Vaxtaverkir í leikskólamálum í Urriðaholti Vera Rut Ragnarsdóttir skrifar 10. febrúar 2022 08:01 Samkvæmt skilgreiningu orðabókar þýðir „vaxtaverkur“ meðal annars stundarörðuleikar tengdir örri þróun. Um 70% íbúa í Urriðaholti eru undir fertugu og um 16% íbúa hverfisins eru börn á leikskólaaldri. Þess má geta að meðaltal leikskólabarna er almennt um 7% í sveitarfélögum. Skipulag hverfisins gerir ráð fyrir tveimur leikskólum auk grunnskóla. Við skipulag Urriðaholts var ekki gert ráð fyrir jafn ungri íbúasamsetningu og úr varð, hvað þá svona mörgum leikskólabörnum. Þar spila fjölmargir þættir inn í en skortur á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, lágir vextir og aðdráttarafl hverfisins hafa gert það að einum vinsælasta kosti síðustu ára. Fleiri börn á leikskóla en ætlað var 212 leikskólabörn eru í leikskóladeild Urriðaholtsskóla og ekki er hægt að taka við fleirum, enda leikskólinn ekki ætlaður nema 140 börnum á sex deildum. Stjórnendur skólans hafa unnið gott starf og reynt eftir fremsta megni að vinna lausnamiðað svo öllum líði vel. Þá hefur elstu börnum á leikskólanum verið komið fyrir í skólastofum grunnskólans, dóttir mín er á meðal þeirra barna. Aðstaðan sem leikskólabörn nota tímabundið verður ætluð frístund og tónment. Ekki þrengt að grunnskólabörnum Á grunnskólastigi Urriðaholsskóla eru 150 börn, elsti bekkurinn núna er 7. bekkur en verður 10. bekkur. Elstu börn skólans byrjuðu í 4. bekk og skólinn vex með þeim og því verða þau alltaf elsti bekkur skólans. Þar sem nemendur á grunnskólastigi eru ekki fleiri fleiri þrengir það ekki að grunnskólabörnum að leikskólinn fái tímabundið rými að láni til að mæta tímabundnum vexti. Það er mikilvægt að taka það fram að list- og verkgreinar eru kenndar í skólanum, ég las nýlega grein þar sem þar var sagt að svo væri ekki en mér finnst mikilvægt að leiðrétta. Ábyrgar framkvæmdir Bærinn fór ábyrgt í framkvæmdir í Urriðaholti og byggði hraða uppbyggingarinnar á fyrirliggjandi gögnum um líklega íbúasamsetningu miðað við fyrri uppbyggingu hverfa á höfuðborgarsvæðinu. Það er því um margt óvenjuleg staða sem upp hefur komið í Urriðaholtinu, enda fjöldi leikskólabarna langt umfram það sem nokkrar spár gerðu ráð fyrir. Við erum góðu vön og viljum það besta Hér í Garðabæ erum við góðu vön og viljum hafa það þannig áfram. Börn komast enn um 12 mánaða á leikskóla þó að það sé ekki endilega í hverfinu sem við búum í í fyrstu. Garðabær fór í það að byggja leikskólann Mánahvol, sem verður átta deilda leikskóli úr færanlegum einingum til að mæta þeirri tímabundnu þörf sem til staðar er í Urriðaholti meðal annars, en skólinn mun einnig nýtast þegar uppbygging hefst í Hnoðraholti á komandi árum. Til stendur að koma færanlegum einingum einnig fyrir á Holtsvegi á meðan leikskólin þar er í byggingu og börnin sem færu þangað myndu færast í varnalegt húsnæði þegar það er tilbúið. Það verður þó að nefna að húsnæði er ekki allt sem þarf til að reka leikskóla, stór hluti vandamála leikskólanna í landinu er mannekla og Garðabær er því ekki undanskilin. Nú þegar hefur verið farið í mikið markaðsátak til þess að laða að starfsfólk auk þess sem Garðabær hvetur starfsfólks leikskóla til náms og styður það. Hverfin eldast og breytast Ég minnist þess þegar ég var 6 ára í Flataskóla árið 1996, þá var húsnæði skólans sprungið og færanlegum húsum var komið fyrir á skólalóðinni. Fyrsta árið mitt í grunnskóla var ég í færanlegu húsnæði en í þá daga voru vaxtaverkirnir í Flataskóla. Byggt var við skólann til að mæta þeirri þörf en síðan þá hefur hverfið elst, foreldrar jafnaldra minna búa enn þá í grennd við skólann en við erum fullorðin og farin að heiman. Í dag eru færanlegu húsin farin og leikskóladeild komin í skólann þar sem barnafjöldi dróst saman. Til framtíðar má gera ráð fyrir að Flatirnar yngist upp aftur og Flataskóli verði aftur fullnýttur, en sú staða er einmitt uppi nú um stundir í Garðaskóla, þar sem nemendafjöldi hefur aftur náð miklum hæðum eftir að mikil fækkun varð þegar Álftanesskóli tók unglingadeild inn og 7. bekkur færðist aftur í hina hefðbundnu grunnskóla. Það er ekki sjálfgefið að allir innviðir séu komnir til á undan byggð, þó þess væri óskandi. Sem foreldri í Urriðaholtsskóla er ég þakklát því góða starfi sem þar á sér stað og þakklát einstaklega lausnamiðaðri hugsun skólastjórnenda. Höfundur sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og ánægt foreldri í Urriðaholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Leikskólar Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Samkvæmt skilgreiningu orðabókar þýðir „vaxtaverkur“ meðal annars stundarörðuleikar tengdir örri þróun. Um 70% íbúa í Urriðaholti eru undir fertugu og um 16% íbúa hverfisins eru börn á leikskólaaldri. Þess má geta að meðaltal leikskólabarna er almennt um 7% í sveitarfélögum. Skipulag hverfisins gerir ráð fyrir tveimur leikskólum auk grunnskóla. Við skipulag Urriðaholts var ekki gert ráð fyrir jafn ungri íbúasamsetningu og úr varð, hvað þá svona mörgum leikskólabörnum. Þar spila fjölmargir þættir inn í en skortur á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, lágir vextir og aðdráttarafl hverfisins hafa gert það að einum vinsælasta kosti síðustu ára. Fleiri börn á leikskóla en ætlað var 212 leikskólabörn eru í leikskóladeild Urriðaholtsskóla og ekki er hægt að taka við fleirum, enda leikskólinn ekki ætlaður nema 140 börnum á sex deildum. Stjórnendur skólans hafa unnið gott starf og reynt eftir fremsta megni að vinna lausnamiðað svo öllum líði vel. Þá hefur elstu börnum á leikskólanum verið komið fyrir í skólastofum grunnskólans, dóttir mín er á meðal þeirra barna. Aðstaðan sem leikskólabörn nota tímabundið verður ætluð frístund og tónment. Ekki þrengt að grunnskólabörnum Á grunnskólastigi Urriðaholsskóla eru 150 börn, elsti bekkurinn núna er 7. bekkur en verður 10. bekkur. Elstu börn skólans byrjuðu í 4. bekk og skólinn vex með þeim og því verða þau alltaf elsti bekkur skólans. Þar sem nemendur á grunnskólastigi eru ekki fleiri fleiri þrengir það ekki að grunnskólabörnum að leikskólinn fái tímabundið rými að láni til að mæta tímabundnum vexti. Það er mikilvægt að taka það fram að list- og verkgreinar eru kenndar í skólanum, ég las nýlega grein þar sem þar var sagt að svo væri ekki en mér finnst mikilvægt að leiðrétta. Ábyrgar framkvæmdir Bærinn fór ábyrgt í framkvæmdir í Urriðaholti og byggði hraða uppbyggingarinnar á fyrirliggjandi gögnum um líklega íbúasamsetningu miðað við fyrri uppbyggingu hverfa á höfuðborgarsvæðinu. Það er því um margt óvenjuleg staða sem upp hefur komið í Urriðaholtinu, enda fjöldi leikskólabarna langt umfram það sem nokkrar spár gerðu ráð fyrir. Við erum góðu vön og viljum það besta Hér í Garðabæ erum við góðu vön og viljum hafa það þannig áfram. Börn komast enn um 12 mánaða á leikskóla þó að það sé ekki endilega í hverfinu sem við búum í í fyrstu. Garðabær fór í það að byggja leikskólann Mánahvol, sem verður átta deilda leikskóli úr færanlegum einingum til að mæta þeirri tímabundnu þörf sem til staðar er í Urriðaholti meðal annars, en skólinn mun einnig nýtast þegar uppbygging hefst í Hnoðraholti á komandi árum. Til stendur að koma færanlegum einingum einnig fyrir á Holtsvegi á meðan leikskólin þar er í byggingu og börnin sem færu þangað myndu færast í varnalegt húsnæði þegar það er tilbúið. Það verður þó að nefna að húsnæði er ekki allt sem þarf til að reka leikskóla, stór hluti vandamála leikskólanna í landinu er mannekla og Garðabær er því ekki undanskilin. Nú þegar hefur verið farið í mikið markaðsátak til þess að laða að starfsfólk auk þess sem Garðabær hvetur starfsfólks leikskóla til náms og styður það. Hverfin eldast og breytast Ég minnist þess þegar ég var 6 ára í Flataskóla árið 1996, þá var húsnæði skólans sprungið og færanlegum húsum var komið fyrir á skólalóðinni. Fyrsta árið mitt í grunnskóla var ég í færanlegu húsnæði en í þá daga voru vaxtaverkirnir í Flataskóla. Byggt var við skólann til að mæta þeirri þörf en síðan þá hefur hverfið elst, foreldrar jafnaldra minna búa enn þá í grennd við skólann en við erum fullorðin og farin að heiman. Í dag eru færanlegu húsin farin og leikskóladeild komin í skólann þar sem barnafjöldi dróst saman. Til framtíðar má gera ráð fyrir að Flatirnar yngist upp aftur og Flataskóli verði aftur fullnýttur, en sú staða er einmitt uppi nú um stundir í Garðaskóla, þar sem nemendafjöldi hefur aftur náð miklum hæðum eftir að mikil fækkun varð þegar Álftanesskóli tók unglingadeild inn og 7. bekkur færðist aftur í hina hefðbundnu grunnskóla. Það er ekki sjálfgefið að allir innviðir séu komnir til á undan byggð, þó þess væri óskandi. Sem foreldri í Urriðaholtsskóla er ég þakklát því góða starfi sem þar á sér stað og þakklát einstaklega lausnamiðaðri hugsun skólastjórnenda. Höfundur sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og ánægt foreldri í Urriðaholti.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun