Með „breiðari þekkingu úr hreyfingunni“ en Vanda „toppmanneskja“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2022 15:17 Sævar Pétursson hefur komið að störfum í íslenskum fótbolta með ýmsum hætti en hann hefur verið framkvæmdastjóri KA síðastliðinn áratug. Samsett/Hulda Margrét/Aðsend „Mig langar að taka slaginn og held að það sé nauðsynlegt að fá inn aðila sem þekkir vel til innan úr starfi félaganna í hreyfingunni,“ segir Sævar Pétursson sem í dag lýsti yfir framboði til Knattspyrnusambands Íslands. Áður hafði Vanda Sigurgeirsdóttir, sem kjörin var formaður til bráðabirgða eftir afsögn Guðna Bergssonar í haust, lýst því yfir að hún sæktist eftir kjöri. Það verður því formannsslagur á ársþingi KSÍ síðar í þessum mánuði, laugardaginn 26. febrúar. Sævar hefur gegnt ýmsum störfum í knattspyrnuhreyfingunni, til að mynda sem leikmaður, þjálfari yngri flokka og svo framkvæmdastjóri KA síðastliðinn áratug. En í hverju telur hann að helsti munurinn á þeim Vöndu felist? „Ég ætla svo sem ekki að fara út í svoleiðis sálma. Vanda er toppmanneskja og ég hef ekkert út á hana að setja. Ég tel mig koma kannski með örlítið breiðari þekkingu úr hreyfingunni eftir að hafa starfað lengi þar. Vanda er alveg örugglega sterkari en ég á öðrum sviðum. Ég tel mig hafa fínan snertiflöt við margt af því sem er að gerast innan okkar hreyfingar. Mig langar að leggja það á borðið og svo er það undir hreyfingunni komið hvort hún telji mig eða Vöndu, eða einhvern annan, best til þess fallinn að leiða hreyfinguna,“ segir Sævar. „Skal vera fyrsti aðilinn til að óska Vöndu til hamingju vinni hún“ Ætla má að Sævar hafi kannað vel möguleika sína á að komast í formannsstólinn en telur hann sig hafa nægan stuðning nú þegar? „Það er rosalega erfitt að segja. Auðvitað er ég búinn að hringja í aðila tengda mér og þeir eru voða jákvæðir en auðvitað eru aðrir á bakvið Vöndu og þannig er það bara. Eigum við ekki að segja að þetta sé 50:50 og verði undir okkur komið í vonandi heiðarlegri og skemmtilegri baráttu á næstu dögum. Ég skal vera fyrsti aðilinn til að óska Vöndu til hamingju vinni hún kosninguna.“ Eftir stormasamt síðasta ár hjá knattspyrnuhreyfingunni, þar sem meint kynferðisbrot landsliðsmanna og viðbrögð forystu KSÍ við þeim leiddu til afsagnar formanns og stjórnar, er engan bilbug á Sævari að finna varðandi það að sækjast eftir formannsembætti á þessum tímapunkti: „Þetta er ekki ákvörðun sem maður tekur á einhverjum mínútum. Ég er búinn að liggja yfir þessu og meta kosti og galla. Ég held að þetta sé alltaf krefjandi, hvort sem maður er að leiða íþróttafélag eða sérsamband. Það er mikið vinnuálag. Við sem erum í forystunni í íþróttahreyfingunni erum alltaf að sækjast eftir því að gera þetta meira „professional“ og gera betur. Eftir að hafa hugsað þetta og fengið góða hvatningu langaði mig að taka þennan slag og sjá hvort ég ætti fylgi í hreyfingunni,“ segir Sævar. Nauðsynlegt að þessi mál hafi komist í dagsljósið Hann bindur vonir við að vinna tengd viðbrögðum við kynferðisbrotamálum sé komin í réttan farveg og segir að sú vegferð verði að halda áfram. Það sé hins vegar einnig mikilvægt að setja fótboltann aftur í fyrsta sæti. „Ég held að það sé alveg nauðsynlegt að þessi mál hafi komist í dagsljósið og ég held að þau séu ekki bara að breyta knattspyrnuhreyfingunni heldur samfélaginu sem við búum í. Fyrir það ber að þakka. Við erum hins vegar komin á þann stað núna að við þurfum að tala um framtíð fótboltans. Við þurfum að tala um rekstur knattspyrnusambandsins, landsliðin, stelpurnar okkar eru á leiðinni á EM, við erum að fara að breyta mótum, félagsliðin okkar þurfa að ná betri árangri í Evrópu… það er bara orðið mjög nauðsynlegt að fara að ræða þessi mál ofan í kjölinn og finna leiðir til að taka skref fram á við. Með því er alls ekki verið að gera lítið úr þeirri umræðu sem átt hefur sér stað og hún var nauðsynleg,“ segir Sævar. Helstu áhersluatriði Sævars Péturssonar Setja fótboltann aftur í fyrsta sætið hjá KSÍ. Styðja verður við og efla allt starf innanlands í samstarfi við félögin sjálf. KSÍ verður að vera til staðar fyrir knattspyrnuna sjálfa og félögin. Ég vil taka þátt í umræðu um endurskoðun á öllum mótamálum fyrir deildir og yngri flokka. Efla verður samtal innan hreyfingarinnar um hvað má bæta og hvað vel er gert. Það er deginum ljósara að við höfum verið að dragast aftur úr hvað félagsliðin okkar varðar síðustu ár og þeirri þróun verður að snúa við, ekki síst með stuðningi við félögin sjálf. Efla samskiptin við félögin í landinu. Knattspyrnusamband Íslands hefur fjarlægst grasrótina of mikið, sjálfum félögunum og ég tel nauðsynlegt að efla þau tengsl og setja fótboltann aftur í fyrsta sætið. Jafnrétti í forgrunni. Halda áfram á braut jafnréttis innan knattspyrnunar og fylgja eftir jafnréttisstefnu og jafnréttisstefnu sambandsins. Skoða að setja upp átaksverkefni sem miðar að því að auka þátttöku kvenna á öllum stigum knattspyrnunar og tryggja með öllum hætti að kynjum sé ekki mismunað með neinum hætti innan KSÍ. Minna bákn! Rekstrarkostnaður KSÍ hefur aukist mikið síðustu ár og það þarf nauðsynlega að bæta reksturinn, gera hann hagkvæmari og skilvirkari. Halda áfram í þeirri vegferð að auka tekjur sambandis og byggja upp sterft vörumerki.Nýta þarf fjármagnið til að fjárfesta í fótboltanum um allt land. Stuðningur við landsbyggðina. Miklu máli skiptir að aðildarfélög á landsbyggðinni njóti jafnræðis við félögin á höfðuðborgarsvæðinu þegar litið er til ferðakostnaðar og þá þjónustu sem knattspynusambandið veitir á hverjum tíma. Nýr þjóðarleikvangur. Það er mikil þörf á nýjum þjóðarleikvangi og við verðum að halda áfram að þrýsta á yfirvöld um uppbyggingu slíks vallar og leita allra leiða til að gera hann að veruleika fyrir íslenska knattspyrnu. Kanna þarf möguleika þess að byggja slíkan leikvang utan höfuðborgarinnar í samstarfi við ríki og sveitarfélög ef ekki þokast áfram með nýjan Laugardalsvöll. Hlúa vel að umgjörðinni í kringum landsliðin. Landslið Íslands sinna mikilvægu hlutverki innan Knattspyrnusambandsins og hafa skapað knattspyrnuhreyfingunni miklar tekjur undanfarin ár. Það er því afar mikilvægt að hlúa vel að allri umgjörð, efla og bæta starf í kringum landsliðin okkar og tryggja þeim varanlegt sæti meðal þeirra bestu. Stöðva atgervisflótta og gera KSÍ að eftirsóttum vettvangi. Mikill atgervisflótti hefur verið úr KSÍ síðustu vikur og hefur fjöldi starfsmanna og stjórnarmanna sagt skilið við hreyfinguna. Þessari þróun þarf að snúa við og tryggja að fólk vilji bæði starfa fyrir og starfa innan KSÍ ásamt því að tryggja að sú þekking og reynsla sem til staðar er haldist innan knattspyrnuhreyfingarinnar. KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Vanda vill leiða KSÍ áfram Vanda Sigurgeirsdóttir ætlar að bjóða sig fram til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ. Hún hefur gegnt starfinu frá því í byrjun október á síðasta ári. 4. febrúar 2022 09:19 Vanda orðin formaður KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir er orðin formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hún var sjálfkjörin á aukaþingi sambandsins sem haldið var í dag. 2. október 2021 11:53 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Áður hafði Vanda Sigurgeirsdóttir, sem kjörin var formaður til bráðabirgða eftir afsögn Guðna Bergssonar í haust, lýst því yfir að hún sæktist eftir kjöri. Það verður því formannsslagur á ársþingi KSÍ síðar í þessum mánuði, laugardaginn 26. febrúar. Sævar hefur gegnt ýmsum störfum í knattspyrnuhreyfingunni, til að mynda sem leikmaður, þjálfari yngri flokka og svo framkvæmdastjóri KA síðastliðinn áratug. En í hverju telur hann að helsti munurinn á þeim Vöndu felist? „Ég ætla svo sem ekki að fara út í svoleiðis sálma. Vanda er toppmanneskja og ég hef ekkert út á hana að setja. Ég tel mig koma kannski með örlítið breiðari þekkingu úr hreyfingunni eftir að hafa starfað lengi þar. Vanda er alveg örugglega sterkari en ég á öðrum sviðum. Ég tel mig hafa fínan snertiflöt við margt af því sem er að gerast innan okkar hreyfingar. Mig langar að leggja það á borðið og svo er það undir hreyfingunni komið hvort hún telji mig eða Vöndu, eða einhvern annan, best til þess fallinn að leiða hreyfinguna,“ segir Sævar. „Skal vera fyrsti aðilinn til að óska Vöndu til hamingju vinni hún“ Ætla má að Sævar hafi kannað vel möguleika sína á að komast í formannsstólinn en telur hann sig hafa nægan stuðning nú þegar? „Það er rosalega erfitt að segja. Auðvitað er ég búinn að hringja í aðila tengda mér og þeir eru voða jákvæðir en auðvitað eru aðrir á bakvið Vöndu og þannig er það bara. Eigum við ekki að segja að þetta sé 50:50 og verði undir okkur komið í vonandi heiðarlegri og skemmtilegri baráttu á næstu dögum. Ég skal vera fyrsti aðilinn til að óska Vöndu til hamingju vinni hún kosninguna.“ Eftir stormasamt síðasta ár hjá knattspyrnuhreyfingunni, þar sem meint kynferðisbrot landsliðsmanna og viðbrögð forystu KSÍ við þeim leiddu til afsagnar formanns og stjórnar, er engan bilbug á Sævari að finna varðandi það að sækjast eftir formannsembætti á þessum tímapunkti: „Þetta er ekki ákvörðun sem maður tekur á einhverjum mínútum. Ég er búinn að liggja yfir þessu og meta kosti og galla. Ég held að þetta sé alltaf krefjandi, hvort sem maður er að leiða íþróttafélag eða sérsamband. Það er mikið vinnuálag. Við sem erum í forystunni í íþróttahreyfingunni erum alltaf að sækjast eftir því að gera þetta meira „professional“ og gera betur. Eftir að hafa hugsað þetta og fengið góða hvatningu langaði mig að taka þennan slag og sjá hvort ég ætti fylgi í hreyfingunni,“ segir Sævar. Nauðsynlegt að þessi mál hafi komist í dagsljósið Hann bindur vonir við að vinna tengd viðbrögðum við kynferðisbrotamálum sé komin í réttan farveg og segir að sú vegferð verði að halda áfram. Það sé hins vegar einnig mikilvægt að setja fótboltann aftur í fyrsta sæti. „Ég held að það sé alveg nauðsynlegt að þessi mál hafi komist í dagsljósið og ég held að þau séu ekki bara að breyta knattspyrnuhreyfingunni heldur samfélaginu sem við búum í. Fyrir það ber að þakka. Við erum hins vegar komin á þann stað núna að við þurfum að tala um framtíð fótboltans. Við þurfum að tala um rekstur knattspyrnusambandsins, landsliðin, stelpurnar okkar eru á leiðinni á EM, við erum að fara að breyta mótum, félagsliðin okkar þurfa að ná betri árangri í Evrópu… það er bara orðið mjög nauðsynlegt að fara að ræða þessi mál ofan í kjölinn og finna leiðir til að taka skref fram á við. Með því er alls ekki verið að gera lítið úr þeirri umræðu sem átt hefur sér stað og hún var nauðsynleg,“ segir Sævar. Helstu áhersluatriði Sævars Péturssonar Setja fótboltann aftur í fyrsta sætið hjá KSÍ. Styðja verður við og efla allt starf innanlands í samstarfi við félögin sjálf. KSÍ verður að vera til staðar fyrir knattspyrnuna sjálfa og félögin. Ég vil taka þátt í umræðu um endurskoðun á öllum mótamálum fyrir deildir og yngri flokka. Efla verður samtal innan hreyfingarinnar um hvað má bæta og hvað vel er gert. Það er deginum ljósara að við höfum verið að dragast aftur úr hvað félagsliðin okkar varðar síðustu ár og þeirri þróun verður að snúa við, ekki síst með stuðningi við félögin sjálf. Efla samskiptin við félögin í landinu. Knattspyrnusamband Íslands hefur fjarlægst grasrótina of mikið, sjálfum félögunum og ég tel nauðsynlegt að efla þau tengsl og setja fótboltann aftur í fyrsta sætið. Jafnrétti í forgrunni. Halda áfram á braut jafnréttis innan knattspyrnunar og fylgja eftir jafnréttisstefnu og jafnréttisstefnu sambandsins. Skoða að setja upp átaksverkefni sem miðar að því að auka þátttöku kvenna á öllum stigum knattspyrnunar og tryggja með öllum hætti að kynjum sé ekki mismunað með neinum hætti innan KSÍ. Minna bákn! Rekstrarkostnaður KSÍ hefur aukist mikið síðustu ár og það þarf nauðsynlega að bæta reksturinn, gera hann hagkvæmari og skilvirkari. Halda áfram í þeirri vegferð að auka tekjur sambandis og byggja upp sterft vörumerki.Nýta þarf fjármagnið til að fjárfesta í fótboltanum um allt land. Stuðningur við landsbyggðina. Miklu máli skiptir að aðildarfélög á landsbyggðinni njóti jafnræðis við félögin á höfðuðborgarsvæðinu þegar litið er til ferðakostnaðar og þá þjónustu sem knattspynusambandið veitir á hverjum tíma. Nýr þjóðarleikvangur. Það er mikil þörf á nýjum þjóðarleikvangi og við verðum að halda áfram að þrýsta á yfirvöld um uppbyggingu slíks vallar og leita allra leiða til að gera hann að veruleika fyrir íslenska knattspyrnu. Kanna þarf möguleika þess að byggja slíkan leikvang utan höfuðborgarinnar í samstarfi við ríki og sveitarfélög ef ekki þokast áfram með nýjan Laugardalsvöll. Hlúa vel að umgjörðinni í kringum landsliðin. Landslið Íslands sinna mikilvægu hlutverki innan Knattspyrnusambandsins og hafa skapað knattspyrnuhreyfingunni miklar tekjur undanfarin ár. Það er því afar mikilvægt að hlúa vel að allri umgjörð, efla og bæta starf í kringum landsliðin okkar og tryggja þeim varanlegt sæti meðal þeirra bestu. Stöðva atgervisflótta og gera KSÍ að eftirsóttum vettvangi. Mikill atgervisflótti hefur verið úr KSÍ síðustu vikur og hefur fjöldi starfsmanna og stjórnarmanna sagt skilið við hreyfinguna. Þessari þróun þarf að snúa við og tryggja að fólk vilji bæði starfa fyrir og starfa innan KSÍ ásamt því að tryggja að sú þekking og reynsla sem til staðar er haldist innan knattspyrnuhreyfingarinnar.
Setja fótboltann aftur í fyrsta sætið hjá KSÍ. Styðja verður við og efla allt starf innanlands í samstarfi við félögin sjálf. KSÍ verður að vera til staðar fyrir knattspyrnuna sjálfa og félögin. Ég vil taka þátt í umræðu um endurskoðun á öllum mótamálum fyrir deildir og yngri flokka. Efla verður samtal innan hreyfingarinnar um hvað má bæta og hvað vel er gert. Það er deginum ljósara að við höfum verið að dragast aftur úr hvað félagsliðin okkar varðar síðustu ár og þeirri þróun verður að snúa við, ekki síst með stuðningi við félögin sjálf. Efla samskiptin við félögin í landinu. Knattspyrnusamband Íslands hefur fjarlægst grasrótina of mikið, sjálfum félögunum og ég tel nauðsynlegt að efla þau tengsl og setja fótboltann aftur í fyrsta sætið. Jafnrétti í forgrunni. Halda áfram á braut jafnréttis innan knattspyrnunar og fylgja eftir jafnréttisstefnu og jafnréttisstefnu sambandsins. Skoða að setja upp átaksverkefni sem miðar að því að auka þátttöku kvenna á öllum stigum knattspyrnunar og tryggja með öllum hætti að kynjum sé ekki mismunað með neinum hætti innan KSÍ. Minna bákn! Rekstrarkostnaður KSÍ hefur aukist mikið síðustu ár og það þarf nauðsynlega að bæta reksturinn, gera hann hagkvæmari og skilvirkari. Halda áfram í þeirri vegferð að auka tekjur sambandis og byggja upp sterft vörumerki.Nýta þarf fjármagnið til að fjárfesta í fótboltanum um allt land. Stuðningur við landsbyggðina. Miklu máli skiptir að aðildarfélög á landsbyggðinni njóti jafnræðis við félögin á höfðuðborgarsvæðinu þegar litið er til ferðakostnaðar og þá þjónustu sem knattspynusambandið veitir á hverjum tíma. Nýr þjóðarleikvangur. Það er mikil þörf á nýjum þjóðarleikvangi og við verðum að halda áfram að þrýsta á yfirvöld um uppbyggingu slíks vallar og leita allra leiða til að gera hann að veruleika fyrir íslenska knattspyrnu. Kanna þarf möguleika þess að byggja slíkan leikvang utan höfuðborgarinnar í samstarfi við ríki og sveitarfélög ef ekki þokast áfram með nýjan Laugardalsvöll. Hlúa vel að umgjörðinni í kringum landsliðin. Landslið Íslands sinna mikilvægu hlutverki innan Knattspyrnusambandsins og hafa skapað knattspyrnuhreyfingunni miklar tekjur undanfarin ár. Það er því afar mikilvægt að hlúa vel að allri umgjörð, efla og bæta starf í kringum landsliðin okkar og tryggja þeim varanlegt sæti meðal þeirra bestu. Stöðva atgervisflótta og gera KSÍ að eftirsóttum vettvangi. Mikill atgervisflótti hefur verið úr KSÍ síðustu vikur og hefur fjöldi starfsmanna og stjórnarmanna sagt skilið við hreyfinguna. Þessari þróun þarf að snúa við og tryggja að fólk vilji bæði starfa fyrir og starfa innan KSÍ ásamt því að tryggja að sú þekking og reynsla sem til staðar er haldist innan knattspyrnuhreyfingarinnar.
KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Vanda vill leiða KSÍ áfram Vanda Sigurgeirsdóttir ætlar að bjóða sig fram til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ. Hún hefur gegnt starfinu frá því í byrjun október á síðasta ári. 4. febrúar 2022 09:19 Vanda orðin formaður KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir er orðin formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hún var sjálfkjörin á aukaþingi sambandsins sem haldið var í dag. 2. október 2021 11:53 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Vanda vill leiða KSÍ áfram Vanda Sigurgeirsdóttir ætlar að bjóða sig fram til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ. Hún hefur gegnt starfinu frá því í byrjun október á síðasta ári. 4. febrúar 2022 09:19
Vanda orðin formaður KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir er orðin formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hún var sjálfkjörin á aukaþingi sambandsins sem haldið var í dag. 2. október 2021 11:53