Sex vikna prófkjörslota hefst á laugardag Heimir Már Pétursson skrifar 10. febrúar 2022 19:20 Sex vikna prófkjörslota flokkanna hefst með flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og Reykjavík um helgina. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sækist einn eftir forystusætinu í borginni. Stöð 2/Egill Mikil prófkjörslota fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor sem stendur næstu sex vikurnar hefst með prófkjörum Samfylkingarinnar í Reykjavík og Hafnarfirði um helgina. Borgarstjóri situr einn aðforystusætinu í borginni en barist er um oddvitasætið í Hafnarfirði. Sjálfstæðismenn voru með fyrsta prófkjörið i Mosfellsbæ síðast liðin laugardag. En svona lítur prófkjörsdagatalið út fyrir febrúarmánuð annars vegar og mars hins vegar þar sem Samfylkingin, Píratar, Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn bjóða flokksfélögum að velja fólk á lista sína í nokkrum stærstu sveitarfélögum landsins. Í sveitarstjórnarkosningunum í maí verður kosið um 23 fulltrúa til setu í borgarstjórn Reykjavíkur. Í meirihlutanum í dag sitja sjö fulltrúar Samfylkingarinnar, tveir frá Pírötum, tveir frá Viðreisn og og Vinstri græn eru með einn fulltrúa. Í minnihlutanum sitja síðan átta fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, einn frá Flokki fólksins, Miðflokknum og Sósíalistaflokknum. Um helgina hefst törnin fyrir alvöru með flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði á laugardag og í Reykjavík á laugardag og sunnudag. Ingibjörg Stefánsdóttir í kjörstjórn Samfylkingarinnar í Reykjavík segir einvala lið keppa um efstu sæti á lista flokksins í borginni.Stöð 2/Sigurjón Ingibjörg Stefánsdóttir fulltrúi í kjörstjórn Samfylkingarinnar segir rafræna kosningu hefjast klukkan átta að morgni laugardags. „Og það verður kosning fram til klukkan þrjú á sunnudeginum.“ Hvenær reiknið þið með að úrslit liggi fyrir? „Fljótlega upp úr því,“ segir Ingibjörg. Enginn býður sig fram gegn Degi B. Eggertssyni í fyrsta sætið og Heiðu Björgu Hilmisdóttur í annað sætið í Reykjavík. Sextán eru hins vegar í boði í sex efstu sæti listans í borginni. Kosið verður um 23 borgarfulltrúa til að sitja í þessum sal á næsta kjörtímabili.Stöð 2/Sigurjón „Kjósendur mega velja fjóra til sex frambjóðendur. Það eru miklu fleiri að bjóða sig fram. Þetta er ákveðið lúxúsvandamál,“ segir Ingibjörg. Í Hafnarfirði lýkur flokksvalinu klukkan 18:00 á laugardag og úrslit ættu að liggja fyrir þá um kvöldið. Þar raða kjósendur í átta efstu sætin þar sem tólf frambjóðendur eru um hituna. Gamla kempan Guðmundur Árni Stefánsson sækist þar eftir fyrsta sætinu ásamt Árna Rúnari Þorvaldssyni. Samfylkingin Reykjavík Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Tengdar fréttir Búist við hitafundi fulltrúaráðs Sjálfstæðismanna á morgun Ákvörðun Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, um að loka kjörskrá tveimur vikum fyrir kjördag í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur reynst umdeild meðal flokksmanna. 9. febrúar 2022 18:01 Færist fjör í leika í fyrsta prófkjöri Viðreisnar Þórdís Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar til margra ára, eigandi Manifesto ráðgjafafyrirtækis og stjórnarmaður, íhugar um þessar mundir að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í borginni. 9. febrúar 2022 14:00 Dagur segir hvergi hafa borið skugga á meirihlutasamstarfið en Viðreisn heldur öllu opnu Oddvitar þeirra fjögurra flokka sem mynda meirihluta í borginni, Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata segja samstarfið hafa gengið vel og myndu vilja halda því áfram. Oddviti Viðreisnar ítrekar að samstarfið sé gott en er sá oddviti sem sker sig úr um að leggja áherslu á að flokkurinn gangi óbundinn til kosninga. 5. febrúar 2022 15:01 Þórdís Lóa vill áfram leiða lista Viðreisnar í borginni Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og formaður borgarráðs, hefur ákveðið að bjóða sig fram til að áfram leiða lista Viðreisnar í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 4. febrúar 2022 08:45 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
Sjálfstæðismenn voru með fyrsta prófkjörið i Mosfellsbæ síðast liðin laugardag. En svona lítur prófkjörsdagatalið út fyrir febrúarmánuð annars vegar og mars hins vegar þar sem Samfylkingin, Píratar, Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn bjóða flokksfélögum að velja fólk á lista sína í nokkrum stærstu sveitarfélögum landsins. Í sveitarstjórnarkosningunum í maí verður kosið um 23 fulltrúa til setu í borgarstjórn Reykjavíkur. Í meirihlutanum í dag sitja sjö fulltrúar Samfylkingarinnar, tveir frá Pírötum, tveir frá Viðreisn og og Vinstri græn eru með einn fulltrúa. Í minnihlutanum sitja síðan átta fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, einn frá Flokki fólksins, Miðflokknum og Sósíalistaflokknum. Um helgina hefst törnin fyrir alvöru með flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði á laugardag og í Reykjavík á laugardag og sunnudag. Ingibjörg Stefánsdóttir í kjörstjórn Samfylkingarinnar í Reykjavík segir einvala lið keppa um efstu sæti á lista flokksins í borginni.Stöð 2/Sigurjón Ingibjörg Stefánsdóttir fulltrúi í kjörstjórn Samfylkingarinnar segir rafræna kosningu hefjast klukkan átta að morgni laugardags. „Og það verður kosning fram til klukkan þrjú á sunnudeginum.“ Hvenær reiknið þið með að úrslit liggi fyrir? „Fljótlega upp úr því,“ segir Ingibjörg. Enginn býður sig fram gegn Degi B. Eggertssyni í fyrsta sætið og Heiðu Björgu Hilmisdóttur í annað sætið í Reykjavík. Sextán eru hins vegar í boði í sex efstu sæti listans í borginni. Kosið verður um 23 borgarfulltrúa til að sitja í þessum sal á næsta kjörtímabili.Stöð 2/Sigurjón „Kjósendur mega velja fjóra til sex frambjóðendur. Það eru miklu fleiri að bjóða sig fram. Þetta er ákveðið lúxúsvandamál,“ segir Ingibjörg. Í Hafnarfirði lýkur flokksvalinu klukkan 18:00 á laugardag og úrslit ættu að liggja fyrir þá um kvöldið. Þar raða kjósendur í átta efstu sætin þar sem tólf frambjóðendur eru um hituna. Gamla kempan Guðmundur Árni Stefánsson sækist þar eftir fyrsta sætinu ásamt Árna Rúnari Þorvaldssyni.
Samfylkingin Reykjavík Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Tengdar fréttir Búist við hitafundi fulltrúaráðs Sjálfstæðismanna á morgun Ákvörðun Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, um að loka kjörskrá tveimur vikum fyrir kjördag í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur reynst umdeild meðal flokksmanna. 9. febrúar 2022 18:01 Færist fjör í leika í fyrsta prófkjöri Viðreisnar Þórdís Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar til margra ára, eigandi Manifesto ráðgjafafyrirtækis og stjórnarmaður, íhugar um þessar mundir að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í borginni. 9. febrúar 2022 14:00 Dagur segir hvergi hafa borið skugga á meirihlutasamstarfið en Viðreisn heldur öllu opnu Oddvitar þeirra fjögurra flokka sem mynda meirihluta í borginni, Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata segja samstarfið hafa gengið vel og myndu vilja halda því áfram. Oddviti Viðreisnar ítrekar að samstarfið sé gott en er sá oddviti sem sker sig úr um að leggja áherslu á að flokkurinn gangi óbundinn til kosninga. 5. febrúar 2022 15:01 Þórdís Lóa vill áfram leiða lista Viðreisnar í borginni Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og formaður borgarráðs, hefur ákveðið að bjóða sig fram til að áfram leiða lista Viðreisnar í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 4. febrúar 2022 08:45 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
Búist við hitafundi fulltrúaráðs Sjálfstæðismanna á morgun Ákvörðun Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, um að loka kjörskrá tveimur vikum fyrir kjördag í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur reynst umdeild meðal flokksmanna. 9. febrúar 2022 18:01
Færist fjör í leika í fyrsta prófkjöri Viðreisnar Þórdís Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar til margra ára, eigandi Manifesto ráðgjafafyrirtækis og stjórnarmaður, íhugar um þessar mundir að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í borginni. 9. febrúar 2022 14:00
Dagur segir hvergi hafa borið skugga á meirihlutasamstarfið en Viðreisn heldur öllu opnu Oddvitar þeirra fjögurra flokka sem mynda meirihluta í borginni, Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata segja samstarfið hafa gengið vel og myndu vilja halda því áfram. Oddviti Viðreisnar ítrekar að samstarfið sé gott en er sá oddviti sem sker sig úr um að leggja áherslu á að flokkurinn gangi óbundinn til kosninga. 5. febrúar 2022 15:01
Þórdís Lóa vill áfram leiða lista Viðreisnar í borginni Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og formaður borgarráðs, hefur ákveðið að bjóða sig fram til að áfram leiða lista Viðreisnar í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 4. febrúar 2022 08:45