Klinkið

Berglind frá Landsbankanum til BBA//Fjeldco

Ritstjórn Innherja skrifar
Berglind starfaði um árabil hjá Landsbankanum, meðal annars í lögfræðiþjónustu fyrirtækjasviðs.
Berglind starfaði um árabil hjá Landsbankanum, meðal annars í lögfræðiþjónustu fyrirtækjasviðs.

Berglind Guðmundsdóttir hefur gengið til liðs við lögmannsstofuna BBA//Fjeldco. Berglind er héraðsdómslögmaður með víðtæka reynslu á sviði fyrirtækja– og fjármálalögfræði.

Hún starfaði um árabil hjá Landsbankanum, annars vegar í lögfræðiþjónustu fyrirtækjasviðs við ráðgjöf tengda fjármögnun fyrirtækja og hins vegar í regluvörslu Landsbankans í eftirliti með verðbréfaviðskiptum, stjórnarháttum og aðgerðum gegn markaðssvikum.

Ráðning Berglindar er sögð styrkja sérfræðiteymi BBA//Fjeldco, meðal annars á sviði verðbréfaviðskipta og regluvörslu, en mikilvægi regluvörslu fer sífellt vaxandi í starfsemi fyrirtækja og fjármálastofnana.

Á stofunni starfa nú yfir 30 lögfræðingar, sérhæfðir í fyrirtækja- og fjármálalögfræði og eru með málflutningsréttindi á Íslandi, í Englandi, Frakklandi og New York.


Tengdar fréttir






×