Lykilatriði að þykja vænt um starfsfólkið Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. febrúar 2022 07:01 Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Gleðipinna, segir það eilífðarverkefni að hugsa um sterk vörumerki en Gleðipinnar eiga tíu mismunandi vörumerki og í vor mun ellefta vörumerkið bætast við. Að mati Jóhannesar gleymist það oft í umræðunni að starfsfólk er lykilatriði í uppbyggingu góðs vörumerkis. Vísir/Vilhelm „Vörumerkin eru tíu talsins og verða ellefu á vormánuðum 2022. Allir okkar staðir eiga sína sögu og vörumerkin eru afar fjölbreytt. Sum eru rótgróin og önnur nýrri. Í okkar huga skiptir miklu máli að það sé „hjarta“ í því sem við gerum,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna meðal annars í viðtali um uppbyggingu og virði vörumerkja. Gleðipinnar eiga og reka tíu vörumerki í dag. Flest þeirra eru veitingastaðir (Pítan, American Style, Saffran, Hamborgarafabrikkan, Shake&Pizza, Aktu taktu, Blackbox og Djúsi by Blackbox), en Gleðipinnar eiga einnig trampólíngarðinn Rush og Keiluhöllina. Þá er fyrirhugað að opna nýjan veitingastað á Suðurlandsbraut með vorinu í samstarfi við hjónin Ásu Maríu Reginsdóttur og Emil Hallfreðsson: Olifa – La Madre Pizza. Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um vörumerkjastjórnun en Bestu íslensku vörumerkin 2021 verða valin í dag og verður viðburðurinn í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12. Jóhannes er meðal þeirra sem er í valnefnd. Eilífðarverkefni þar sem „allt“ skiptir máli Jóhannes segir Gleðipinnafjölskylduna telja um 400 starfsmenn af rúmlega tuttugu þjóðernum. Fyrirtækin sem Gleðipinnarnir eiga og reka eiga sér hins vegar ólíkar sögur. Enda spanna þau mislöng tímabil. Elstu fyrirtækin eru Pítan, American Style og Keiluhöllin sem öll voru stofnuð árið 1985. Það yngsta var stofnað árið 2021, Djúsi by Blackbox sem rekið er á þremur stöðum: Á Blackbox Pizzeria í Borgartúni og á tveimur N1 stöðvum, í Borgarnesi og í Hveragerði. Staðirnir sem Gleðipinnar eiga voru stofnaðir á mislöngum tíma. Elstu fyrirtækin voru stofnuð árið 1985 en það voru Keiluhöllin, Pítan og American Style. Jóhannes segir uppbyggingu vörumerkja þurfa að taka tillit til sögu hvers og eins staðar en mestu skipti að hver staður viti fyrir hvað hann stendur. Vísir/Vilhelm Jóhannes segir mestu skipta að vita fyrir hvað hvert og eitt vörumerki stendur og síðan snúist verkefnið um það að miðla því til samstarfsfólks. Þar sé höfuðáherslan á gæði matar og þjónustu en eins að virkja gleðina í starfinu, vera óhrædd við að prófa nýjungar, breyta til og hugsa út fyrir kassann. Það að stýra rekstri og vörumerkjum er eilífðarverkefni, því er aldrei lokið. Allt sem gerist á veitingastöðunum, allt niður í minnstu smáatriði, er í raun og veru hluti af uppbyggingu og viðhaldi vörumerkisins.“ Að þykja vænt um starfsfólkið lykilatriði Jóhannes segir hugtakið vörumerki heillandi fyrirbæri sem samsett er úr ótal breytum. Styrkleiki og ímynd vörumerkja sé eitthvað sem byggist upp á löngum tíma. Enda eitthvað sem snýst um viðhorf viðskiptavina og almennings til vörumerkjanna. Til þess að byggja upp sterk vörumerki þarf vörumerkið alltaf að vita fyrir hvað það stendur. „Að vörumerkið þekki sinn kjarna, og að rekstur þess sé vel undirbúinn og vandaður, með gæði og stöðugleika að leiðarljósi,“ segir Jóhannes og bætir við: Það mætti líkja uppbyggingu vörumerkis við barnauppeldi. Það má aldrei sofna á verðinum, það þarf umhyggju, fyrirhyggju, reglur og ramma.“ Þegar verið er að meta fyrirtæki til kaups, skiptir vörumerkið miklu máli að sögn Jóhannesar. Það þýði þó ekki að aðeins sterk vörumerki séu álitlegur valkostur fyrir fjárfesta því sóknarfæri geta líka legið í því að fjárfesta í löskuðu vörumerki og byggja það upp.Vísir/Vilhelm En hversu miklu máli skiptir vörumerkið þegar það kemur að fjárfestum. Til dæmis fjárfestum sem vilja kaupa fyrirtæki eins og Gleðipinnar hafa gert? „Þegar vörumerki er sett í samhengi við fjárfestingar skiptir mestu máli að geta lagt mat á, með mælanlegum hætti, hver staða vörumerkisins er. Aðeins þannig er hægt að gera raunhæfar áætlanir um frammistöðu og árangur þess sem verið er að kaupa,“ segir Jóhannes. Jóhannes segir stöðu vörumerkis hafa mikið um það að segja hvert virði fjárfestingarinnar er. Hins vegar þýði það ekki, að aðeins sterk vörumerki komi til greina sem álitlegir fjárfestingakostir. „Það að vörumerki sé laskað eða á slæmum stað þarf þó ekki sjálfkrafa að þýða að tækifærið sé ekki til staðar. Í sumum tilfellum getur það verið falið sóknarfæri.“ Að mati Jóhannesar snúist uppbygging á góðu vörumerki um margt annað en eingöngu markaðsmál eða ásýnd. „Mannauðsmál eru okkur afar hugleikin og erum við fyrsta fyrirtækið, svo vitað sé, sem ræður í stöðu Móralsks leiðtoga. Pétur Jóhann Sigfússon er Móralskur leiðtogi Gleðipinna og tryggir að mórallinn sé alltaf í topplagi,“ segir Jóhannes og bætir við: Það gleymist oft í umræðu um vörumerki að starfsfólkið er stór hluti af vörumerkinu. Og til þess að vörumerki geti blómstrað þá þarf starfsfólk að blómstra.“ Stjórnun Góðu ráðin Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Veitingastaðir Mannauðsmál Tengdar fréttir Bestu vörumerkin 2020: Ekki nóg að mæta fínn í partí Það myndaðist góð stemning víða þegar viðurkenningar voru veittar fyrir Bestu íslensku vörumerkin 2020, en viðurkenningin var veitt rafrænt þann 25.febrúar síðastliðinn. Hjá mörgum tilnefndum fyrirtækjum hafði starfsfólk komið sér fyrir saman fyrir framan skjá og fylgdu húrrahróp og mikið klapp hjá þeim sem hlutu viðurkenningu. Hjá einstaka viðurkenningarhafa var jafnvel skálað í kampavíni. 5. mars 2021 07:00 „Frábært vörumerki getur verið lítið þekkt á meðal almennings“ „Okkar markmið er sýna hvernig góð vörumerki líta út og að þau verði þannig leiðarljós fyrir önnur fyrirtæki sem vilja vinna markvisst í sínum vörumerkjum. Þegar við segjum góð, þá meinum við góð samkvæmt viðurkenndum hagnýtum og fræðilegum aðferðum. Og góð því þau skila eigendum sínum meiri hagnaði en ella og neytendum skýrum ávinningi,“ segir Friðrik Larsen formaður dómnefndar um valið Bestu íslensku vörumerkin 2020 sem fram fer þann 25.febrúar næstkomandi. 18. febrúar 2021 07:00 „Ekki vera eitthvað fyrir alla, vertu allt fyrir einhverja“ Samkvæmt öllum fræðum er mikilvægt að sinna auglýsinga- og markaðsmálum á krepputímum. Fyrir mörg fyrirtæki, sérstaklega þau smærri, er þetta hægara sagt en gert. Við leituðum til Unnar Maríu Pálmadóttur hjá KVARTZ og báðum um nokkur góð ráð. 10. nóvember 2020 07:01 Auglýsendur sem náðu forskoti í kreppum Á samdráttartímum geta auglýsendur náð forskoti á markaði sem síðan verður undirstaða frekari velgengni um langa hríð. Hér eru nokkur dæmi. 24. apríl 2020 09:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Gleðipinnar eiga og reka tíu vörumerki í dag. Flest þeirra eru veitingastaðir (Pítan, American Style, Saffran, Hamborgarafabrikkan, Shake&Pizza, Aktu taktu, Blackbox og Djúsi by Blackbox), en Gleðipinnar eiga einnig trampólíngarðinn Rush og Keiluhöllina. Þá er fyrirhugað að opna nýjan veitingastað á Suðurlandsbraut með vorinu í samstarfi við hjónin Ásu Maríu Reginsdóttur og Emil Hallfreðsson: Olifa – La Madre Pizza. Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um vörumerkjastjórnun en Bestu íslensku vörumerkin 2021 verða valin í dag og verður viðburðurinn í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12. Jóhannes er meðal þeirra sem er í valnefnd. Eilífðarverkefni þar sem „allt“ skiptir máli Jóhannes segir Gleðipinnafjölskylduna telja um 400 starfsmenn af rúmlega tuttugu þjóðernum. Fyrirtækin sem Gleðipinnarnir eiga og reka eiga sér hins vegar ólíkar sögur. Enda spanna þau mislöng tímabil. Elstu fyrirtækin eru Pítan, American Style og Keiluhöllin sem öll voru stofnuð árið 1985. Það yngsta var stofnað árið 2021, Djúsi by Blackbox sem rekið er á þremur stöðum: Á Blackbox Pizzeria í Borgartúni og á tveimur N1 stöðvum, í Borgarnesi og í Hveragerði. Staðirnir sem Gleðipinnar eiga voru stofnaðir á mislöngum tíma. Elstu fyrirtækin voru stofnuð árið 1985 en það voru Keiluhöllin, Pítan og American Style. Jóhannes segir uppbyggingu vörumerkja þurfa að taka tillit til sögu hvers og eins staðar en mestu skipti að hver staður viti fyrir hvað hann stendur. Vísir/Vilhelm Jóhannes segir mestu skipta að vita fyrir hvað hvert og eitt vörumerki stendur og síðan snúist verkefnið um það að miðla því til samstarfsfólks. Þar sé höfuðáherslan á gæði matar og þjónustu en eins að virkja gleðina í starfinu, vera óhrædd við að prófa nýjungar, breyta til og hugsa út fyrir kassann. Það að stýra rekstri og vörumerkjum er eilífðarverkefni, því er aldrei lokið. Allt sem gerist á veitingastöðunum, allt niður í minnstu smáatriði, er í raun og veru hluti af uppbyggingu og viðhaldi vörumerkisins.“ Að þykja vænt um starfsfólkið lykilatriði Jóhannes segir hugtakið vörumerki heillandi fyrirbæri sem samsett er úr ótal breytum. Styrkleiki og ímynd vörumerkja sé eitthvað sem byggist upp á löngum tíma. Enda eitthvað sem snýst um viðhorf viðskiptavina og almennings til vörumerkjanna. Til þess að byggja upp sterk vörumerki þarf vörumerkið alltaf að vita fyrir hvað það stendur. „Að vörumerkið þekki sinn kjarna, og að rekstur þess sé vel undirbúinn og vandaður, með gæði og stöðugleika að leiðarljósi,“ segir Jóhannes og bætir við: Það mætti líkja uppbyggingu vörumerkis við barnauppeldi. Það má aldrei sofna á verðinum, það þarf umhyggju, fyrirhyggju, reglur og ramma.“ Þegar verið er að meta fyrirtæki til kaups, skiptir vörumerkið miklu máli að sögn Jóhannesar. Það þýði þó ekki að aðeins sterk vörumerki séu álitlegur valkostur fyrir fjárfesta því sóknarfæri geta líka legið í því að fjárfesta í löskuðu vörumerki og byggja það upp.Vísir/Vilhelm En hversu miklu máli skiptir vörumerkið þegar það kemur að fjárfestum. Til dæmis fjárfestum sem vilja kaupa fyrirtæki eins og Gleðipinnar hafa gert? „Þegar vörumerki er sett í samhengi við fjárfestingar skiptir mestu máli að geta lagt mat á, með mælanlegum hætti, hver staða vörumerkisins er. Aðeins þannig er hægt að gera raunhæfar áætlanir um frammistöðu og árangur þess sem verið er að kaupa,“ segir Jóhannes. Jóhannes segir stöðu vörumerkis hafa mikið um það að segja hvert virði fjárfestingarinnar er. Hins vegar þýði það ekki, að aðeins sterk vörumerki komi til greina sem álitlegir fjárfestingakostir. „Það að vörumerki sé laskað eða á slæmum stað þarf þó ekki sjálfkrafa að þýða að tækifærið sé ekki til staðar. Í sumum tilfellum getur það verið falið sóknarfæri.“ Að mati Jóhannesar snúist uppbygging á góðu vörumerki um margt annað en eingöngu markaðsmál eða ásýnd. „Mannauðsmál eru okkur afar hugleikin og erum við fyrsta fyrirtækið, svo vitað sé, sem ræður í stöðu Móralsks leiðtoga. Pétur Jóhann Sigfússon er Móralskur leiðtogi Gleðipinna og tryggir að mórallinn sé alltaf í topplagi,“ segir Jóhannes og bætir við: Það gleymist oft í umræðu um vörumerki að starfsfólkið er stór hluti af vörumerkinu. Og til þess að vörumerki geti blómstrað þá þarf starfsfólk að blómstra.“
Stjórnun Góðu ráðin Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Veitingastaðir Mannauðsmál Tengdar fréttir Bestu vörumerkin 2020: Ekki nóg að mæta fínn í partí Það myndaðist góð stemning víða þegar viðurkenningar voru veittar fyrir Bestu íslensku vörumerkin 2020, en viðurkenningin var veitt rafrænt þann 25.febrúar síðastliðinn. Hjá mörgum tilnefndum fyrirtækjum hafði starfsfólk komið sér fyrir saman fyrir framan skjá og fylgdu húrrahróp og mikið klapp hjá þeim sem hlutu viðurkenningu. Hjá einstaka viðurkenningarhafa var jafnvel skálað í kampavíni. 5. mars 2021 07:00 „Frábært vörumerki getur verið lítið þekkt á meðal almennings“ „Okkar markmið er sýna hvernig góð vörumerki líta út og að þau verði þannig leiðarljós fyrir önnur fyrirtæki sem vilja vinna markvisst í sínum vörumerkjum. Þegar við segjum góð, þá meinum við góð samkvæmt viðurkenndum hagnýtum og fræðilegum aðferðum. Og góð því þau skila eigendum sínum meiri hagnaði en ella og neytendum skýrum ávinningi,“ segir Friðrik Larsen formaður dómnefndar um valið Bestu íslensku vörumerkin 2020 sem fram fer þann 25.febrúar næstkomandi. 18. febrúar 2021 07:00 „Ekki vera eitthvað fyrir alla, vertu allt fyrir einhverja“ Samkvæmt öllum fræðum er mikilvægt að sinna auglýsinga- og markaðsmálum á krepputímum. Fyrir mörg fyrirtæki, sérstaklega þau smærri, er þetta hægara sagt en gert. Við leituðum til Unnar Maríu Pálmadóttur hjá KVARTZ og báðum um nokkur góð ráð. 10. nóvember 2020 07:01 Auglýsendur sem náðu forskoti í kreppum Á samdráttartímum geta auglýsendur náð forskoti á markaði sem síðan verður undirstaða frekari velgengni um langa hríð. Hér eru nokkur dæmi. 24. apríl 2020 09:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Bestu vörumerkin 2020: Ekki nóg að mæta fínn í partí Það myndaðist góð stemning víða þegar viðurkenningar voru veittar fyrir Bestu íslensku vörumerkin 2020, en viðurkenningin var veitt rafrænt þann 25.febrúar síðastliðinn. Hjá mörgum tilnefndum fyrirtækjum hafði starfsfólk komið sér fyrir saman fyrir framan skjá og fylgdu húrrahróp og mikið klapp hjá þeim sem hlutu viðurkenningu. Hjá einstaka viðurkenningarhafa var jafnvel skálað í kampavíni. 5. mars 2021 07:00
„Frábært vörumerki getur verið lítið þekkt á meðal almennings“ „Okkar markmið er sýna hvernig góð vörumerki líta út og að þau verði þannig leiðarljós fyrir önnur fyrirtæki sem vilja vinna markvisst í sínum vörumerkjum. Þegar við segjum góð, þá meinum við góð samkvæmt viðurkenndum hagnýtum og fræðilegum aðferðum. Og góð því þau skila eigendum sínum meiri hagnaði en ella og neytendum skýrum ávinningi,“ segir Friðrik Larsen formaður dómnefndar um valið Bestu íslensku vörumerkin 2020 sem fram fer þann 25.febrúar næstkomandi. 18. febrúar 2021 07:00
„Ekki vera eitthvað fyrir alla, vertu allt fyrir einhverja“ Samkvæmt öllum fræðum er mikilvægt að sinna auglýsinga- og markaðsmálum á krepputímum. Fyrir mörg fyrirtæki, sérstaklega þau smærri, er þetta hægara sagt en gert. Við leituðum til Unnar Maríu Pálmadóttur hjá KVARTZ og báðum um nokkur góð ráð. 10. nóvember 2020 07:01
Auglýsendur sem náðu forskoti í kreppum Á samdráttartímum geta auglýsendur náð forskoti á markaði sem síðan verður undirstaða frekari velgengni um langa hríð. Hér eru nokkur dæmi. 24. apríl 2020 09:00