„Það kom smá babb í bátinn“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2022 14:43 Svona var staðan á sjöunda tímanum í morgun. Síðan þá hafa sveitungar lagt hönd á plóg. North West Hotel & Restaurant Eigendur North West Hotel & Restaurant við Þjóðveginn í Húnaþingi vestra láta sig dreyma um að geta opnað veitingastaðinn á morgun klukkan 17 eftir að stormurinn í nótt gerði þeim grikk. Til stóð að opna í dag en snjósprengja snemma í morgun seinkaði þeim áformum. „Það bara sprakk upp útidyrahurðin okkar,“ segir Kristinn Bjarnason eigandi staðarins. Hann segir vindinn hafa legið beint á útidyrnar með þeim afleiðingum að hún sprakk upp. „Svo var fólk að reyna að halda þessu lokuðu eins og hægt var, en það var erfitt.“ Eins og svo oft áður voru það liðsmenn björgunarsveitanna, í þessu tilfelli Húna frá Hvammstanga, sem mættu og negldu hurðina fasta. „Veðrið var algjörlega ruglað,“ segir Kristinn. Tryggingarnar séu lottó Til stóð að opna staðinn í dag klukkan 17 eftir nokkurra vikna lokun. Þau voru búin að mæta nokkrum dögum fyrr til að gera allt klárt. Þrífa og undirbúa matvæli. Gera allt klárt. „En það kom smá babb í bátinn,“ segir Kristinn á léttum nótum. Veitingastaðurinn á fallegum sumardegi.North West Hotel & Restaurant „Það er erfitt að meta tjónið. Það er rosaleg bleyta í húsgögnum og borðum. Svo voru tölvukerfin fyrir kælana og annað undirlögð í snjó,“ segir Kristinn. Þetta hafi verið hressandi í morgunsárið. „Svo er alltaf spurning hvort maður hafi verið rétt tryggður. Það er lottóið.“ Borgarbörn með ævintýraþrá Veitingastaðurinn og gistiheimilið er rekið í gömlu Víðigerði, miðja vegu á milli Hvammstanga og Blönduóss, og um miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar. Kristinn útskýrir að hann sé borgarbarn en ævintýraþrá hafi dregið borgarbúana út á landið fyrir tíu árum. Þar séu þau enn enda líði þeim vel í sveitinni. „Við ætluðum að taka flipp úti á landi í tvö til þrjú ár og erum enn í því flippi.“ Sem fyrr segir stendur til að opna á nýjan leik á morgun klukkan 17. Veður Húnaþing vestra Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Það bara sprakk upp útidyrahurðin okkar,“ segir Kristinn Bjarnason eigandi staðarins. Hann segir vindinn hafa legið beint á útidyrnar með þeim afleiðingum að hún sprakk upp. „Svo var fólk að reyna að halda þessu lokuðu eins og hægt var, en það var erfitt.“ Eins og svo oft áður voru það liðsmenn björgunarsveitanna, í þessu tilfelli Húna frá Hvammstanga, sem mættu og negldu hurðina fasta. „Veðrið var algjörlega ruglað,“ segir Kristinn. Tryggingarnar séu lottó Til stóð að opna staðinn í dag klukkan 17 eftir nokkurra vikna lokun. Þau voru búin að mæta nokkrum dögum fyrr til að gera allt klárt. Þrífa og undirbúa matvæli. Gera allt klárt. „En það kom smá babb í bátinn,“ segir Kristinn á léttum nótum. Veitingastaðurinn á fallegum sumardegi.North West Hotel & Restaurant „Það er erfitt að meta tjónið. Það er rosaleg bleyta í húsgögnum og borðum. Svo voru tölvukerfin fyrir kælana og annað undirlögð í snjó,“ segir Kristinn. Þetta hafi verið hressandi í morgunsárið. „Svo er alltaf spurning hvort maður hafi verið rétt tryggður. Það er lottóið.“ Borgarbörn með ævintýraþrá Veitingastaðurinn og gistiheimilið er rekið í gömlu Víðigerði, miðja vegu á milli Hvammstanga og Blönduóss, og um miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar. Kristinn útskýrir að hann sé borgarbarn en ævintýraþrá hafi dregið borgarbúana út á landið fyrir tíu árum. Þar séu þau enn enda líði þeim vel í sveitinni. „Við ætluðum að taka flipp úti á landi í tvö til þrjú ár og erum enn í því flippi.“ Sem fyrr segir stendur til að opna á nýjan leik á morgun klukkan 17.
Veður Húnaþing vestra Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira