Fótbolti

„Vonandi hjálpar okkur að takast á við þær aðstæður sem verða á EM“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Þorsteinn Halldórrsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta.
Þorsteinn Halldórrsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Stöð 2

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, kynnti í dag leikmannahóp liðsins sem tekur þá í SheBelieves mótinu sem fram fer í Bandaríkjunum síðar í þessum mánuði.

Íslenska kvennalandsliðið er að hefja undirbúning sinn fyrir EM í sumar og Þorsteinn segir að þetta mót í Los Angeles sé góður undirbúningur fyrir stelpurnar

„Við teljum þetta vera stórt og krefjandi mót með flottri umgjörð sem vonandi hjálpar okkur að takast á við þær aðstæður sem verða á EM,“ sagði Þorsteinn í samtali við Stöð 2.

„Bandaríkin er náttúrulega risaþjóð í kvennaboltanum og vellirnir eru yfirleitt fullir þegar þær eru að spila. Tíu þúsund manns að horfa á og það er bara partur af því sem við þurfum að búa okkur undir. Við erum ekkert endilega vön því í landsliðinu að vera að spila með mikið af áhorfendum og auðvitað búið að vera lítið af áhorfendum síðustu tvö ár þannig að við þurfum að búa okkur undir það líka. Undir þetta áreiti sem fylgir því að taka þátt.“

Þorsteinn var svo spurðu að því hvaða væntingar hann hefði fyrir She Believes mótinu og þá stóð ekki á svörum.

„Það er bara að vinna mótið,“ sagði Þorsteinn öruggur.

Klippa: Landsliðshópur kvenna fyrir SheBelieves mótið kynntur

Ísland mætir Bandaríkjunum, Tékklandi og Nýja-Sjálandi á mótinu, en stutt er í leik Íslands og Tékklandi í mikilvægum leik í undankeppni HM.

„Það verður allt í lagi. Þegar við mætum Tékkum í apríl þá erum við búin að skoða alla leiki, við hefðum skoðað alla leiki sem þær hafa spilað í febrúar hvort eð er. Við ræddum þetta alveg þannig að þetta er ekki stórmál í mínum huga,“ sagði Þorsteinn að lokum.

Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×