Skilur ekki af hverju Salah tók ekki víti gegn Senegal Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. febrúar 2022 13:30 Mohamed Salah tekur við silfurmedalíu eftir úrslitaleik Afríkukeppninnar. epa/FOOTOGRAFIIA Jamie Carragher botnar ekkert í ákvörðun Egypta að láta Mohamed Salah taka fimmtu spyrnu liðsins í vítaspyrnukeppninni gegn Senegölum í úrslitaleik Afríkukeppninnar í gær. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og framlengingu í leiknum í gær og því réðust úrslitin í vítakeppni. Fyrirfram þóttu Egyptar sigurstranglegri þar enda höfðu þeir unnið Fílbeinsstrendinga og heimalið Kamerúna í vítakeppni í útsláttarkeppninni. Í gær var lukkan hins vegar ekki lengur í liði með Egyptalandi. Mohamed Abdelmonem og Mohanad Lasheen klikkuðu á sínum spyrnum og Sadio Mané tryggði Senegal sigurinn og sinn fyrsta Afríkumeistaratitil með því að skora úr síðustu spyrnu liðsins. Því fékk samherji hans hjá Liverpool, Salah, ekki tækifæri til að taka fimmta víti Egyptalands. Carragher skilur ekki af hverju Egyptar tóku þessa áhættu, að láta Salah taka síðustu spyrnuna. „Þetta er ástæðan fyrir því að besta vítaskyttan ætti aldrei að taka víti númer fimm. Að Mo Salah taki ekki víti fyrir Egyptaland í vítakeppni í úrslitaleik er brjálæði. Gerðist líka fyrir Ronaldo fyrir Portúgal gegn Spáni fyrir nokkrum árum,“ skrifaði Carragher á Twitter. Hann vísaði þar til vítakeppninnar í leik Portúgals og Spánar í undanúrslitum EM 2012 þar sem Ronaldo átti að taka síðasta víti Portúgala en komst aldrei á punktinn. That is why your best penalty taker should never go fifth. Mo Salah not taking a penalty for Egypt in a shootout in a final is madness. Also happened to Ronaldo years ago for Portugal v Spain. #AFCON2021 #SENEGY— Jamie Carragher (@Carra23) February 6, 2022 Ekki er langt þar til Senegal og Egyptaland mætast aftur. Þau eigast nefnilega við í umspili um sæti á HM í næsta mánuði. Salah skoraði tvö mörk í Afríkukeppninni og hefur alls skorað 46 mörk í 81 landsleik fyrir Egyptaland. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og framlengingu í leiknum í gær og því réðust úrslitin í vítakeppni. Fyrirfram þóttu Egyptar sigurstranglegri þar enda höfðu þeir unnið Fílbeinsstrendinga og heimalið Kamerúna í vítakeppni í útsláttarkeppninni. Í gær var lukkan hins vegar ekki lengur í liði með Egyptalandi. Mohamed Abdelmonem og Mohanad Lasheen klikkuðu á sínum spyrnum og Sadio Mané tryggði Senegal sigurinn og sinn fyrsta Afríkumeistaratitil með því að skora úr síðustu spyrnu liðsins. Því fékk samherji hans hjá Liverpool, Salah, ekki tækifæri til að taka fimmta víti Egyptalands. Carragher skilur ekki af hverju Egyptar tóku þessa áhættu, að láta Salah taka síðustu spyrnuna. „Þetta er ástæðan fyrir því að besta vítaskyttan ætti aldrei að taka víti númer fimm. Að Mo Salah taki ekki víti fyrir Egyptaland í vítakeppni í úrslitaleik er brjálæði. Gerðist líka fyrir Ronaldo fyrir Portúgal gegn Spáni fyrir nokkrum árum,“ skrifaði Carragher á Twitter. Hann vísaði þar til vítakeppninnar í leik Portúgals og Spánar í undanúrslitum EM 2012 þar sem Ronaldo átti að taka síðasta víti Portúgala en komst aldrei á punktinn. That is why your best penalty taker should never go fifth. Mo Salah not taking a penalty for Egypt in a shootout in a final is madness. Also happened to Ronaldo years ago for Portugal v Spain. #AFCON2021 #SENEGY— Jamie Carragher (@Carra23) February 6, 2022 Ekki er langt þar til Senegal og Egyptaland mætast aftur. Þau eigast nefnilega við í umspili um sæti á HM í næsta mánuði. Salah skoraði tvö mörk í Afríkukeppninni og hefur alls skorað 46 mörk í 81 landsleik fyrir Egyptaland.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira