Múlaþing gerir vel í leikskólamálum Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 09:00 Mikil umræða hefur verið í fjölmiðlum hvernig sveitarfélög víðsvegar yfir landið standa að vistunarúrræðum fyrir börn að loknu fæðingarorlofi. Algengast er að að báðir foreldrar séu útivinnandi og skiptir þá miklu máli fyrir foreldra að fá vistunarúrræði fyrir börn sín þegar fæðingarorlofi líkur til að komast út á vinnumarkaðinn. Þarfagreining mikilvæg aðferðafræði Framtíðarsýn þarf að viðhafa í öllum málaflokkum sveitarfélaga því framkvæmdatími er tímafrekur þegar til hans þarf að grípa. Í víðfeðmu sveitarfélagi Múlaþings er einhugur um að veita góða þjónustu og því varð þarfagreining fyrir valinu sem leiddi í ljós að verulegur skortur var á vistunarúrræðum á Fljótsdalshéraði. Í haust mun rísa nýr þriggja deilda leikskóli í Fellabæ og vegna skorts á dagforeldrum þetta árið var tekin ákvörðun um að bregðast við með nýrri leikskóladeild sem tók til starfa í lok janúar og sú eining mun færast inn í nýjan leikskóla í haust. Þarfagreiningin sýnir einnig að nýi leikskólinn í Fellabæ muni ekki sinna áætlaðri eftirspurn næstu árin og við því hefur verið brugðist. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir staðsetningu nýs leikskóla árið 2022 og hönnunarkostnaði 2023. Styrkur til barna sem fá ekki leikskólavist Enn eitt skrefið hefur nú verið tekið í metnaði Múlaþings til að gera vel við barnafjölskyldur með því að greiða styrk til foreldra þeirra barna sem fá ekki umbeðna leikskólavist eftir að fæðingarorlofi lýkur. Þarna setjum við markið hátt og stefna Múlaþings er að öll börn innan sveitarfélagssins fái leikskólavistun við lok fæðingarorlofs og þurfi ekki að nýta sér þetta úrræði. Jöfn tækifæri til starfs, menntunar og þjónustu Markmið Múlaþings mun áfram vera að veita íbúum í öllu Múlaþingi góða þjónustu og með þeim orðum bjóðum við alla velkomna í okkar sveitarfélag, með náttúruna í bakgarðinum, streituminna umhverfi, góðar samgöngur og góða þjónustu. Nú komu inn tækifærin með tæknibreytingum í heimfaraldrinum sem opna á fjölda starfa óháð staðsetningu, tækifærum til menntunar í heimabyggð og öfluga fjarþjónustu fyrir allra íbúa landssins hvort sem þeir búa í Reykjavík eða á landsbyggðinni. Tækifærin og lífsgæðin liggja í Múlaþingi, verið velkomin. Höfundur er b æjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og formaður Byggðaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Múlaþing Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið í fjölmiðlum hvernig sveitarfélög víðsvegar yfir landið standa að vistunarúrræðum fyrir börn að loknu fæðingarorlofi. Algengast er að að báðir foreldrar séu útivinnandi og skiptir þá miklu máli fyrir foreldra að fá vistunarúrræði fyrir börn sín þegar fæðingarorlofi líkur til að komast út á vinnumarkaðinn. Þarfagreining mikilvæg aðferðafræði Framtíðarsýn þarf að viðhafa í öllum málaflokkum sveitarfélaga því framkvæmdatími er tímafrekur þegar til hans þarf að grípa. Í víðfeðmu sveitarfélagi Múlaþings er einhugur um að veita góða þjónustu og því varð þarfagreining fyrir valinu sem leiddi í ljós að verulegur skortur var á vistunarúrræðum á Fljótsdalshéraði. Í haust mun rísa nýr þriggja deilda leikskóli í Fellabæ og vegna skorts á dagforeldrum þetta árið var tekin ákvörðun um að bregðast við með nýrri leikskóladeild sem tók til starfa í lok janúar og sú eining mun færast inn í nýjan leikskóla í haust. Þarfagreiningin sýnir einnig að nýi leikskólinn í Fellabæ muni ekki sinna áætlaðri eftirspurn næstu árin og við því hefur verið brugðist. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir staðsetningu nýs leikskóla árið 2022 og hönnunarkostnaði 2023. Styrkur til barna sem fá ekki leikskólavist Enn eitt skrefið hefur nú verið tekið í metnaði Múlaþings til að gera vel við barnafjölskyldur með því að greiða styrk til foreldra þeirra barna sem fá ekki umbeðna leikskólavist eftir að fæðingarorlofi lýkur. Þarna setjum við markið hátt og stefna Múlaþings er að öll börn innan sveitarfélagssins fái leikskólavistun við lok fæðingarorlofs og þurfi ekki að nýta sér þetta úrræði. Jöfn tækifæri til starfs, menntunar og þjónustu Markmið Múlaþings mun áfram vera að veita íbúum í öllu Múlaþingi góða þjónustu og með þeim orðum bjóðum við alla velkomna í okkar sveitarfélag, með náttúruna í bakgarðinum, streituminna umhverfi, góðar samgöngur og góða þjónustu. Nú komu inn tækifærin með tæknibreytingum í heimfaraldrinum sem opna á fjölda starfa óháð staðsetningu, tækifærum til menntunar í heimabyggð og öfluga fjarþjónustu fyrir allra íbúa landssins hvort sem þeir búa í Reykjavík eða á landsbyggðinni. Tækifærin og lífsgæðin liggja í Múlaþingi, verið velkomin. Höfundur er b æjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og formaður Byggðaráðs.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar