu í þessum málaflokki. Þar ætti ekki að láta staðar numið – Reykjavík hefur alla burði til þess að vera framúrskarandi græn borg líka á heimsvísu! Áhrif loftslagskrísunnar leggjast þungt á ungt fólk sem þegar er farið að kvíða framtíð sinni. Að sama skapi hefur ungt fólk dregið vagninn þegar kemur að vitundarvakningu og ákalli eftir aðgerðum gegn loftslagsvánni. Það hefur líklega aldrei verið jafnt brýnt og nú að ungt fólk sitji við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar sem hafa bein áhrif á framtíð þeirra. Ég treysti mér til þess að vera verðugur fulltrúi ungs fólks og mun beita mér fyrir því að borgarfulltrúar standi í lappirnar þegar kemur að því að fylgja eftir metnaðarfullum aðgerðaáætlunum um græna borg. Íhaldsflokkar hafa með málflutningi sínum opinberað sofandahátt og getuleysi þegar kemur að þessum gríðarlega mikilvæga málaflokki – ef ekki mikilvægasta málaflokki samtímans – og sýnt að þeir eru ekki tilbúnir að svara kalli vísindafólks og ungs fólks og ráðast í þær aðgerðir og breytingar sem nauðsynlegt er. Þess vegna þarf Samfylkingin að halda áfram á braut metnaðarfullra aðgerða og stíga fast til jarðar við innleiðingu græna plansins. Til að málflutningurinn sé trúverðugur þarf ungan frambjóðanda í efstu sætin. Ég vona að félagar mínir í Samfylkingunni treysti ungu fólki, eins og mér, til forystu. Höfundur er grunnskólakennari og yngsti frambjóðandinn í flokksvali Samfylkingarinnar 12.-13. febrúar og sækist eftir 5.-6. sæti. Heimasíða framboðsins er steinolav.is.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar