Sport

„Mjög erfitt í lokin, þurfti að ein­beita mér að detta ekki“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Snorri Einarsson náði frábærum árangri í dag.
Snorri Einarsson náði frábærum árangri í dag. Getty Images

Snorri Einarsson náði besta árangri Íslendings í skíðagöngu á Vetraólympíuleikum í morgun er hann hafnaði í 29. sæti í 30 kílómetra skiptigöngu, hann segir það mikinn léttir að hafa byrjað leikana svona vel. Snorri ræddi við Stöð 2 og Vísi að göngunni lokinni.

„Mér leið rosalega vel í hefðbundna hluta göngunnar. Þetta var mjög erfitt þarna í lokin, þurfti að einbeita mér að því að detta ekki. Var svo erfitt því það var svo langt síðan ég keppti síðast,“ sagði Snorri um göngu dagsins.

„Ég var rosa spenntur fyrir startinu og hvar ég stæði. Það var rosalega góð tilfinning að ég fann að ég gat alveg verið með.“

„Það var náttúrulega svoleiðis. Ég er búinn að vera mikið í burtu frá börnunum og það tekur á. Það var ekki bara núna heldur líka þegar undirbúningurinn stóð yfir en það er betra þegar gengið hefur vel,“ sagði tilfinningaþrunginn Snorri eftir langa og strembna göngu.

Þá viðurkenndi hann smá stress þegar í ljós kom að Sturla Snær Snorrason hafði smitast af kórónuveirunni. Viðtalið við Snorra í heild sinni má hlusta á hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×