Fótbolti

París valtaði yfir meistarana og jók for­skot sitt á toppnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þessir tveir voru á skotskónum í kvöld.
Þessir tveir voru á skotskónum í kvöld. Rico Brouwer/Getty Images

París Saint-Germain vann 5-1 útisigur á meisturum Lille í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Danilo kom PSG yfir snemma leiks en Sven Botman jafnaði metin fyrir Lille þegar 28 mínútur voru liðnar af leiknum. Gestirnir létu það ekki á sig fá og Presnel Kimbembe kom PSG yfir á nýjan leik skömmu síðar.

Lionel Messi kom PSG í 3-1 áður en fyrri hálfleik var lokið og gestirnir í fínum málum er flautað var til hálfleiks.

Danilo gerði svo út um leikinn snemma í síðari hálfleik með örðu marki sínu og fjórða marki PSG. Kylian Mbappé bætti við fimmta markinu um miðbik síðari hálfleiks og lauk leiknum með 5-1 sigri PSG.

PSG trónir á toppi deildarinnar með 56 stig að loknum 23 leikjum. Meistarar Lille hafa ekkert getað á leiktíðinni og eru í 11. sæti með 32 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×