Fótbolti

Rúnar og félagar sluppu með skrekkinn gegn tíu leikmönnum Genk

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson og félagar hans í OH Leuven unnu nauman sigur í kvöld.
Rúnar Alex Rúnarsson og félagar hans í OH Leuven unnu nauman sigur í kvöld. Plumb Images/Getty Images

Rúnar Alex Rúnarsson og félagar hans í OH Leuven unnu nauman 2-1 sigur er liðið tók á móti Genk í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurmarkið kom af vítapunktinum í uppbótartíma eftir að liðið hafði leikið stærstan hluta leiksins manni fleiri.

Sory Kaba kom heimamönnum í Leuven yfir strax á fyrstu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Mathieu Maertens.

Bryan Heynen kom gestunum í Genk í enn frekari vandræði þegar hann nældi sér í beint rautt spjald á 14. mínútu og liði þurfti því að spila seinustu 75 mínútur leiksins manni færri.

Það virtist þó ekki hafa áhrif á gestina þar sem Mujaid Sadick jafnaði metin fimm mínútum síðar og staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks.

Allt virtist stefna í jafntefli þangað til að Rúnar og félagar fengu vítaspyrnu í uppbótartíma. Sory Kaba fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi, og tryggði sínum mönnum um leið 2-1 sigur.

Rúnar og félagar sitja nú í 11. sæti deildarinnar með 33 stig eftir 25 leiki, tveimur stigum á eftir Genk sem sitja í áttunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×