Fótbolti

Danski landsliðsframherjinn fékk Covid-19 í þriðja sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kasper Dolberg hefur verið einstaklega óheppinn þegar kemur að smitast af kórónuveirunni.
Kasper Dolberg hefur verið einstaklega óheppinn þegar kemur að smitast af kórónuveirunni. Getty/Marcio Machado

Kasper Dolberg er sönnun þess að þeir sem hafa fengið kórónuveiruna geta fengið hana aftur og svo enn aftur. Dolberg er nú smitaður í þriðja sinn.

Franska blaðið segir frá því að danski landsliðsmaðurinn verði frá keppni á næstunni vegna enn eins smitsins.

Kasper Dolberg spilar með Nice í Frakklandi og missti af leik liðsins á móti Clermont um helgina.

Árið 2020 fékk Dolberg tvisvar sinnum veiruna. Hann var einkennalaus í fyrra skiptið og var í eina viku í einangrun. Í seinna skiptið var hann veikur í fimm daga og átti líka í erfiðleikum þegar hann hóf æfingar á nýjan leik.

Kasper Dolberg hafði skorað þrjú mörk í síðustu fimm leikjum Nice fyrir smitið og liðið hafði unnið alla þessa fimm leiki. Liðið tapaði aftur á móti án hans í gær.

Dolberg er 24 ára og 187 sentimetra framherji sem kom til Nice árið 2019. Hann lék áður með Ajax í þrjú ár. Framherjinn hefur skorað 10 mörk í 32 landsleikjum með Dönum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×