Skilur ekki af hverju Salah tók ekki víti gegn Senegal Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. febrúar 2022 13:30 Mohamed Salah tekur við silfurmedalíu eftir úrslitaleik Afríkukeppninnar. epa/FOOTOGRAFIIA Jamie Carragher botnar ekkert í ákvörðun Egypta að láta Mohamed Salah taka fimmtu spyrnu liðsins í vítaspyrnukeppninni gegn Senegölum í úrslitaleik Afríkukeppninnar í gær. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og framlengingu í leiknum í gær og því réðust úrslitin í vítakeppni. Fyrirfram þóttu Egyptar sigurstranglegri þar enda höfðu þeir unnið Fílbeinsstrendinga og heimalið Kamerúna í vítakeppni í útsláttarkeppninni. Í gær var lukkan hins vegar ekki lengur í liði með Egyptalandi. Mohamed Abdelmonem og Mohanad Lasheen klikkuðu á sínum spyrnum og Sadio Mané tryggði Senegal sigurinn og sinn fyrsta Afríkumeistaratitil með því að skora úr síðustu spyrnu liðsins. Því fékk samherji hans hjá Liverpool, Salah, ekki tækifæri til að taka fimmta víti Egyptalands. Carragher skilur ekki af hverju Egyptar tóku þessa áhættu, að láta Salah taka síðustu spyrnuna. „Þetta er ástæðan fyrir því að besta vítaskyttan ætti aldrei að taka víti númer fimm. Að Mo Salah taki ekki víti fyrir Egyptaland í vítakeppni í úrslitaleik er brjálæði. Gerðist líka fyrir Ronaldo fyrir Portúgal gegn Spáni fyrir nokkrum árum,“ skrifaði Carragher á Twitter. Hann vísaði þar til vítakeppninnar í leik Portúgals og Spánar í undanúrslitum EM 2012 þar sem Ronaldo átti að taka síðasta víti Portúgala en komst aldrei á punktinn. That is why your best penalty taker should never go fifth. Mo Salah not taking a penalty for Egypt in a shootout in a final is madness. Also happened to Ronaldo years ago for Portugal v Spain. #AFCON2021 #SENEGY— Jamie Carragher (@Carra23) February 6, 2022 Ekki er langt þar til Senegal og Egyptaland mætast aftur. Þau eigast nefnilega við í umspili um sæti á HM í næsta mánuði. Salah skoraði tvö mörk í Afríkukeppninni og hefur alls skorað 46 mörk í 81 landsleik fyrir Egyptaland. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og framlengingu í leiknum í gær og því réðust úrslitin í vítakeppni. Fyrirfram þóttu Egyptar sigurstranglegri þar enda höfðu þeir unnið Fílbeinsstrendinga og heimalið Kamerúna í vítakeppni í útsláttarkeppninni. Í gær var lukkan hins vegar ekki lengur í liði með Egyptalandi. Mohamed Abdelmonem og Mohanad Lasheen klikkuðu á sínum spyrnum og Sadio Mané tryggði Senegal sigurinn og sinn fyrsta Afríkumeistaratitil með því að skora úr síðustu spyrnu liðsins. Því fékk samherji hans hjá Liverpool, Salah, ekki tækifæri til að taka fimmta víti Egyptalands. Carragher skilur ekki af hverju Egyptar tóku þessa áhættu, að láta Salah taka síðustu spyrnuna. „Þetta er ástæðan fyrir því að besta vítaskyttan ætti aldrei að taka víti númer fimm. Að Mo Salah taki ekki víti fyrir Egyptaland í vítakeppni í úrslitaleik er brjálæði. Gerðist líka fyrir Ronaldo fyrir Portúgal gegn Spáni fyrir nokkrum árum,“ skrifaði Carragher á Twitter. Hann vísaði þar til vítakeppninnar í leik Portúgals og Spánar í undanúrslitum EM 2012 þar sem Ronaldo átti að taka síðasta víti Portúgala en komst aldrei á punktinn. That is why your best penalty taker should never go fifth. Mo Salah not taking a penalty for Egypt in a shootout in a final is madness. Also happened to Ronaldo years ago for Portugal v Spain. #AFCON2021 #SENEGY— Jamie Carragher (@Carra23) February 6, 2022 Ekki er langt þar til Senegal og Egyptaland mætast aftur. Þau eigast nefnilega við í umspili um sæti á HM í næsta mánuði. Salah skoraði tvö mörk í Afríkukeppninni og hefur alls skorað 46 mörk í 81 landsleik fyrir Egyptaland.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira