Múlaþing gerir vel í leikskólamálum Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 09:00 Mikil umræða hefur verið í fjölmiðlum hvernig sveitarfélög víðsvegar yfir landið standa að vistunarúrræðum fyrir börn að loknu fæðingarorlofi. Algengast er að að báðir foreldrar séu útivinnandi og skiptir þá miklu máli fyrir foreldra að fá vistunarúrræði fyrir börn sín þegar fæðingarorlofi líkur til að komast út á vinnumarkaðinn. Þarfagreining mikilvæg aðferðafræði Framtíðarsýn þarf að viðhafa í öllum málaflokkum sveitarfélaga því framkvæmdatími er tímafrekur þegar til hans þarf að grípa. Í víðfeðmu sveitarfélagi Múlaþings er einhugur um að veita góða þjónustu og því varð þarfagreining fyrir valinu sem leiddi í ljós að verulegur skortur var á vistunarúrræðum á Fljótsdalshéraði. Í haust mun rísa nýr þriggja deilda leikskóli í Fellabæ og vegna skorts á dagforeldrum þetta árið var tekin ákvörðun um að bregðast við með nýrri leikskóladeild sem tók til starfa í lok janúar og sú eining mun færast inn í nýjan leikskóla í haust. Þarfagreiningin sýnir einnig að nýi leikskólinn í Fellabæ muni ekki sinna áætlaðri eftirspurn næstu árin og við því hefur verið brugðist. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir staðsetningu nýs leikskóla árið 2022 og hönnunarkostnaði 2023. Styrkur til barna sem fá ekki leikskólavist Enn eitt skrefið hefur nú verið tekið í metnaði Múlaþings til að gera vel við barnafjölskyldur með því að greiða styrk til foreldra þeirra barna sem fá ekki umbeðna leikskólavist eftir að fæðingarorlofi lýkur. Þarna setjum við markið hátt og stefna Múlaþings er að öll börn innan sveitarfélagssins fái leikskólavistun við lok fæðingarorlofs og þurfi ekki að nýta sér þetta úrræði. Jöfn tækifæri til starfs, menntunar og þjónustu Markmið Múlaþings mun áfram vera að veita íbúum í öllu Múlaþingi góða þjónustu og með þeim orðum bjóðum við alla velkomna í okkar sveitarfélag, með náttúruna í bakgarðinum, streituminna umhverfi, góðar samgöngur og góða þjónustu. Nú komu inn tækifærin með tæknibreytingum í heimfaraldrinum sem opna á fjölda starfa óháð staðsetningu, tækifærum til menntunar í heimabyggð og öfluga fjarþjónustu fyrir allra íbúa landssins hvort sem þeir búa í Reykjavík eða á landsbyggðinni. Tækifærin og lífsgæðin liggja í Múlaþingi, verið velkomin. Höfundur er b æjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og formaður Byggðaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Múlaþing Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið í fjölmiðlum hvernig sveitarfélög víðsvegar yfir landið standa að vistunarúrræðum fyrir börn að loknu fæðingarorlofi. Algengast er að að báðir foreldrar séu útivinnandi og skiptir þá miklu máli fyrir foreldra að fá vistunarúrræði fyrir börn sín þegar fæðingarorlofi líkur til að komast út á vinnumarkaðinn. Þarfagreining mikilvæg aðferðafræði Framtíðarsýn þarf að viðhafa í öllum málaflokkum sveitarfélaga því framkvæmdatími er tímafrekur þegar til hans þarf að grípa. Í víðfeðmu sveitarfélagi Múlaþings er einhugur um að veita góða þjónustu og því varð þarfagreining fyrir valinu sem leiddi í ljós að verulegur skortur var á vistunarúrræðum á Fljótsdalshéraði. Í haust mun rísa nýr þriggja deilda leikskóli í Fellabæ og vegna skorts á dagforeldrum þetta árið var tekin ákvörðun um að bregðast við með nýrri leikskóladeild sem tók til starfa í lok janúar og sú eining mun færast inn í nýjan leikskóla í haust. Þarfagreiningin sýnir einnig að nýi leikskólinn í Fellabæ muni ekki sinna áætlaðri eftirspurn næstu árin og við því hefur verið brugðist. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir staðsetningu nýs leikskóla árið 2022 og hönnunarkostnaði 2023. Styrkur til barna sem fá ekki leikskólavist Enn eitt skrefið hefur nú verið tekið í metnaði Múlaþings til að gera vel við barnafjölskyldur með því að greiða styrk til foreldra þeirra barna sem fá ekki umbeðna leikskólavist eftir að fæðingarorlofi lýkur. Þarna setjum við markið hátt og stefna Múlaþings er að öll börn innan sveitarfélagssins fái leikskólavistun við lok fæðingarorlofs og þurfi ekki að nýta sér þetta úrræði. Jöfn tækifæri til starfs, menntunar og þjónustu Markmið Múlaþings mun áfram vera að veita íbúum í öllu Múlaþingi góða þjónustu og með þeim orðum bjóðum við alla velkomna í okkar sveitarfélag, með náttúruna í bakgarðinum, streituminna umhverfi, góðar samgöngur og góða þjónustu. Nú komu inn tækifærin með tæknibreytingum í heimfaraldrinum sem opna á fjölda starfa óháð staðsetningu, tækifærum til menntunar í heimabyggð og öfluga fjarþjónustu fyrir allra íbúa landssins hvort sem þeir búa í Reykjavík eða á landsbyggðinni. Tækifærin og lífsgæðin liggja í Múlaþingi, verið velkomin. Höfundur er b æjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og formaður Byggðaráðs.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar