Litlu málin eru líka stór Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 10. febrúar 2022 09:01 Hvaða úrlausnarefni í stjórnsýslu og pólitík eru stór - og hver þeirra teljast til hinna litlu? Yfirleitt er mat fjölmiðla og stjórnmálamanna á þann veg að ef verkefni snúa að hagsmunum allrar þjóðarinnar eða stórs hluta hennar, þá hljóti málið að vera stórt. Að sama skapi ef viðfangsefnið snýr eingöngu að fáum einstaklingum og hagsmunum þeirra, þá hljóti málið að hafa lítið vægi. Allt er þetta rétt - svo langt sem það nær. Þegar stjórnmálamenn sem eru í þjónustustörfum fyrir land og þjóð, sveitarfélög, þá eru öll mál mikilvæg, sem á borð þeirra berast. Stórt mál með mörkin Ég minnist þess, þegar ég gegndi störfum bæjarstjóra í Hafnarfirði fyrir margt löngu, að til mín kom 10 ára strákur í viðtalstíma. Hann var alvörugefinn í fasi og flutti mál sitt vel. Hann sagði:" Ég bý í Hvömmunum hérna í Hafnarfirði og við krakkarnir höfum lengið beðið eftir mörkum á túnið í hverfinu. En þau hafa ekki komið. Geturðu þú hjálpað okkur?" Ég svaraði honum og sagðist ætla að fara á staðinn og skoða staðhætti. Sem ég gerði. Gagnrýni stráksins voru réttmæt. Það vantaði mörk. Þau voru voru komin nokkrum dögum síðar og túnið iðaði af lífi og fótbolta um árabil. Þetta var stórt mál fyrir drenginn, börnin í hverfinu og foreldra. Mörg svona hliðstæð dæmi minnist ég úr pólitíkinni, þegar ég var þar á vettvangi, fyrst í bæjarpólitíkinni og síðan á þingi á annan áratug. Mál einstaklinga og hópa Mál einstaklinga og hópa, sem telja á rétti sínum brotið, eða að betur megi gera í nærumhverfi þeirra, þarf að hlýða á og bregðast við. Oft er það þannig, að þegar nánar er skoðað, þá eiga mál einstaklinga sem berjast við kerfið sér hliðstæður hjá mörgum öðrum í sams konar vanda. Þannig einsetti ég mér þegar ég var í pólitík, að skoða erindi sem mér bárust með málefnalegum hætti og kanna til hlítar staðreyndir og mögulegar úrlausnir. Það sem er lítið mál fyrir einn er stórt fyrir annan. Það verður aldrei hægt að gera allt fyrir alla. Fyrir kemur hagsmunaárekstur við aðra bæjarbúa. Stundum verður að segja nei. Viðunandi lausn ekki í boði. En oftar finnst úrlausn ef vilji er til staðar. Meginatriðið er að stjórnmálamenn og embættismenn skynji hlutverk sitt. Þeir eiga ekki að deila og drottna. Þeir eiga að koma að gagni og þjóna. En vitaskuld marka stefnu og láta síðan verkin tala, þegar málefnaleg niðurstaða liggur fyrir. Skiptir máli hvernig stjórnað Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í pólitíkina - bæjarpólitíkina í Hafnarfirði aftur - eftir 16 ára hlé. Sú vegferð hefst næstkomandi laugardag, 12.febrúar í forvali Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands, þar sem ég óska eftir oddvitasætinu. Margir stjórnmálamenn tala um náið samráð við kjósendur, bæjarbúa og opið stjórnkerfi. Það er allt hárrétt og ber að sinna. En alltof oft er þetta orðagjálfur og innihaldslausir frasar, sem gleymast þegar völdin eru í höfn. Ég vil hins vegar sjá þetta samráð í verki og í raun. Svara erindum fólks, hvort sem þau eru lítil og stór. Og reyna að fremsta megni að leysa úr þeim. Þannig starfaði ég í pólitík áður og fyrr. Og þannig mun ég vinna í framtíð, fái ég traust og stuðning jafnaðarmanna í 1.sætið í forvalinu á laugardag. Og síðan í kosningunum til bæjarstjórnar í Hafnarfirði 14.maí. Það skiptir nefnilega máli hverjir stjórna og hvernig. Ég vil samvinnu og samráð - og svo vil ég sjá verkin tala. Svo um munar. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Guðmundur Árni Stefánsson Samfylkingin Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Hvaða úrlausnarefni í stjórnsýslu og pólitík eru stór - og hver þeirra teljast til hinna litlu? Yfirleitt er mat fjölmiðla og stjórnmálamanna á þann veg að ef verkefni snúa að hagsmunum allrar þjóðarinnar eða stórs hluta hennar, þá hljóti málið að vera stórt. Að sama skapi ef viðfangsefnið snýr eingöngu að fáum einstaklingum og hagsmunum þeirra, þá hljóti málið að hafa lítið vægi. Allt er þetta rétt - svo langt sem það nær. Þegar stjórnmálamenn sem eru í þjónustustörfum fyrir land og þjóð, sveitarfélög, þá eru öll mál mikilvæg, sem á borð þeirra berast. Stórt mál með mörkin Ég minnist þess, þegar ég gegndi störfum bæjarstjóra í Hafnarfirði fyrir margt löngu, að til mín kom 10 ára strákur í viðtalstíma. Hann var alvörugefinn í fasi og flutti mál sitt vel. Hann sagði:" Ég bý í Hvömmunum hérna í Hafnarfirði og við krakkarnir höfum lengið beðið eftir mörkum á túnið í hverfinu. En þau hafa ekki komið. Geturðu þú hjálpað okkur?" Ég svaraði honum og sagðist ætla að fara á staðinn og skoða staðhætti. Sem ég gerði. Gagnrýni stráksins voru réttmæt. Það vantaði mörk. Þau voru voru komin nokkrum dögum síðar og túnið iðaði af lífi og fótbolta um árabil. Þetta var stórt mál fyrir drenginn, börnin í hverfinu og foreldra. Mörg svona hliðstæð dæmi minnist ég úr pólitíkinni, þegar ég var þar á vettvangi, fyrst í bæjarpólitíkinni og síðan á þingi á annan áratug. Mál einstaklinga og hópa Mál einstaklinga og hópa, sem telja á rétti sínum brotið, eða að betur megi gera í nærumhverfi þeirra, þarf að hlýða á og bregðast við. Oft er það þannig, að þegar nánar er skoðað, þá eiga mál einstaklinga sem berjast við kerfið sér hliðstæður hjá mörgum öðrum í sams konar vanda. Þannig einsetti ég mér þegar ég var í pólitík, að skoða erindi sem mér bárust með málefnalegum hætti og kanna til hlítar staðreyndir og mögulegar úrlausnir. Það sem er lítið mál fyrir einn er stórt fyrir annan. Það verður aldrei hægt að gera allt fyrir alla. Fyrir kemur hagsmunaárekstur við aðra bæjarbúa. Stundum verður að segja nei. Viðunandi lausn ekki í boði. En oftar finnst úrlausn ef vilji er til staðar. Meginatriðið er að stjórnmálamenn og embættismenn skynji hlutverk sitt. Þeir eiga ekki að deila og drottna. Þeir eiga að koma að gagni og þjóna. En vitaskuld marka stefnu og láta síðan verkin tala, þegar málefnaleg niðurstaða liggur fyrir. Skiptir máli hvernig stjórnað Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í pólitíkina - bæjarpólitíkina í Hafnarfirði aftur - eftir 16 ára hlé. Sú vegferð hefst næstkomandi laugardag, 12.febrúar í forvali Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands, þar sem ég óska eftir oddvitasætinu. Margir stjórnmálamenn tala um náið samráð við kjósendur, bæjarbúa og opið stjórnkerfi. Það er allt hárrétt og ber að sinna. En alltof oft er þetta orðagjálfur og innihaldslausir frasar, sem gleymast þegar völdin eru í höfn. Ég vil hins vegar sjá þetta samráð í verki og í raun. Svara erindum fólks, hvort sem þau eru lítil og stór. Og reyna að fremsta megni að leysa úr þeim. Þannig starfaði ég í pólitík áður og fyrr. Og þannig mun ég vinna í framtíð, fái ég traust og stuðning jafnaðarmanna í 1.sætið í forvalinu á laugardag. Og síðan í kosningunum til bæjarstjórnar í Hafnarfirði 14.maí. Það skiptir nefnilega máli hverjir stjórna og hvernig. Ég vil samvinnu og samráð - og svo vil ég sjá verkin tala. Svo um munar. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun