Erlendir miðlar fjalla um mögulegt hvalveiðibann Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. febrúar 2022 08:57 Hvalur verkaður í Hvalfirði árið 2018. Vísir/Vilhelm Stórir erlendir fjölmiðlar fjalla nú um möguleg endalok hvalveiða við Íslandsstrendur, eftir að Svandís Svavarsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sagði fátt rökstyðja hvalveiðar. Núverandi veiðiheimildir renna út árið 2023 og ráðherrann lætur að því liggja að hvalveiðar verði óheimilar frá árinu 2024. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær sagði Svandís að hvalveiðarnar hefðu ekki haft mikla efnahagslega þýðingu fyrir þjóðarbúið á síðustu árum. Lítið bendi til þess að efnahagslegur ávinningur sé af veiðunum, þar sem fyrirtæki sem hafi haft leyfi til veiðanna hafi lítið stundað þær. „Núverandi veiðiheimildir gilda út árið 2023. Að óbreyttu verður því engin veiði heimil á hvölum frá árinu 2024. Sýna þarf fram á að það sé efnahagslega réttlætanlegt að endurnýja veiðiheimildir. Í sögulegu samhengi hafa þessar veiðar haft neikvæð áhrif á útflutningshagsmuni landsins. Orðsporsáhættan sem fylgir því að viðhalda þessum veiðum áfram er talsverð þó að hún sé illmælanleg,“ skrifaði ráðherrann meðal annars. Aktívistar fagna Breska ríkisútvarpið er meðal þeirra miðla sem fjalla um málið og vísa í grein Svandísar. Þar er meðal annars tæpt á því að eftir að Japanir hófu aftur að veiða hvali í atvinnuskyni árið 2019, eftir þriggja áratuga pásu, hafi eftirspurn eftir íslenskum hval fallið umtalsvert og arðbærni veiðanna því minnkað. Ísland, Noregur og Japan eru þau lönd sem leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni. BBC hefur eftir Vanessu Williams-Grey, hjá bresku hvalaverndunarsamtökunum Whale and Dolphin Conversation, að um góðar fréttir sé að ræða. „Við tökum þessum fréttum augljóslega fagnandi, enda er kominn tími til. Íslenskir hvalveiðimenn hafa drepið hundruð hvala á síðustu árum, þrátt fyrir litla sem enga innlenda eftirspurn,“ sagði Williams-Grey. BBC bendir þá á að aðrar greinar sem tengjast hvölum við Íslandsstrendur hafi notið mun meiri velgengni en veiðarnar á síðustu árum. Þannig hafi hundruð þúsunda ferðamanna farið í hvalaskoðun hér á landi árið 2019. Meðal annarra erlendra fjölmiðla sem fjallað hafa um málið eru Al Jazeera og Guardian. Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær sagði Svandís að hvalveiðarnar hefðu ekki haft mikla efnahagslega þýðingu fyrir þjóðarbúið á síðustu árum. Lítið bendi til þess að efnahagslegur ávinningur sé af veiðunum, þar sem fyrirtæki sem hafi haft leyfi til veiðanna hafi lítið stundað þær. „Núverandi veiðiheimildir gilda út árið 2023. Að óbreyttu verður því engin veiði heimil á hvölum frá árinu 2024. Sýna þarf fram á að það sé efnahagslega réttlætanlegt að endurnýja veiðiheimildir. Í sögulegu samhengi hafa þessar veiðar haft neikvæð áhrif á útflutningshagsmuni landsins. Orðsporsáhættan sem fylgir því að viðhalda þessum veiðum áfram er talsverð þó að hún sé illmælanleg,“ skrifaði ráðherrann meðal annars. Aktívistar fagna Breska ríkisútvarpið er meðal þeirra miðla sem fjalla um málið og vísa í grein Svandísar. Þar er meðal annars tæpt á því að eftir að Japanir hófu aftur að veiða hvali í atvinnuskyni árið 2019, eftir þriggja áratuga pásu, hafi eftirspurn eftir íslenskum hval fallið umtalsvert og arðbærni veiðanna því minnkað. Ísland, Noregur og Japan eru þau lönd sem leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni. BBC hefur eftir Vanessu Williams-Grey, hjá bresku hvalaverndunarsamtökunum Whale and Dolphin Conversation, að um góðar fréttir sé að ræða. „Við tökum þessum fréttum augljóslega fagnandi, enda er kominn tími til. Íslenskir hvalveiðimenn hafa drepið hundruð hvala á síðustu árum, þrátt fyrir litla sem enga innlenda eftirspurn,“ sagði Williams-Grey. BBC bendir þá á að aðrar greinar sem tengjast hvölum við Íslandsstrendur hafi notið mun meiri velgengni en veiðarnar á síðustu árum. Þannig hafi hundruð þúsunda ferðamanna farið í hvalaskoðun hér á landi árið 2019. Meðal annarra erlendra fjölmiðla sem fjallað hafa um málið eru Al Jazeera og Guardian.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira