Lægðir sem leikið hafa landsmenn grátt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2022 00:59 Sumir ferðamenn koma gagngert til Íslands til að upplifa lægðina. Þessi ferðamaður lét reyna á jafnvægið við Sólfarið við Sæbraut í Reykjavík í lægð í ársbyrjun 2019. Vísir/Vilhelm Landsmenn virðast upp til hópa meðvitaðir um lægðina sem nálgast nú landið hraðbyri og gefur tilefni til rauðra og appelsínugulra viðvarana vegna veðurs í nótt og morgun. Enn einu sinni neyðast Íslendingar til endurkynna við djúpa lægð. Rétt er að taka fram að eðli málsins samkvæmt er langt í frá um tæmandi talningu að ræða. Aðeins brotabrot af þeim lægðum sem landsmenn hafa þurft að glíma við eða sætta sig við, eftir því hvernig maður lítur á málin. Lægðin í febrúar 1991 er mörgum Íslendingnum í fersku minni. Björgunarsveitarfólk barðist við þakplöturnar, fjárhús og sumarbústaðir slitu rótum auk þess sem bílar enduðu á hvolfi. Þá voru veðurspár ekki jafn öflugar og í dag og minni tími til undirbúnings. Stökkvum svo inn í 21. öldina og fram í janúar 2010 þegar mikið hvassviðri gekk yfir landið. Sigríður Mogensen fréttakona átti í mestu erfiðleikum með að standa utandyra í rokinu á Kjalarnesi. Fjölmargir ökumenn þurftu að skilja bíla sína eftir á Reykjanesbraut í janúar 2012. Færðin var skelfileg og þeir sem komust leiðar sinnar tókst það með því að fylgja eftir snjóruðningstæki. Hvassviðri, stormur, ofsaveður eða rok? Búið var að skipta yfir í mælingar í metrum á sekúndu þegar óveður gekk yfir landið í nóvember 2012. Höfuðborgarbúar og fólk á suðvesturhorninu fann sérstaklega fyrir óveðrinu í það skiptið. Margir sátu fastir í bílum sínum í mars 2013 þegar bylur gekk yfir. Í nóvember sama ár gekk mikið hvassviðri yfir. Þótti mikil mildi að ekki urðu slys á fólki þegar stór vinnupallur féll á bíl sem stóð við Bárugötu í Reykjavík. Enn mætti lægð í heimsókn í desember 2014 þegar tré rifnaði upp með rótum og björgunarsveitir sinntu fjölmörgum útköllum. Óveður gekk yfir landið í desember 2019. Íbúar á Norðvesturlandi glímdu við rafmagnsleysi í lengri tíma enda brotnaði nokkur fjöldi mastra og gerði fólki á svæðinu lífið leitt. Tré rifnuðu upp með rótum í Reykjavík. Í ársbyrjun 2020 mættu nokkrar lægðir í heimsókn. Mildi þótti að ekki hefði farið verr þegar rúta með fjórtán innaborðs fauk út af á Kjalarnesi og þá fauk byggingarkrani á hús í Garðabæ og olli miklum skemmdum. Björgunarsveitir sinntu fleiri en hundrað og tuttugu verkefnum á meðan lægðin gekk yfir. Gríðarlegt tjón varð víða um landið í febrúar 2020 þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið. Maður slasaðist þegar þakplata fauk á hann. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku. Þá sló rafmagni út þegar rafmagnsstaurar brotnuðu undan veðurhamnum. Þótti mörgum nóg um í febrúar eftir lægðirnar framan af ári. Við tók faraldur nokkur sem kenndur hefur verið við Covid-19 en sem betur fer hafa Íslendingar að mestu sloppið við djúpar lægðir á meðan faraldrinum stóð. Nú eru vísbendingar um að hylli undir lok faraldursins og spurning hvort lægðunum fari að sama skapi að fjölga á nýjan leik. Öll nýjustu tíðindi af óveðrinu sem gengur yfir landið í nótt og á morgun má finna í Vaktinni á Vísi. Veður Einu sinni var... Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Rétt er að taka fram að eðli málsins samkvæmt er langt í frá um tæmandi talningu að ræða. Aðeins brotabrot af þeim lægðum sem landsmenn hafa þurft að glíma við eða sætta sig við, eftir því hvernig maður lítur á málin. Lægðin í febrúar 1991 er mörgum Íslendingnum í fersku minni. Björgunarsveitarfólk barðist við þakplöturnar, fjárhús og sumarbústaðir slitu rótum auk þess sem bílar enduðu á hvolfi. Þá voru veðurspár ekki jafn öflugar og í dag og minni tími til undirbúnings. Stökkvum svo inn í 21. öldina og fram í janúar 2010 þegar mikið hvassviðri gekk yfir landið. Sigríður Mogensen fréttakona átti í mestu erfiðleikum með að standa utandyra í rokinu á Kjalarnesi. Fjölmargir ökumenn þurftu að skilja bíla sína eftir á Reykjanesbraut í janúar 2012. Færðin var skelfileg og þeir sem komust leiðar sinnar tókst það með því að fylgja eftir snjóruðningstæki. Hvassviðri, stormur, ofsaveður eða rok? Búið var að skipta yfir í mælingar í metrum á sekúndu þegar óveður gekk yfir landið í nóvember 2012. Höfuðborgarbúar og fólk á suðvesturhorninu fann sérstaklega fyrir óveðrinu í það skiptið. Margir sátu fastir í bílum sínum í mars 2013 þegar bylur gekk yfir. Í nóvember sama ár gekk mikið hvassviðri yfir. Þótti mikil mildi að ekki urðu slys á fólki þegar stór vinnupallur féll á bíl sem stóð við Bárugötu í Reykjavík. Enn mætti lægð í heimsókn í desember 2014 þegar tré rifnaði upp með rótum og björgunarsveitir sinntu fjölmörgum útköllum. Óveður gekk yfir landið í desember 2019. Íbúar á Norðvesturlandi glímdu við rafmagnsleysi í lengri tíma enda brotnaði nokkur fjöldi mastra og gerði fólki á svæðinu lífið leitt. Tré rifnuðu upp með rótum í Reykjavík. Í ársbyrjun 2020 mættu nokkrar lægðir í heimsókn. Mildi þótti að ekki hefði farið verr þegar rúta með fjórtán innaborðs fauk út af á Kjalarnesi og þá fauk byggingarkrani á hús í Garðabæ og olli miklum skemmdum. Björgunarsveitir sinntu fleiri en hundrað og tuttugu verkefnum á meðan lægðin gekk yfir. Gríðarlegt tjón varð víða um landið í febrúar 2020 þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið. Maður slasaðist þegar þakplata fauk á hann. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku. Þá sló rafmagni út þegar rafmagnsstaurar brotnuðu undan veðurhamnum. Þótti mörgum nóg um í febrúar eftir lægðirnar framan af ári. Við tók faraldur nokkur sem kenndur hefur verið við Covid-19 en sem betur fer hafa Íslendingar að mestu sloppið við djúpar lægðir á meðan faraldrinum stóð. Nú eru vísbendingar um að hylli undir lok faraldursins og spurning hvort lægðunum fari að sama skapi að fjölga á nýjan leik. Öll nýjustu tíðindi af óveðrinu sem gengur yfir landið í nótt og á morgun má finna í Vaktinni á Vísi.
Veður Einu sinni var... Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira