Sátt verði að ríkja um fyrirtæki sem rekin eru í þágu þjóðar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. febrúar 2022 13:47 Bankastjóri Landsbankans segist sperra eyrun þegar viðskiptaráðherra tali. Mikilvægt sé að sátt ríki um fyrirtæki sem eru rekin í þágu þjóðarinnar. VísirEinar/Vilhelm Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir að það sé hennar helsta verkefni að reka bankann vel, tryggja aðgengi að fjármálaþjónustu á sanngjörnum kjörum en líka að tryggja að eign þjóðarinnar rýrni ekki í verði. Lilja Björk var innt eftir viðbrögðum við viðtali við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, viðskiptaráðherra, í Morgunblaði dagsins. Þar kallaði Lilja Dögg eftir því að bankar landsins deildu „ofurhagnaði“ sínum með heimilum og fyrirtækjum með því að greiða niður vexti til almennings. Geri þeir það ekki að eigin frumkvæði gæti þurft að endurvekja bankaskatt. Óábyrgt sé að ríkissjóður borgi allan reikninginn fyrir kórónuveirufaraldurinn. Lilja Björk segir að arðsemi sé vel í samræmi við aðra banka af sömu stærðargráðu og að tryggja verði að eign þjóðarinnar rýrni ekki í verði. Hún sperri eyrun þegar viðskiptaráðherra tali því mikilvægt sé að sátt ríki um fyrirtæki sem rekin eru í þágu þjóðarinnar. „Það sem ég vil helst segja er að hagnaður ársins hjá Landsbankanum er vissulega há tala en það verður að horfa á þetta í samhengi við stærð bankans og hvaðan við erum að koma og í fyrra var staðan ekki jafn góð. Það væri ákjósanlegra að það væri meiri stöðugleiki milli ára en við erum að koma úr COVID-tímabili og sem betur fer þá fór betur en á horfðist fyrir fyrirtæki og einstaklinga því ríkissjóður steig fast inn og var með mikla aðstoð.“ Sjá nánar: Kallar eftir því að bankarnir noti ofurhagnað til að létta undir með heimilum Landsbankinn hagnaðist um tæpa 29 milljarða króna árið 2021 og ætlar að greiða ríkissjóði 14,4 milljarða króna í arð en hann er í 98% eigu ríkisins. Verði tillagan samþykkt munu arðgreiðslur bankans á árunum 2013-2022 samtals nema um 160,6 milljörðum króna. „Það sem við sjáum núna í hagnaði bankans og uppgjöri á þessu ár er mikill viðsnúningur því við höfum lagt fyrir í varúð – í gegnum COVID-tímabilið – sem við erum núna að snúa við og verður að teljast til tekna. Þess vegna er þessi tala mjög há.“ Lilja Björk segir að góður rekstur skili sér í góðum kjörum til viðskiptavina. „Við erum að reka bankann vel og skilum arðsemi sem er í samræmi við það sem bankar af okkar stærðargráðu og í okkar tilgangi ættu að vera að gera. Það er aðalatriðið og okkar verkefni er að reka bankann vel og tryggja þannig aðgengi að fjármálaþjónustu á sanngjörnum kjörum og tryggja það líka að þessi eign þjóðarinnar rýrni ekki í verði.“ Hún segir að rekstrarkostnaður hafi ekki aukist síðastliðin fimm ár og að hagkvæmni hafi aukist til muna. „Og þetta hefur leitt til þess að í þrjú ár höfum við geta boðið lægstu vextina af óverðtryggðum íbúðalánum til fólks. “ Arionbanki og Landsbanki hafa birt uppgjör fyrir árið 2021 en Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka segir að uppgjör bankans verði birt síðar í dag. Arionbanki hagnaðist þá um 28,6 milljarða króna á síðasta ári og hyggst greiða rúma 22 milljarða í arð til hluthafa. Bankinn er á markaði og stærstu einstöku eigendur eru lífeyrissjóðir og fjárfestingarfélög. Íslenskir bankar Seðlabankinn Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska krónan Tengdar fréttir Kallar eftir því að bankarnir noti „ofurhagnað“ til að létta undir heimilunum Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir bankana skila „ofurhagnaði“ og að þeir séu þess vegna í stöðu til að létta undir með heimilunum í landinu, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir. 10. febrúar 2022 06:54 Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21 Seðlabankastjóri segir „algjör öfugmæli að tala um neyðarástand“ „Það þýðir ekki að tala um mikilvægi þess að ná niður verðbólgunni í einu orðinu en í því hinu að boða aðgerðir sem búa til brennsluefni fyrir hana með því að auka neysluna,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Innherja. 9. febrúar 2022 19:55 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Lilja Björk var innt eftir viðbrögðum við viðtali við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, viðskiptaráðherra, í Morgunblaði dagsins. Þar kallaði Lilja Dögg eftir því að bankar landsins deildu „ofurhagnaði“ sínum með heimilum og fyrirtækjum með því að greiða niður vexti til almennings. Geri þeir það ekki að eigin frumkvæði gæti þurft að endurvekja bankaskatt. Óábyrgt sé að ríkissjóður borgi allan reikninginn fyrir kórónuveirufaraldurinn. Lilja Björk segir að arðsemi sé vel í samræmi við aðra banka af sömu stærðargráðu og að tryggja verði að eign þjóðarinnar rýrni ekki í verði. Hún sperri eyrun þegar viðskiptaráðherra tali því mikilvægt sé að sátt ríki um fyrirtæki sem rekin eru í þágu þjóðarinnar. „Það sem ég vil helst segja er að hagnaður ársins hjá Landsbankanum er vissulega há tala en það verður að horfa á þetta í samhengi við stærð bankans og hvaðan við erum að koma og í fyrra var staðan ekki jafn góð. Það væri ákjósanlegra að það væri meiri stöðugleiki milli ára en við erum að koma úr COVID-tímabili og sem betur fer þá fór betur en á horfðist fyrir fyrirtæki og einstaklinga því ríkissjóður steig fast inn og var með mikla aðstoð.“ Sjá nánar: Kallar eftir því að bankarnir noti ofurhagnað til að létta undir með heimilum Landsbankinn hagnaðist um tæpa 29 milljarða króna árið 2021 og ætlar að greiða ríkissjóði 14,4 milljarða króna í arð en hann er í 98% eigu ríkisins. Verði tillagan samþykkt munu arðgreiðslur bankans á árunum 2013-2022 samtals nema um 160,6 milljörðum króna. „Það sem við sjáum núna í hagnaði bankans og uppgjöri á þessu ár er mikill viðsnúningur því við höfum lagt fyrir í varúð – í gegnum COVID-tímabilið – sem við erum núna að snúa við og verður að teljast til tekna. Þess vegna er þessi tala mjög há.“ Lilja Björk segir að góður rekstur skili sér í góðum kjörum til viðskiptavina. „Við erum að reka bankann vel og skilum arðsemi sem er í samræmi við það sem bankar af okkar stærðargráðu og í okkar tilgangi ættu að vera að gera. Það er aðalatriðið og okkar verkefni er að reka bankann vel og tryggja þannig aðgengi að fjármálaþjónustu á sanngjörnum kjörum og tryggja það líka að þessi eign þjóðarinnar rýrni ekki í verði.“ Hún segir að rekstrarkostnaður hafi ekki aukist síðastliðin fimm ár og að hagkvæmni hafi aukist til muna. „Og þetta hefur leitt til þess að í þrjú ár höfum við geta boðið lægstu vextina af óverðtryggðum íbúðalánum til fólks. “ Arionbanki og Landsbanki hafa birt uppgjör fyrir árið 2021 en Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka segir að uppgjör bankans verði birt síðar í dag. Arionbanki hagnaðist þá um 28,6 milljarða króna á síðasta ári og hyggst greiða rúma 22 milljarða í arð til hluthafa. Bankinn er á markaði og stærstu einstöku eigendur eru lífeyrissjóðir og fjárfestingarfélög.
Íslenskir bankar Seðlabankinn Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska krónan Tengdar fréttir Kallar eftir því að bankarnir noti „ofurhagnað“ til að létta undir heimilunum Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir bankana skila „ofurhagnaði“ og að þeir séu þess vegna í stöðu til að létta undir með heimilunum í landinu, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir. 10. febrúar 2022 06:54 Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21 Seðlabankastjóri segir „algjör öfugmæli að tala um neyðarástand“ „Það þýðir ekki að tala um mikilvægi þess að ná niður verðbólgunni í einu orðinu en í því hinu að boða aðgerðir sem búa til brennsluefni fyrir hana með því að auka neysluna,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Innherja. 9. febrúar 2022 19:55 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Kallar eftir því að bankarnir noti „ofurhagnað“ til að létta undir heimilunum Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir bankana skila „ofurhagnaði“ og að þeir séu þess vegna í stöðu til að létta undir með heimilunum í landinu, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir. 10. febrúar 2022 06:54
Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. 9. febrúar 2022 19:21
Seðlabankastjóri segir „algjör öfugmæli að tala um neyðarástand“ „Það þýðir ekki að tala um mikilvægi þess að ná niður verðbólgunni í einu orðinu en í því hinu að boða aðgerðir sem búa til brennsluefni fyrir hana með því að auka neysluna,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Innherja. 9. febrúar 2022 19:55