Ekki útilokað að delta eigi eftir að snúa vörn í sókn Eiður Þór Árnason skrifar 8. febrúar 2022 14:36 1.294 einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Vísir/Vilhelm Ef ómíkron útrýmir ekki fyrri afbrigðum kórónuveirunnar er ekki útilokað að fyrri afbrigði eða afkomendur nái yfirhöndinni á ný. „Slík upprisa frá (næstum) dauðum er möguleg, svo lengi sem smittíðni helst há, og delta og aðrar gerðir viðhaldast á heimsvísu,“ segir í svari Arnars Pálssonar erfðafræðings og prófessors í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands sem birtist á Vísindavefnum. Gögn sýna að ómíkron er meira smitandi og valdi almennt vægari veikindum en fyrri afbrigði á borð við alfa, beta og delta. Yfirráð ómíkron hér á landi og víða um heim hafa leitt til þess að hlutfallsleg tíðni alvarlegra veikinda af völdum Covid-19 hefur minnkað. Í ljósi þessa hafa stjórnvöld víða byrjað að aflétta takmörkunum þrátt fyrir mikinn fjölda smitaðra. Tíðni greindra afbrigða kórónuveirunnar í Norður-Ameríku frá febrúar 2021 til janúar 2022.Vísindavefur/nextstrain.org Að sögn Arnars er smithæfni veiru bæði háð innri þáttum hennar og umhverfinu sem hún er í. „Hlutfallslega meiri hæfni ómíkron gagnavart delta er augljós í umhverfinu sem nú blasir við. En vera kann að við aðrar aðstæður væri hæfnimunurinn á milli þeirra minni, delta hæfari, eða jafnvel eitthvað þriðja afbrigði hæfast.“ Margt sem hefur áhrif Arnar segir að ýmsir innri þættir leiði til þess að ný veiruafbrigði nái yfirhöndinni. Þar á meðal aukin geta til fjölgunar þar sem fleiri veiruagnir myndist á dag, aukin smithæfni, til dæmis þegar veira smitar fleiri frumur eða vissa aldurshópa betur, breytt ytra byrði þannig að mótefni bindist síður, betri leiðir til að snúa á aðra þætti ónæmiskerfisins, og svo mætti lengi telja. Allir þessir þættir leggi lóð sitt á vogarskálarnar en það fari eftir vægi þeirra hvernig þeir leggist saman eða margfaldist. Delta enn á flandri „Besta leiðin til að meta mun á hæfni er þegar tvær eða fleiri gerðir keppa og allar ytri aðstæður eru eins. Ef ein gerðin nær stærri og stærri hlutdeild, er líklegast að það sé vegna þess að hún sé hæfari. Þetta hefur gerst að minnsta kosti tvisvar sinnum í COVID-faraldrinum. Fyrst árið 2021 þegar delta varð algengasta gerðin og nú þegar ómíkron er að ná yfirhöndinni,“ segir í svari hans á Vísindavefnum. Gögn frá Íslandi og Bandaríkjunum sýna að tíðni ómíkron er nú margfalt hærri en í tilviki delta og hefur staðan nú verið þannig í nokkurn tíma. „Það þýðir samt ekki að delta hafi verið útrýmt. Það afbrigði kann enn að vera á flandri í Bandaríkjunum rétt eins og hér, en bara í mun lægri tíðni en fyrr,“ segir Arnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Sjá meira
„Slík upprisa frá (næstum) dauðum er möguleg, svo lengi sem smittíðni helst há, og delta og aðrar gerðir viðhaldast á heimsvísu,“ segir í svari Arnars Pálssonar erfðafræðings og prófessors í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands sem birtist á Vísindavefnum. Gögn sýna að ómíkron er meira smitandi og valdi almennt vægari veikindum en fyrri afbrigði á borð við alfa, beta og delta. Yfirráð ómíkron hér á landi og víða um heim hafa leitt til þess að hlutfallsleg tíðni alvarlegra veikinda af völdum Covid-19 hefur minnkað. Í ljósi þessa hafa stjórnvöld víða byrjað að aflétta takmörkunum þrátt fyrir mikinn fjölda smitaðra. Tíðni greindra afbrigða kórónuveirunnar í Norður-Ameríku frá febrúar 2021 til janúar 2022.Vísindavefur/nextstrain.org Að sögn Arnars er smithæfni veiru bæði háð innri þáttum hennar og umhverfinu sem hún er í. „Hlutfallslega meiri hæfni ómíkron gagnavart delta er augljós í umhverfinu sem nú blasir við. En vera kann að við aðrar aðstæður væri hæfnimunurinn á milli þeirra minni, delta hæfari, eða jafnvel eitthvað þriðja afbrigði hæfast.“ Margt sem hefur áhrif Arnar segir að ýmsir innri þættir leiði til þess að ný veiruafbrigði nái yfirhöndinni. Þar á meðal aukin geta til fjölgunar þar sem fleiri veiruagnir myndist á dag, aukin smithæfni, til dæmis þegar veira smitar fleiri frumur eða vissa aldurshópa betur, breytt ytra byrði þannig að mótefni bindist síður, betri leiðir til að snúa á aðra þætti ónæmiskerfisins, og svo mætti lengi telja. Allir þessir þættir leggi lóð sitt á vogarskálarnar en það fari eftir vægi þeirra hvernig þeir leggist saman eða margfaldist. Delta enn á flandri „Besta leiðin til að meta mun á hæfni er þegar tvær eða fleiri gerðir keppa og allar ytri aðstæður eru eins. Ef ein gerðin nær stærri og stærri hlutdeild, er líklegast að það sé vegna þess að hún sé hæfari. Þetta hefur gerst að minnsta kosti tvisvar sinnum í COVID-faraldrinum. Fyrst árið 2021 þegar delta varð algengasta gerðin og nú þegar ómíkron er að ná yfirhöndinni,“ segir í svari hans á Vísindavefnum. Gögn frá Íslandi og Bandaríkjunum sýna að tíðni ómíkron er nú margfalt hærri en í tilviki delta og hefur staðan nú verið þannig í nokkurn tíma. „Það þýðir samt ekki að delta hafi verið útrýmt. Það afbrigði kann enn að vera á flandri í Bandaríkjunum rétt eins og hér, en bara í mun lægri tíðni en fyrr,“ segir Arnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Sjá meira