Veitur en ekki veitur! Íris Róbertsdóttir skrifar 10. febrúar 2022 14:32 Fjarvarmaveitur nota rafskautakatla til að búa til gufu sem síðan er notuð til hita upp hringrásarvatn hitaveitunnar. Fjarvarmaveitur nota sem sagt raforku til að búa til varmaorku. Á grundvelli orkupakka 1 og 2 og orkulaga frá 2003 sagði Landsvirkjun upp raforkusamningi við fjarvarmaveitur árið 2010. Orkumarkaðnum var skipt upp í framleiðslu, flutning og dreifingu. Fjarvarmaveitur voru þvingaðar til að kaupa raforkuna á markaðsforsendum. Fjarvarmaveitur eru einungis á köldum svæðum það sem ekki er jarðhiti. Ríkið niðurgreiðir húshitunarvatnið fyrir íbúa með lögheimil á köldum svæðum en fyrirtækin þar þurfa að kaupa heita vatnið á fullu verði. Hver vegna er þetta staðan? Landsvirkjun telur sig vera „heildasala raforku“ og þar af leiðandi geta fjarvarmaveitur ekki keypt raforkuna beint af Landsvirkjun. Fjarvarmaveitur þurfa að kaupa raforkuna í gegnum orkusala, þótt öll raforkan komi frá Landsvirkjun. Orkusalinn leggur síðan álagningu á hverja selda kílówattstund. Heildarkostnaðurinn við álagið hleypur á milljónum. Þessi óþarfi milliliður eykur aðeins kostnaðinn við upphitun á hringrásarvatninu sem veiturnar nota og hækkar þar með húshitunarkostnaðinn til allra á köldum svæðum á landinu! Fjarvarmaveitur þurfa með sólahrings fyrirvara að spá fyrir hversu mikla raforku þarf að kaupa til næsta dags. Ef keypt er of mikil raforka fer mismunurinn á jöfnunar markað, svokölluð „jöfnunarorka“ og á eins við ef keypt er of lítið. Eins og gefur að skilja getur veður breyst skyndilega á Íslandi, svo mjög erfitt er að spá fyrir um hvert álagið á hitaveituna verður daginn eftir. Hvernig og hver reiknar út verðið á þessari jöfnunarorku er rannsóknarefni. Ef keypt hefur verið of mikið þá er sú orka oftast verðlaus, en ef þarf að kaupa jöfnunarorku þegar keypt er of lítil orka er hún dýr. Þessi óþarfa kostnaður hækkar líka húshitunarkostnaðinn! Landsnet flytur svo raforkuna, annað hvort sem forgangsorku eða ótrygga orku. Til að ná niður kostnaði er oftast um ótryggan flutning að ræða og aðilar nota olíukatla sem varafl. Gjaldskrá Landsnets fyrir ótrygga orku er þannig uppbyggð að ef nýtingatíminn er meiri en 4.500 stundir er flutningsgjaldið mun ódýrara. Með tilkomu sjóvarmadælustöðvarinnar í Eyjum, þar sem varmaorkan úr sjónum er nýtt, sparast mikið magn af raforku. Stöðin þarf 3 MW af raforku til að framleiða 9 MW af varmaorku. Frábær og umhverfisvæn leið til framleiðslu á varmaorku. En af þeim sökum hefur nýtingatíminn sem dæmi verið minni en 4.500 stundir árið 2020 og flutningurinn þar af leiðandi í hærri gjaldflokk 2021. Rekstraraðili, HS Veitur í tilviki Vestmannaeyinga, hafa því þurft að borga tugi milljóna meira fyrir flutning raforkunnar 2021 (um 50 m.kr.). Þessi óþarf auka kostnaður hækkar líka húshitunarkostnaðinn! Þessu þarf að breyta! Væri ekki ráð að einfalda kerfið, taka fjarvarmaveitur út fyrir sviga og líta á þær sem „hitaveitur“? Þetta er bara spurning um vilja til að breyta umgjörðinni og draga þar með úr kostnaði og auka jafnræði milli þeirra íbúa og fyrirtækja sem eru á þessum köldu svæðum og hinna sem eru á hitaveitusvæðum. Til að bæta gráu ofan á svart frá og með deginum í dag 10. febrúar er búið að skerða alla raforkuna til fjarvarmaveitna landsins, sem þó nota aðeins 1% af heildar raforkunni á landinu. Þetta þýðir að þær þurfa allar að skipta yfir í olíu með tilheyrandi umhverfismengun og auknum húshitunarkostnaði fyrir íbúa og fyrirtæki á öllum köldum svæðum. Þessu þarf að breyta. Þetta er allavega galið eins og þetta er! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vestmannaeyjar Skoðun: Kosningar 2022 Íris Róbertsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Fjarvarmaveitur nota rafskautakatla til að búa til gufu sem síðan er notuð til hita upp hringrásarvatn hitaveitunnar. Fjarvarmaveitur nota sem sagt raforku til að búa til varmaorku. Á grundvelli orkupakka 1 og 2 og orkulaga frá 2003 sagði Landsvirkjun upp raforkusamningi við fjarvarmaveitur árið 2010. Orkumarkaðnum var skipt upp í framleiðslu, flutning og dreifingu. Fjarvarmaveitur voru þvingaðar til að kaupa raforkuna á markaðsforsendum. Fjarvarmaveitur eru einungis á köldum svæðum það sem ekki er jarðhiti. Ríkið niðurgreiðir húshitunarvatnið fyrir íbúa með lögheimil á köldum svæðum en fyrirtækin þar þurfa að kaupa heita vatnið á fullu verði. Hver vegna er þetta staðan? Landsvirkjun telur sig vera „heildasala raforku“ og þar af leiðandi geta fjarvarmaveitur ekki keypt raforkuna beint af Landsvirkjun. Fjarvarmaveitur þurfa að kaupa raforkuna í gegnum orkusala, þótt öll raforkan komi frá Landsvirkjun. Orkusalinn leggur síðan álagningu á hverja selda kílówattstund. Heildarkostnaðurinn við álagið hleypur á milljónum. Þessi óþarfi milliliður eykur aðeins kostnaðinn við upphitun á hringrásarvatninu sem veiturnar nota og hækkar þar með húshitunarkostnaðinn til allra á köldum svæðum á landinu! Fjarvarmaveitur þurfa með sólahrings fyrirvara að spá fyrir hversu mikla raforku þarf að kaupa til næsta dags. Ef keypt er of mikil raforka fer mismunurinn á jöfnunar markað, svokölluð „jöfnunarorka“ og á eins við ef keypt er of lítið. Eins og gefur að skilja getur veður breyst skyndilega á Íslandi, svo mjög erfitt er að spá fyrir um hvert álagið á hitaveituna verður daginn eftir. Hvernig og hver reiknar út verðið á þessari jöfnunarorku er rannsóknarefni. Ef keypt hefur verið of mikið þá er sú orka oftast verðlaus, en ef þarf að kaupa jöfnunarorku þegar keypt er of lítil orka er hún dýr. Þessi óþarfa kostnaður hækkar líka húshitunarkostnaðinn! Landsnet flytur svo raforkuna, annað hvort sem forgangsorku eða ótrygga orku. Til að ná niður kostnaði er oftast um ótryggan flutning að ræða og aðilar nota olíukatla sem varafl. Gjaldskrá Landsnets fyrir ótrygga orku er þannig uppbyggð að ef nýtingatíminn er meiri en 4.500 stundir er flutningsgjaldið mun ódýrara. Með tilkomu sjóvarmadælustöðvarinnar í Eyjum, þar sem varmaorkan úr sjónum er nýtt, sparast mikið magn af raforku. Stöðin þarf 3 MW af raforku til að framleiða 9 MW af varmaorku. Frábær og umhverfisvæn leið til framleiðslu á varmaorku. En af þeim sökum hefur nýtingatíminn sem dæmi verið minni en 4.500 stundir árið 2020 og flutningurinn þar af leiðandi í hærri gjaldflokk 2021. Rekstraraðili, HS Veitur í tilviki Vestmannaeyinga, hafa því þurft að borga tugi milljóna meira fyrir flutning raforkunnar 2021 (um 50 m.kr.). Þessi óþarf auka kostnaður hækkar líka húshitunarkostnaðinn! Þessu þarf að breyta! Væri ekki ráð að einfalda kerfið, taka fjarvarmaveitur út fyrir sviga og líta á þær sem „hitaveitur“? Þetta er bara spurning um vilja til að breyta umgjörðinni og draga þar með úr kostnaði og auka jafnræði milli þeirra íbúa og fyrirtækja sem eru á þessum köldu svæðum og hinna sem eru á hitaveitusvæðum. Til að bæta gráu ofan á svart frá og með deginum í dag 10. febrúar er búið að skerða alla raforkuna til fjarvarmaveitna landsins, sem þó nota aðeins 1% af heildar raforkunni á landinu. Þetta þýðir að þær þurfa allar að skipta yfir í olíu með tilheyrandi umhverfismengun og auknum húshitunarkostnaði fyrir íbúa og fyrirtæki á öllum köldum svæðum. Þessu þarf að breyta. Þetta er allavega galið eins og þetta er! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun